„Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2022 23:26 Öryggisráðið fundaði í höfuðstöðvum Sameinðu þjóðanna í New York í dag. EPA-EFE/JASON SZENES Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. Spennan hefur verið mikil undanfarnar vikur á landamærum Rússlands og Úkraínu og ýmislegt bendir til þess að Rússar séu að undirbúa innrás. Um 100.000 hermenn hafa safnast saman við landamærin þar sem Rússar hafa meðal annars komið upp birgðum af blóði fyrir særða hermenn ef koma skyldi til átaka. Þetta var í fyrsta sinn sem öryggisráðið fundaði til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en fundurinn var haldinn að beiðni Bandaríkjanna. Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir fundinn hafa skilað litlum árangri. CNN greinir frá. „Ef Rússar ákveða að ráðast inn í landið mun það ekki koma neinum á óvart. Og afleiðingarnar verða hörmulegar. Ég vona innilega að Rússar velji lýðræðið og hagi sér friðsamlega í samskiptum við önnur lönd, að Úkraínu meðtalinni,“ sagði Thomas-Greenfield á fundinum. Vasily Nebenzia, sendiherra Rússlands á fundinum, sagði vesturveldin búa til spennu með orðagjálfri: „Það er eins og þið viljið að það komi til átaka,“ sagði Nebenzia og benti á staðfastlega neitun Rússa. Þeir hafi ávallt vísað ásökunum á bug. „Staðsetning okkar herliðs, á okkar eigin landi, lætur vesturveldin halda því fram að það komi til einhverra hernaðaraðgerða og jafnvel árásar inn í Úkraínu. Stjórnmálamenn fullyrða að koma muni til átaka á næstu vikum og á næstu dögum jafnvel. Það er ekkert sem sýnir fram á það,“ sagði Nebenzia fyrir hönd Rússa á fundinum. Úkraína Rússland Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Öryggisráðið kemur saman vegna ástandsins í Úkraínu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hittist síðar í dag til að ræða ástandið í Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. 31. janúar 2022 07:00 Öldungadeild nálægt því að samþykkja „móður allra refsiaðgerða“ Öldungadeildin í Bandaríkjunum er nálægt því að samþykkja harðar aðgerðir gegn Rússum vegna spennu á landamærum Rússlands og Úkraínu. Öldungadeildarþingmenn telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti muni ekki hætta aðgerðum á landamærum, nema vesturveldin svari. 30. janúar 2022 20:22 Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. 30. janúar 2022 12:03 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Spennan hefur verið mikil undanfarnar vikur á landamærum Rússlands og Úkraínu og ýmislegt bendir til þess að Rússar séu að undirbúa innrás. Um 100.000 hermenn hafa safnast saman við landamærin þar sem Rússar hafa meðal annars komið upp birgðum af blóði fyrir særða hermenn ef koma skyldi til átaka. Þetta var í fyrsta sinn sem öryggisráðið fundaði til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en fundurinn var haldinn að beiðni Bandaríkjanna. Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir fundinn hafa skilað litlum árangri. CNN greinir frá. „Ef Rússar ákveða að ráðast inn í landið mun það ekki koma neinum á óvart. Og afleiðingarnar verða hörmulegar. Ég vona innilega að Rússar velji lýðræðið og hagi sér friðsamlega í samskiptum við önnur lönd, að Úkraínu meðtalinni,“ sagði Thomas-Greenfield á fundinum. Vasily Nebenzia, sendiherra Rússlands á fundinum, sagði vesturveldin búa til spennu með orðagjálfri: „Það er eins og þið viljið að það komi til átaka,“ sagði Nebenzia og benti á staðfastlega neitun Rússa. Þeir hafi ávallt vísað ásökunum á bug. „Staðsetning okkar herliðs, á okkar eigin landi, lætur vesturveldin halda því fram að það komi til einhverra hernaðaraðgerða og jafnvel árásar inn í Úkraínu. Stjórnmálamenn fullyrða að koma muni til átaka á næstu vikum og á næstu dögum jafnvel. Það er ekkert sem sýnir fram á það,“ sagði Nebenzia fyrir hönd Rússa á fundinum.
Úkraína Rússland Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Öryggisráðið kemur saman vegna ástandsins í Úkraínu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hittist síðar í dag til að ræða ástandið í Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. 31. janúar 2022 07:00 Öldungadeild nálægt því að samþykkja „móður allra refsiaðgerða“ Öldungadeildin í Bandaríkjunum er nálægt því að samþykkja harðar aðgerðir gegn Rússum vegna spennu á landamærum Rússlands og Úkraínu. Öldungadeildarþingmenn telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti muni ekki hætta aðgerðum á landamærum, nema vesturveldin svari. 30. janúar 2022 20:22 Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. 30. janúar 2022 12:03 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Öryggisráðið kemur saman vegna ástandsins í Úkraínu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hittist síðar í dag til að ræða ástandið í Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. 31. janúar 2022 07:00
Öldungadeild nálægt því að samþykkja „móður allra refsiaðgerða“ Öldungadeildin í Bandaríkjunum er nálægt því að samþykkja harðar aðgerðir gegn Rússum vegna spennu á landamærum Rússlands og Úkraínu. Öldungadeildarþingmenn telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti muni ekki hætta aðgerðum á landamærum, nema vesturveldin svari. 30. janúar 2022 20:22
Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. 30. janúar 2022 12:03