Segja neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og krefjast aðgerða vegna verðbólgu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. febrúar 2022 15:02 ASÍ segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Miðstjórn ASÍ segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaðnum og krefst þess að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða til að bæta stöðu þeirra sem verst verða fyrir barðinu á verðbólgunni, sem nú mælist. Greint var frá því að verðbólga hafi aukist gríðarlega og mælist nú 5,7% á ársgrundvelli og hefur ekki verið meiri síðan árið 2012. Margir þættir eru sagðir þar að verki: húsnæðisverð sem aldrei hafi verið hærra, innflutt vara og þjónusta hækkar sökum áhrifa kórónuveirufaraldursins og þjónustugjöld og álög ríkis og sveitarfélaga hækka sömuleiðis. Miðstórn ASÍ segir í ályktun sem hún sendir frá sér að athygli veki að hækkun verðbólgu komi verst við láglaunafólk og þá hópa sem höllum fæti standi í samfélaginu. Í þeim hópi séu einstæðir foreldrar, leigjendur, ungt fólk, innflytjendur, öryrkjar og hluti ellilífeyrisþega. „Þeim fjölgar sem búa við sligandi húsnæðiskostnað vegna vaxtahækkana, áhrifa á verðtryggð lán og vísitölubundna leigusamninga. Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi. Þessa stöðu má rekja til hagstjórnarmistaka stjórnvalda og niðurlagningar húsnæðisbótakerfisins í þeirri mynd sem það var,“ segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. Segja að bönkunum beri að draga úr arðsemiskröfum Hún segist krefjast þess að ríkisstjórnin grípi tafarlaust til aðgerða til að milda höggið fyrir heimilin í landinu. Ríkisstjórnin geri það meðal annars með því að; endurræsa tilfærslukerfin, að minnsta kosti tímabundið, og taka upp vaxtabætur til húsnæðiseigenda, húsaleigubætur fyrir leigjendur og raunverulegan stuðning við barnafjölskyldur; tkaa upp vísitölu til verðtryggingar sem undanskilur húsnæðisliðinn; setja þak á húsaleigu; og ríki og sveitarfélög dragi úr opinberum álögum. Hún segir að samhliða þessu beri bönkunum að draga úr arðsemiskröfu sinni og óhóflegum vaxtamuni til að minnka verðbólguþrýsting. „Verslanir með nauðsynjavöru þurfa jafnframt eftir fremsta megni að halda að sér höndunum í verðhækkunum og fjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, þurfa að gæta hófsemi í arðsemisvæntingum,“ segir í ályktuninni. „Miðstjórn ASÍ krefst þess að stjórnvöld leggi fram aðgerðaáætlun og staðfesti þannig að margnefnd áform þeirra um stöðugleika séu ekki öðru fremur loforð um kyrrstöðu og verkleysi. Ef ekki verður gripið til aðgerða strax mun það leiða til ófremdarástands sem mun hafa rík áhrif á kjaraviðræður næstkomandi vetur.“ Efnahagsmál Kjaramál Húsnæðismál Íslenska krónan Verðlag Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Langflestir telja taumhald peningastefnunnar of laust Mikill meirihluti markaðsaðila á skuldabréfamarkaði telur að taumhald peningastefnu Seðlabanka Íslands sé of laust um þessar mundir, eða 76 prósent aðspurðra, samkvæmt nýrri könnun bankans. Í nóvember var hlutfallið 56 prósent. 2. febrúar 2022 10:32 Stjórnvöld þurfi að grípa hratt inn í ástandið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórnvöld verði að grípa hratt inn í vegna ástandsins á húsnæðismarkaði hér á landi. 31. janúar 2022 20:51 Svanhildur Hólm: Er ASÍ að hvetja til uppsagna? Tólf mánaða verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið hærri í um áratug. Ljóst er að hækkandi verðbólga mun hafa áhrif á kjör landsmanna, vaxatastig Seðlabankans – og ekki síður á gerð kjarasamninga síðar á árinu. 1. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Greint var frá því að verðbólga hafi aukist gríðarlega og mælist nú 5,7% á ársgrundvelli og hefur ekki verið meiri síðan árið 2012. Margir þættir eru sagðir þar að verki: húsnæðisverð sem aldrei hafi verið hærra, innflutt vara og þjónusta hækkar sökum áhrifa kórónuveirufaraldursins og þjónustugjöld og álög ríkis og sveitarfélaga hækka sömuleiðis. Miðstórn ASÍ segir í ályktun sem hún sendir frá sér að athygli veki að hækkun verðbólgu komi verst við láglaunafólk og þá hópa sem höllum fæti standi í samfélaginu. Í þeim hópi séu einstæðir foreldrar, leigjendur, ungt fólk, innflytjendur, öryrkjar og hluti ellilífeyrisþega. „Þeim fjölgar sem búa við sligandi húsnæðiskostnað vegna vaxtahækkana, áhrifa á verðtryggð lán og vísitölubundna leigusamninga. Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi. Þessa stöðu má rekja til hagstjórnarmistaka stjórnvalda og niðurlagningar húsnæðisbótakerfisins í þeirri mynd sem það var,“ segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. Segja að bönkunum beri að draga úr arðsemiskröfum Hún segist krefjast þess að ríkisstjórnin grípi tafarlaust til aðgerða til að milda höggið fyrir heimilin í landinu. Ríkisstjórnin geri það meðal annars með því að; endurræsa tilfærslukerfin, að minnsta kosti tímabundið, og taka upp vaxtabætur til húsnæðiseigenda, húsaleigubætur fyrir leigjendur og raunverulegan stuðning við barnafjölskyldur; tkaa upp vísitölu til verðtryggingar sem undanskilur húsnæðisliðinn; setja þak á húsaleigu; og ríki og sveitarfélög dragi úr opinberum álögum. Hún segir að samhliða þessu beri bönkunum að draga úr arðsemiskröfu sinni og óhóflegum vaxtamuni til að minnka verðbólguþrýsting. „Verslanir með nauðsynjavöru þurfa jafnframt eftir fremsta megni að halda að sér höndunum í verðhækkunum og fjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, þurfa að gæta hófsemi í arðsemisvæntingum,“ segir í ályktuninni. „Miðstjórn ASÍ krefst þess að stjórnvöld leggi fram aðgerðaáætlun og staðfesti þannig að margnefnd áform þeirra um stöðugleika séu ekki öðru fremur loforð um kyrrstöðu og verkleysi. Ef ekki verður gripið til aðgerða strax mun það leiða til ófremdarástands sem mun hafa rík áhrif á kjaraviðræður næstkomandi vetur.“
Efnahagsmál Kjaramál Húsnæðismál Íslenska krónan Verðlag Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Langflestir telja taumhald peningastefnunnar of laust Mikill meirihluti markaðsaðila á skuldabréfamarkaði telur að taumhald peningastefnu Seðlabanka Íslands sé of laust um þessar mundir, eða 76 prósent aðspurðra, samkvæmt nýrri könnun bankans. Í nóvember var hlutfallið 56 prósent. 2. febrúar 2022 10:32 Stjórnvöld þurfi að grípa hratt inn í ástandið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórnvöld verði að grípa hratt inn í vegna ástandsins á húsnæðismarkaði hér á landi. 31. janúar 2022 20:51 Svanhildur Hólm: Er ASÍ að hvetja til uppsagna? Tólf mánaða verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið hærri í um áratug. Ljóst er að hækkandi verðbólga mun hafa áhrif á kjör landsmanna, vaxatastig Seðlabankans – og ekki síður á gerð kjarasamninga síðar á árinu. 1. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Langflestir telja taumhald peningastefnunnar of laust Mikill meirihluti markaðsaðila á skuldabréfamarkaði telur að taumhald peningastefnu Seðlabanka Íslands sé of laust um þessar mundir, eða 76 prósent aðspurðra, samkvæmt nýrri könnun bankans. Í nóvember var hlutfallið 56 prósent. 2. febrúar 2022 10:32
Stjórnvöld þurfi að grípa hratt inn í ástandið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórnvöld verði að grípa hratt inn í vegna ástandsins á húsnæðismarkaði hér á landi. 31. janúar 2022 20:51
Svanhildur Hólm: Er ASÍ að hvetja til uppsagna? Tólf mánaða verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið hærri í um áratug. Ljóst er að hækkandi verðbólga mun hafa áhrif á kjör landsmanna, vaxatastig Seðlabankans – og ekki síður á gerð kjarasamninga síðar á árinu. 1. febrúar 2022 10:00