Topp tíu: Besta frammistaða Íslendings á stórmóti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2022 09:00 Guðjón Valur Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Ómar Ingi Magnússon og Snorri Steinn Guðjónsson hafa allir spilað stórvel á stórmótum fyrir Íslands hönd. vísir/getty/epa Hvaða íslenski handboltamaður hefur spilað best á stórmóti á þessari öld? Vísir reynir að svara þeirri spurningu. Ómar Ingi Magnússon spilaði frábærlega á nýafstöðnu Evrópumóti í Ungverjalandi og Slóvakíu og varð markakóngur þess. Eftir mótið töluðu ýmsir um að frammistaða Ómars á EM væri sú besta hjá Íslendingi á stórmóti í handbolta, meðal annars Róbert Gunnarsson í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Þegar rykið er aðeins sest eftir frábært mót íslenska liðsins er viðeigandi að reyna að svara þessari spurningu: hvaða Íslendingur hefur spilað best á stórmóti í handbolta? Hér fyrir neðan má sjá niðurstöðuna. Vert er að taka fram að aðeins 21. öldin er undir enda nær minni blaðamanns ekki lengra aftur. 10. Arnór Atlason EM 2010 Arnór Atlason í bronsleiknum gegn Póllandi á EM 2010.EPA/HERBERT NEUBAUER 39 mörk (59%) 27 stoðsendingar Fjórði markahæstur á mótinu Arnór Atlason fór á fjölmörg stórmót með íslenska landsliðinu en lék sennilega aldrei betur en á EM 2010 í Austurríki. Íslendingar fóru rólega af stað á mótinu en urðu betri eftir því sem á það leið og enduðu á því að vinna Pólverja í leiknum um 3. sætið. Arnór var markahæsti leikmaður Íslands á EM ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni og fjórði markahæstur á mótinu. Tíu af mörkunum kom í sigrinum á Noregi í lokaumferð milliriðlakeppninnar en það var sennilega besti landsleikur Arnórs á ferlinum. 9. Ólafur Stefánsson ÓL 2004 Ólafur Stefánsson í baráttu við aðra frábæra örvhenta skyttu, Yoon Kyung-shin.getty/Donald Miralle 43/10 mörk (64%) 27 stoðsendingar Sjötti markahæstur á mótinu Flestir eru eflaust búnir að þurrka Ólympíuleikana í Aþenu 2004 úr minninu enda gerði handboltalandsliðið engar rósir þar og endaði í 9. sæti. En frammistaða Ólafs Stefánssonar á leikunum á ekki skilið að gleymast. Hann var allt í öllu í íslenska liðinu en vantaði meiri hjálp. Ólafur skoraði 43 mörk í aðeins sex leikjum og dældi út stoðsendingum að venju. Ólafur var sjötti markahæsti leikmaður Ólympíuleikanna og valinn í úrvalslið þeirra. Eftir leikana tilkynnti hann að hann væri hættur í landsliðinu en sem betur fer snerist honum hugur og spilaði með því til 2013. 8. Guðjón Valur Sigurðsson EM 2014 Guðjón Valur Sigurðsson var næstmarkahæstur á EM 2014.vísir/epa 44/15 mörk (73%) Annar markahæstur á mótinu Í úrvalsliði mótsins Á ótrúlegum 21 árs ferli í íslenska landsliðinu fór Guðjón Valur Sigurðsson á 22 stórmót. Erfitt er að gera upp á milli þeirra en EM í Danmörku var klárlega eitt hans besta. Guðjón Valur skoraði 44 mörk og var lengi vel markahæstur á mótinu áður en Spánverjinn Joan Canellas seig upp fyrir hann. Canellas spilaði þó einum leik meira en Guðjón Valur. Að venju lék hann nánast hverja einustu mínútu