Ákvæði um verðtryggingu í samningi Bandaríkjanna um Paxlovid Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2022 10:50 Paxlovid fær markaðsleyfi á Íslandi í febrúar. epa/Yonhap Bandarísk stjórnvöld munu greiða 530 dollara, um 68 þúsund krónur, fyrir hverja meðferð af Paxlovid, lyfjameðferð Pfizer gegn Covid-19. Verðið mun hins vegar lækka ef annað stórveldi nær hagstæðari samningum við lyfjarisann. Stjórnvöld vestanhafs hafa samið um kaup á 10 milljón skömmtum en Robin Feldman, prófessor við University of California Hastings College of the Law, segir að svo virðist sem umræddur samningur sé mun hagstæðari en sá sem gerður var við Pfizer um kaup á bóluefni fyrirtækisins. „Ég held að samningurinn endurspegli þá viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu á þessum tíma,“ sagði hún í samtali við Huffington Post. Þannig hefðu bóluefnin gegn Covid-19 og þær ýmsu meðferðir sem nú væru í boði gegn sjúkdómnum dregið úr hræðslu fólks, sem gerði það að verkum að embættismenn væru í betri aðstöðu við samningaborðið. Í samningum er að finna ákvæði um verðtryggingu, sem almenningur á að kannast við. Líkt og sumar verslanir bjóða upp á að endurgreiða neytandanum mismunin ef hann finnur sömu vöru á lægra verði annars staðar, tryggir Pfizer Bandaríkjunum lægsta verð ef annað stórveldi nær samningum við fyrirtækið um lægra verð. Markaðsleyfi á Íslandi væntanlegt í febrúar Umrædd stórveldi eru sex; Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland. Listinn er sumsé tæmandi og þannig myndu Bandaríkjamenn ekki hagnast á því ef til dæmis Noregur næði hagstæðari samningum við Pfizer. Í samningum er einnig kveðið á um að ef neyðarheimild Pfizer fyrir notkun Paxlovid gegn Covid-19 verður af einhverjum orsökum felld úr gildi, þá sé fyrirtækið skuldbundið til að kaupa aftur þá skammta sem ekki hafa runnið út. Miklar vonir eru bundnar við Paxlovid í baráttunni gegn Covid-19. Lyfið hefur reynst afar vel í lyfjaprófunum og dregur verulega úr líkunum á því að einstaklingar veikist alvarlega af sjúkdómnum. Þá hefur lyfið þann kost að vera í töfluformi, sem gerir það að verkum að fólk getur tekið það heima hjá sér. Flest önnur lyf sem hafa verið notuð gegn Covid-19 hefur þurft að gefa í æð. Samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar er markaðsleyfi fyrir notkun Paxlovid á Íslandi væntanlegt í febrúar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitti skilyrt markaðsleyfi fyrir notkun lyfsins í aðildarríkjum sambandsins 28. janúar síðastliðinn. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Stjórnvöld vestanhafs hafa samið um kaup á 10 milljón skömmtum en Robin Feldman, prófessor við University of California Hastings College of the Law, segir að svo virðist sem umræddur samningur sé mun hagstæðari en sá sem gerður var við Pfizer um kaup á bóluefni fyrirtækisins. „Ég held að samningurinn endurspegli þá viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu á þessum tíma,“ sagði hún í samtali við Huffington Post. Þannig hefðu bóluefnin gegn Covid-19 og þær ýmsu meðferðir sem nú væru í boði gegn sjúkdómnum dregið úr hræðslu fólks, sem gerði það að verkum að embættismenn væru í betri aðstöðu við samningaborðið. Í samningum er að finna ákvæði um verðtryggingu, sem almenningur á að kannast við. Líkt og sumar verslanir bjóða upp á að endurgreiða neytandanum mismunin ef hann finnur sömu vöru á lægra verði annars staðar, tryggir Pfizer Bandaríkjunum lægsta verð ef annað stórveldi nær samningum við fyrirtækið um lægra verð. Markaðsleyfi á Íslandi væntanlegt í febrúar Umrædd stórveldi eru sex; Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland. Listinn er sumsé tæmandi og þannig myndu Bandaríkjamenn ekki hagnast á því ef til dæmis Noregur næði hagstæðari samningum við Pfizer. Í samningum er einnig kveðið á um að ef neyðarheimild Pfizer fyrir notkun Paxlovid gegn Covid-19 verður af einhverjum orsökum felld úr gildi, þá sé fyrirtækið skuldbundið til að kaupa aftur þá skammta sem ekki hafa runnið út. Miklar vonir eru bundnar við Paxlovid í baráttunni gegn Covid-19. Lyfið hefur reynst afar vel í lyfjaprófunum og dregur verulega úr líkunum á því að einstaklingar veikist alvarlega af sjúkdómnum. Þá hefur lyfið þann kost að vera í töfluformi, sem gerir það að verkum að fólk getur tekið það heima hjá sér. Flest önnur lyf sem hafa verið notuð gegn Covid-19 hefur þurft að gefa í æð. Samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar er markaðsleyfi fyrir notkun Paxlovid á Íslandi væntanlegt í febrúar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitti skilyrt markaðsleyfi fyrir notkun lyfsins í aðildarríkjum sambandsins 28. janúar síðastliðinn.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira