Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2022 09:36 Efri hæð hússins sem hermennirnir réðust á er svo gott sem horfin. AP/Ghaith Alsayed Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. Heimamenn segja þrettán borgara hafa fallið í árásinni og þar á meðal sex börn og fjórar konur. Herinn hefur ekkert annað sagt um árásina eða hvert skotmark árásarinnar var eða markmið. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að senda út tilkynningu í dag. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar úr Idlib-héraði Sýrlands stóð árásin yfir í um tvær klukkustundir. Íbúar sem rætt var við segjast hafa séð líkamsparta við húsið sem hermennirnir réðust á. Þeir sögðu árásina hafa verið gerða á þyrlum og að skothríð og sprengingar hafi heyrst frá húsinu. Húsið var tveggja hæða en blaðamaður sem AP sendi á vettvang sagði efri hæðina nánast horfna. Hér má sjá myndband frá húsinu sem tekið var í morgun, eftir árásina. # # _ pic.twitter.com/GXyrr2a2Tw— (@syr_television) February 3, 2022 Þetta ku vera umfangsmesta aðgerð Bandaríkjahers á svæðinu frá því sérsveitarmenn felldu Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins en hann hélt þá til í Idlib. Héraðið er að mestu undir stjórn mismunandi fylkinga uppreisnar- og vígamanna sem margar eru studdar af Tyrklandi. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda eru einnig með mikla viðveru í héraðinu löglausa. Öflugasta fylkingin á svæðinu er Hayat Tahrir al-Sham, sem áður hét Nusra Front og var innan al-Qaeda. Upplýsingar um fjölda þeirra sem dóu í árásinni hafa verið á reiki. Hvítu hjálmarnir svokölluðu, sem eru nokkurs konar björgunarsveit, segja þrettán hafa fallið og þar af sex börn og fjórar konur. Syrian Observatory for Human Rights, eftirlitssamtök sem fylgjast með átökum í Sýrlandi, segja níu hafa fallið í árásinni. Þar á meðal tvö börn og kona. Blaðamaður sem fór á vettvang fyrir AP sagðist hafa séð tólf lík. Innan úr húsinu sem hermennirnir réðust á.AP/Ghaith Alsayed Í frétt Reuters er vitnað í myndband af vettvangi sem sýnir minnst tvö lík barna. Blaðamenn Reuters ræddu við uppreisnarmann af svæðinu sem sagði að maðurinn sem virtist hafa verið skotmark Bandaríkjamanna hefði búið með fjölskyldu sinni í húsinu. #UPDATE US special forces hunted down high-ranking jihadists in a rare airborne raid in northwestern Syria on Thursday, killing 13 people in an operation the Pentagon described as "successful"https://t.co/T0NY4BEahs The scene in Atme after a raid by US special forces pic.twitter.com/q08jWqWAgi— AFP News Agency (@AFP) February 3, 2022 NEW -- U.S. forces & helicopters have opened fire on the surrounded house in Dayr Balut, #Atmeh. Audio clear here:pic.twitter.com/5zDPFSOz5R— Charles Lister (@Charles_Lister) February 2, 2022 Bandaríkin Sýrland Hernaður Tengdar fréttir ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Vígamenn Íslamska ríkisins stinga sífellt oftar upp kollinum í Írak og Sýrlandi. Þó samtökin séu langt frá því að ná fyrri hafa meðlimir samtakanna fyllt upp í tómarúm sem myndast hefur í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi. 2. febrúar 2022 14:35 Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins. 23. janúar 2022 17:07 Sýrlenskur ofursti dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyni Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt sýrlenskan ofursta í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni þar sem hann starfaði í alræmdu fangelsi í sýrlensku höfuðborginni Damaskus við upphaf borgarastyrjaldarinnar. 13. janúar 2022 10:16 Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Heimamenn segja þrettán borgara hafa fallið í árásinni og þar á meðal sex börn og fjórar konur. Herinn hefur ekkert annað sagt um árásina eða hvert skotmark árásarinnar var eða markmið. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að senda út tilkynningu í dag. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar úr Idlib-héraði Sýrlands stóð árásin yfir í um tvær klukkustundir. Íbúar sem rætt var við segjast hafa séð líkamsparta við húsið sem hermennirnir réðust á. Þeir sögðu árásina hafa verið gerða á þyrlum og að skothríð og sprengingar hafi heyrst frá húsinu. Húsið var tveggja hæða en blaðamaður sem AP sendi á vettvang sagði efri hæðina nánast horfna. Hér má sjá myndband frá húsinu sem tekið var í morgun, eftir árásina. # # _ pic.twitter.com/GXyrr2a2Tw— (@syr_television) February 3, 2022 Þetta ku vera umfangsmesta aðgerð Bandaríkjahers á svæðinu frá því sérsveitarmenn felldu Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins en hann hélt þá til í Idlib. Héraðið er að mestu undir stjórn mismunandi fylkinga uppreisnar- og vígamanna sem margar eru studdar af Tyrklandi. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda eru einnig með mikla viðveru í héraðinu löglausa. Öflugasta fylkingin á svæðinu er Hayat Tahrir al-Sham, sem áður hét Nusra Front og var innan al-Qaeda. Upplýsingar um fjölda þeirra sem dóu í árásinni hafa verið á reiki. Hvítu hjálmarnir svokölluðu, sem eru nokkurs konar björgunarsveit, segja þrettán hafa fallið og þar af sex börn og fjórar konur. Syrian Observatory for Human Rights, eftirlitssamtök sem fylgjast með átökum í Sýrlandi, segja níu hafa fallið í árásinni. Þar á meðal tvö börn og kona. Blaðamaður sem fór á vettvang fyrir AP sagðist hafa séð tólf lík. Innan úr húsinu sem hermennirnir réðust á.AP/Ghaith Alsayed Í frétt Reuters er vitnað í myndband af vettvangi sem sýnir minnst tvö lík barna. Blaðamenn Reuters ræddu við uppreisnarmann af svæðinu sem sagði að maðurinn sem virtist hafa verið skotmark Bandaríkjamanna hefði búið með fjölskyldu sinni í húsinu. #UPDATE US special forces hunted down high-ranking jihadists in a rare airborne raid in northwestern Syria on Thursday, killing 13 people in an operation the Pentagon described as "successful"https://t.co/T0NY4BEahs The scene in Atme after a raid by US special forces pic.twitter.com/q08jWqWAgi— AFP News Agency (@AFP) February 3, 2022 NEW -- U.S. forces & helicopters have opened fire on the surrounded house in Dayr Balut, #Atmeh. Audio clear here:pic.twitter.com/5zDPFSOz5R— Charles Lister (@Charles_Lister) February 2, 2022
Bandaríkin Sýrland Hernaður Tengdar fréttir ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Vígamenn Íslamska ríkisins stinga sífellt oftar upp kollinum í Írak og Sýrlandi. Þó samtökin séu langt frá því að ná fyrri hafa meðlimir samtakanna fyllt upp í tómarúm sem myndast hefur í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi. 2. febrúar 2022 14:35 Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins. 23. janúar 2022 17:07 Sýrlenskur ofursti dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyni Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt sýrlenskan ofursta í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni þar sem hann starfaði í alræmdu fangelsi í sýrlensku höfuðborginni Damaskus við upphaf borgarastyrjaldarinnar. 13. janúar 2022 10:16 Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Vígamenn Íslamska ríkisins stinga sífellt oftar upp kollinum í Írak og Sýrlandi. Þó samtökin séu langt frá því að ná fyrri hafa meðlimir samtakanna fyllt upp í tómarúm sem myndast hefur í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi. 2. febrúar 2022 14:35
Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins. 23. janúar 2022 17:07
Sýrlenskur ofursti dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyni Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt sýrlenskan ofursta í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni þar sem hann starfaði í alræmdu fangelsi í sýrlensku höfuðborginni Damaskus við upphaf borgarastyrjaldarinnar. 13. janúar 2022 10:16
Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31