og hefur sjaldan eða aldrei nýtt skotin sín jafn vel. Fyrir frammistöðu sína var Guðjón Valur valinn í úrvalslið mótsins. Þrátt fyrir ýmis skakkaföll endaði íslenska liðið í 5. sæti sem er þriðji besti árangur þess á EM. 7. Sigfús Sigurðsson EM 2002 Fáir gátu stöðvað Sigfús Sigurðsson þegar hann var uppi á sitt besta.getty/Lars Ronbog 31 mark (70%) 10 stoðsendingar 17 varin skot 7 stolnir boltar Eftir erfið ár stimplaði Sigfús Sigurðsson sig inn í íslenska landsliðinu í umspilsleikjum gegn Hvíta-Rússlandi 2001. Með sigri í þeim tryggði Ísland sér sæti á EM 2002. Þar var Sigfús á hátindi ferilsins, algjört náttúruafl á báðum endum vallarins; skoraði mikið, varðist vel, snöggur fram, setti tröllahindranir og smitaði út frá sér með mikilli baráttu- og leikgleði. Ísland komst í undanúrslit eftir fjóra sigra í fyrstu sex leikjum sínum á mótinu og endaði í 4. sæti. 6. Snorri Steinn Guðjónsson HM 2007 Snorri Steinn Guðjónsson fagnar marki í leiknum gegn Danmörku í átta liða úrslitum HM 2007.getty/Martin Rose 53/16 mörk (60%) 11 stoðsendingar Fimmti markahæstur á mótinu Sjaldan eða aldrei hefur íslenska landsliðið spilað jafn góðan sóknarleik og á HM 2007. Ísland skoraði 28 mörk eða meira í níu af tíu leikjum sínum á mótinu og fimm Íslendingar voru á meðal tíu markahæstu manna þess. Snorri Steinn stjórnaði sóknarleik Íslands af stakri snilld og skoraði auk þess 53 mörk og var fimmti markahæstur á HM. Fimmtán markanna komu í leiknum fræga gegn Dönum í átta liða úrslitum. Snorri Steinn lék þar einn besta leik sem íslenskur landsliðsmaður hefur nokkru sinni leikið. 5. Ólafur Stefánsson EM 2006 Ólafur Stefánsson átti eitt sitt besta stórmót í Sviss 2006.epa/SIGI TISCHLER 33/4 mörk (63%) 17 stoðsendingar Í úrvalsliði mótsins Eftir erfitt heimsmeistaramót í Túnis 2005 bæði hjá íslenska liðinu og Ólafi Stefánssyni mætti hann með allar byssur hlaðnar á EM í Sviss. Íslendingar spiluðu frábæran sóknarleik á mótinu með Ólaf fremstan í flokki. Hann spilaði reyndar bara fjóra af sex leikjum Íslands á mótinu en í þeim skoraði hann 33 mörk, eða 8,3 að meðaltali í leik. Íslenska liðið gerði heiðarlega atlögu að því að komast í undanúrslit en lúnir fætur og Kjetil Strand, einn af óvinum íslenska ríkisins, komu í veg fyrir að sá draumur yrði að veruleika. 4. Snorri Steinn Guðjónsson ÓL 2008 Snorri Steinn Guðjónsson í leiknum gegn Póllandi í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum 2008.epa/SRDJAN SUKI 48/21 mörk (62%) 8 stoðsendingar Annar markahæstur á mótinu Í úrvalsliði mótsins Snorri Steinn Guðjónsson gaf tóninn, bæði fyrir sjálfan sig og íslenska liðið, með því að skora tólf mörk í fyrsta leik Íslands á Ólympíuleikunum 2008, 31-33 sigri á Rússlandi. Hann skoraði alls 48 mörk á leikunum og var næstmarkahæsti leikmaður þeirra, aðeins einu marki á eftir Spánverjanum Juan García. Snorri Steinn skoraði meðal annars eftirminnileg jöfnunarmörk gegn Danmörku og Egyptalandi. Snorri Steinn var valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna ásamt Ólafi Stefánssyni og Guðjóni Val Sigurðssyni. Íslensku leikmennirnir komu heim með silfurmedalíu um hálsinn og fengu svo fálkaorðuna við komuna til landsins. 3. Guðjón Valur Sigurðsson HM 2007 Guðjón Valur Sigurðsson skorar eitt 66 marka sinna á HM 2007.epa/Oliver Berg 66/1 (71%) 13 stoðsendingar Markahæstur á mótinu Krúnurakaður Guðjón Valur Sigurðsson mætti ferskur til leiks á HM 2007. Hann skoraði fimmtán mörk í fyrsta leik, 45-20 sigri á Ástralíu, og skoraði áfram eins og óður maður á mótinu, mikið úr hraðaupphlaupum enda átti enginn möguleika í hann á sprettinum á þessum tíma. Guðjón Valur endaði með 66 mörk á HM og var markahæstur á mótinu, með níu mörkum meira en næsti maður, Tékkinn Filip Jícha. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur orðið markakóngur HM. Ári fyrr hafði Guðjón Valur orðið markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar. 2. Ómar Ingi Magnússon EM 2022 Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjátíu mörkum meira en næstmarkahæsti leikmaður Íslands á EM 2022.getty/Nikola Krstic 59/21 mörk (74%) 21 stoðsending Markahæstur á mótinu Sjaldan hefur leikmaður mætt á stórmót með jafn mikla pressu á bakinu og Ómar Ingi Magnússon á EM 2022. Hann átti frábært ár með Magdeburg, varð EHF-meistari og heimsmeistari félagsliða með liðinu og markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar. Og já, valinn Íþróttamaður ársins. Ómar hver? hváðu einhverjir enda hafði hann aldrei sýnt sínar réttu hliðar með landsliðinu. Það breyttist heldur betur í síðasta mánuði. Ómar var besti og langmarkahæsti leikmaður Íslands á besta móti þess í átta ár. Hann skoraði 59 mörk og var markahæstur á EM. Ómar fór úr því að vera einn af mikilvægari leikmönnum liðsins í riðlakeppninni í það að verða sá mikilvægasti í milliriðlinum þegar lykilmenn heltust úr lestinni, hver á eftir öðrum. Hann tók aukinni ábyrgð fagnandi, skoraði tíu mörk eða meira í þremur af síðustu fjórum leikjunum, og var allt í öllu í íslensku sókninni auk þess að spila góða vörn. Frammistaða sem verður lengi í minnum höfð. 1. Ólafur Stefánsson EM 2002 Ólafur Stefánsson var að sjálfsögðu í úrvalsliði Evrópumótsins 2002.getty/Christof Koepsel 58/18 mörk (54%) 37 stoðsendingar Markahæstur á mótinu Í úrvalsliði mótsins Eins stórkostlegur og Ómar var á nýafstöðnu Evrópumóti á geitin sjálf, Ólafur Stefánsson, enn bestu frammistöðu Íslendings á stórmóti. Það er ekki oft sem Íslendingur hefur verið bestur í einhverri íþrótt í heiminum en það var hægt að færa mjög sannfærandi rök fyrir því að Óli Stef væri besti handboltamaður heimsins 2002. Hann varð þýskur meistari og EHF-meistari með Magdeburg 2001 og vann Meistaradeildina 2002. Í millitíðinni leiddi hann Ísland til 4. sætis á EM 2002. Ólafur hafði kannski ekki glansað með landsliðinu fram að þessu móti en þar sprakk hann svo sannarlega út. Hann var markahæstur á EM með 58 mörk, dældi út stoðsendingum og stýrði nútímalegum sóknarleik íslenska liðsins sem var sennilega fyrsta allra til að nýta sér hröðu miðjuna. Komu einnig til greina: Patrekur Jóhannesson EM 2002, Ólafur Stefánsson HM 2007, ÓL 2008, Guðjón Valur Sigurðsson ÓL 2008, Róbert Gunnarsson EM 2010, Alexander Petersson HM 2011 og Aron Pálmarsson ÓL 2012. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon spilaði frábærlega á nýafstöðnu Evrópumóti í Ungverjalandi og Slóvakíu og varð markakóngur þess. Eftir mótið töluðu ýmsir um að frammistaða Ómars á EM væri sú besta hjá Íslendingi á stórmóti í handbolta, meðal annars Róbert Gunnarsson í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Þegar rykið er aðeins sest eftir frábært mót íslenska liðsins er viðeigandi að reyna að svara þessari spurningu: hvaða Íslendingur hefur spilað best á stórmóti í handbolta? Hér fyrir neðan má sjá niðurstöðuna. Vert er að taka fram að aðeins 21. öldin er undir enda nær minni blaðamanns ekki lengra aftur. 10. Arnór Atlason EM 2010 Arnór Atlason í bronsleiknum gegn Póllandi á EM 2010.EPA/HERBERT NEUBAUER 39 mörk (59%) 27 stoðsendingar Fjórði markahæstur á mótinu Arnór Atlason fór á fjölmörg stórmót með íslenska landsliðinu en lék sennilega aldrei betur en á EM 2010 í Austurríki. Íslendingar fóru rólega af stað á mótinu en urðu betri eftir því sem á það leið og enduðu á því að vinna Pólverja í leiknum um 3. sætið. Arnór var markahæsti leikmaður Íslands á EM ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni og fjórði markahæstur á mótinu. Tíu af mörkunum kom í sigrinum á Noregi í lokaumferð milliriðlakeppninnar en það var sennilega besti landsleikur Arnórs á ferlinum. 9. Ólafur Stefánsson ÓL 2004 Ólafur Stefánsson í baráttu við aðra frábæra örvhenta skyttu, Yoon Kyung-shin.getty/Donald Miralle 43/10 mörk (64%) 27 stoðsendingar Sjötti markahæstur á mótinu Flestir eru eflaust búnir að þurrka Ólympíuleikana í Aþenu 2004 úr minninu enda gerði handboltalandsliðið engar rósir þar og endaði í 9. sæti. En frammistaða Ólafs Stefánssonar á leikunum á ekki skilið að gleymast. Hann var allt í öllu í íslenska liðinu en vantaði meiri hjálp. Ólafur skoraði 43 mörk í aðeins sex leikjum og dældi út stoðsendingum að venju. Ólafur var sjötti markahæsti leikmaður Ólympíuleikanna og valinn í úrvalslið þeirra. Eftir leikana tilkynnti hann að hann væri hættur í landsliðinu en sem betur fer snerist honum hugur og spilaði með því til 2013. 8. Guðjón Valur Sigurðsson EM 2014 Guðjón Valur Sigurðsson var næstmarkahæstur á EM 2014.vísir/epa 44/15 mörk (73%) Annar markahæstur á mótinu Í úrvalsliði mótsins Á ótrúlegum 21 árs ferli í íslenska landsliðinu fór Guðjón Valur Sigurðsson á 22 stórmót. Erfitt er að gera upp á milli þeirra en EM í Danmörku var klárlega eitt hans besta. Guðjón Valur skoraði 44 mörk og var lengi vel markahæstur á mótinu áður en Spánverjinn Joan Canellas seig upp fyrir hann. Canellas spilaði þó einum leik meira en Guðjón Valur. Að venju lék hann nánast hverja einustu mínútu og hefur sjaldan eða aldrei nýtt skotin sín jafn vel. Fyrir frammistöðu sína var Guðjón Valur valinn í úrvalslið mótsins. Þrátt fyrir ýmis skakkaföll endaði íslenska liðið í 5. sæti sem er þriðji besti árangur þess á EM. 7. Sigfús Sigurðsson EM 2002 Fáir gátu stöðvað Sigfús Sigurðsson þegar hann var uppi á sitt besta.getty/Lars Ronbog 31 mark (70%) 10 stoðsendingar 17 varin skot 7 stolnir boltar Eftir erfið ár stimplaði Sigfús Sigurðsson sig inn í íslenska landsliðinu í umspilsleikjum gegn Hvíta-Rússlandi 2001. Með sigri í þeim tryggði Ísland sér sæti á EM 2002. Þar var Sigfús á hátindi ferilsins, algjört náttúruafl á báðum endum vallarins; skoraði mikið, varðist vel, snöggur fram, setti tröllahindranir og smitaði út frá sér með mikilli baráttu- og leikgleði. Ísland komst í undanúrslit eftir fjóra sigra í fyrstu sex leikjum sínum á mótinu og endaði í 4. sæti. 6. Snorri Steinn Guðjónsson HM 2007 Snorri Steinn Guðjónsson fagnar marki í leiknum gegn Danmörku í átta liða úrslitum HM 2007.getty/Martin Rose 53/16 mörk (60%) 11 stoðsendingar Fimmti markahæstur á mótinu Sjaldan eða aldrei hefur íslenska landsliðið spilað jafn góðan sóknarleik og á HM 2007. Ísland skoraði 28 mörk eða meira í níu af tíu leikjum sínum á mótinu og fimm Íslendingar voru á meðal tíu markahæstu manna þess. Snorri Steinn stjórnaði sóknarleik Íslands af stakri snilld og skoraði auk þess 53 mörk og var fimmti markahæstur á HM. Fimmtán markanna komu í leiknum fræga gegn Dönum í átta liða úrslitum. Snorri Steinn lék þar einn besta leik sem íslenskur landsliðsmaður hefur nokkru sinni leikið. 5. Ólafur Stefánsson EM 2006 Ólafur Stefánsson átti eitt sitt besta stórmót í Sviss 2006.epa/SIGI TISCHLER 33/4 mörk (63%) 17 stoðsendingar Í úrvalsliði mótsins Eftir erfitt heimsmeistaramót í Túnis 2005 bæði hjá íslenska liðinu og Ólafi Stefánssyni mætti hann með allar byssur hlaðnar á EM í Sviss. Íslendingar spiluðu frábæran sóknarleik á mótinu með Ólaf fremstan í flokki. Hann spilaði reyndar bara fjóra af sex leikjum Íslands á mótinu en í þeim skoraði hann 33 mörk, eða 8,3 að meðaltali í leik. Íslenska liðið gerði heiðarlega atlögu að því að komast í undanúrslit en lúnir fætur og Kjetil Strand, einn af óvinum íslenska ríkisins, komu í veg fyrir að sá draumur yrði að veruleika. 4. Snorri Steinn Guðjónsson ÓL 2008 Snorri Steinn Guðjónsson í leiknum gegn Póllandi í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum 2008.epa/SRDJAN SUKI 48/21 mörk (62%) 8 stoðsendingar Annar markahæstur á mótinu Í úrvalsliði mótsins Snorri Steinn Guðjónsson gaf tóninn, bæði fyrir sjálfan sig og íslenska liðið, með því að skora tólf mörk í fyrsta leik Íslands á Ólympíuleikunum 2008, 31-33 sigri á Rússlandi. Hann skoraði alls 48 mörk á leikunum og var næstmarkahæsti leikmaður þeirra, aðeins einu marki á eftir Spánverjanum Juan García. Snorri Steinn skoraði meðal annars eftirminnileg jöfnunarmörk gegn Danmörku og Egyptalandi. Snorri Steinn var valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna ásamt Ólafi Stefánssyni og Guðjóni Val Sigurðssyni. Íslensku leikmennirnir komu heim með silfurmedalíu um hálsinn og fengu svo fálkaorðuna við komuna til landsins. 3. Guðjón Valur Sigurðsson HM 2007 Guðjón Valur Sigurðsson skorar eitt 66 marka sinna á HM 2007.epa/Oliver Berg 66/1 (71%) 13 stoðsendingar Markahæstur á mótinu Krúnurakaður Guðjón Valur Sigurðsson mætti ferskur til leiks á HM 2007. Hann skoraði fimmtán mörk í fyrsta leik, 45-20 sigri á Ástralíu, og skoraði áfram eins og óður maður á mótinu, mikið úr hraðaupphlaupum enda átti enginn möguleika í hann á sprettinum á þessum tíma. Guðjón Valur endaði með 66 mörk á HM og var markahæstur á mótinu, með níu mörkum meira en næsti maður, Tékkinn Filip Jícha. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur orðið markakóngur HM. Ári fyrr hafði Guðjón Valur orðið markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar. 2. Ómar Ingi Magnússon EM 2022 Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjátíu mörkum meira en næstmarkahæsti leikmaður Íslands á EM 2022.getty/Nikola Krstic 59/21 mörk (74%) 21 stoðsending Markahæstur á mótinu Sjaldan hefur leikmaður mætt á stórmót með jafn mikla pressu á bakinu og Ómar Ingi Magnússon á EM 2022. Hann átti frábært ár með Magdeburg, varð EHF-meistari og heimsmeistari félagsliða með liðinu og markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar. Og já, valinn Íþróttamaður ársins. Ómar hver? hváðu einhverjir enda hafði hann aldrei sýnt sínar réttu hliðar með landsliðinu. Það breyttist heldur betur í síðasta mánuði. Ómar var besti og langmarkahæsti leikmaður Íslands á besta móti þess í átta ár. Hann skoraði 59 mörk og var markahæstur á EM. Ómar fór úr því að vera einn af mikilvægari leikmönnum liðsins í riðlakeppninni í það að verða sá mikilvægasti í milliriðlinum þegar lykilmenn heltust úr lestinni, hver á eftir öðrum. Hann tók aukinni ábyrgð fagnandi, skoraði tíu mörk eða meira í þremur af síðustu fjórum leikjunum, og var allt í öllu í íslensku sókninni auk þess að spila góða vörn. Frammistaða sem verður lengi í minnum höfð. 1. Ólafur Stefánsson EM 2002 Ólafur Stefánsson var að sjálfsögðu í úrvalsliði Evrópumótsins 2002.getty/Christof Koepsel 58/18 mörk (54%) 37 stoðsendingar Markahæstur á mótinu Í úrvalsliði mótsins Eins stórkostlegur og Ómar var á nýafstöðnu Evrópumóti á geitin sjálf, Ólafur Stefánsson, enn bestu frammistöðu Íslendings á stórmóti. Það er ekki oft sem Íslendingur hefur verið bestur í einhverri íþrótt í heiminum en það var hægt að færa mjög sannfærandi rök fyrir því að Óli Stef væri besti handboltamaður heimsins 2002. Hann varð þýskur meistari og EHF-meistari með Magdeburg 2001 og vann Meistaradeildina 2002. Í millitíðinni leiddi hann Ísland til 4. sætis á EM 2002. Ólafur hafði kannski ekki glansað með landsliðinu fram að þessu móti en þar sprakk hann svo sannarlega út. Hann var markahæstur á EM með 58 mörk, dældi út stoðsendingum og stýrði nútímalegum sóknarleik íslenska liðsins sem var sennilega fyrsta allra til að nýta sér hröðu miðjuna. Komu einnig til greina: Patrekur Jóhannesson EM 2002, Ólafur Stefánsson HM 2007, ÓL 2008, Guðjón Valur Sigurðsson ÓL 2008, Róbert Gunnarsson EM 2010, Alexander Petersson HM 2011 og Aron Pálmarsson ÓL 2012.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira