Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Þór Þ. 88-90| Þór Þorlákshöfn vann í háspennuleik Andri Már Eggertsson skrifar 4. febrúar 2022 21:00 Glynn Watson og félagar fögnuðu sigri í TM-hellinum Vísir/Bára Dröfn Íslandsmeistararnir frá Þorlákshöfn enduðu þriggja leikja sigurgöngu ÍR með tveggja stiga sigri 88-90 í háspennuleik. ÍR kom inn í leikinn með sjálfstraustið í botni eftir þrjá sigurleiki í röð. Heimamenn gerðu fyrstu tvær körfurnar í leiknum og braust út mikill fögnuður hjá Ghetto Hooligans sem hafa lítið fengið að styðja sitt lið vegna áhorfendabanns. Það var mikið jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta. Gestirnir náðu að vera skrefinu á undan þegar leið á leikhlutann og voru þremur stigum yfir þegar leikhlutanum lauk 20-23. Íslandsmeistararnir sýndu frábæra takta í öðrum leikhluta en þrjóskir ÍR-ingar gáfu þeim aldrei tækifæri á að keyra yfir sig og stinga af. Þrátt fyrir góða spretti hjá ÍR fór Þór Þorlákshöfn með sex stiga forskot til búningsherbergja í hálfleik 45-51. Glynn Watson setti upp sýningu í fyrri hálfleik og átti ÍR engin svör við hans leik hvort sem hann keyrði á körfuna eða skaut þristum. Glynn Watson endaði með 27 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á sautján og hálfri mínútu í fyrri hálfleik. ÍR mætti með mikla orku inn í síðari hálfleik og spilaði frábærlega lengst af í þriðja leikhluta. Í stöðunni 62-64 fóru ÍR-ingar illa að ráði sínu og fóru að kasta bolta klaufalega frá sér. Daniel Mortensen endaði þriðja leikhluta á að setja niður þriggja stiga körfu frá miðbænum sem var þungur hnífur fyrir heimamenn. Kyle Johnson, nýjasti leikmaður Þórs Þorlákshafnar, spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. Kyle hefur áður spilað á Íslandi þar sem hann lék með Stjörnunni tímabilið 2019-2020. Kyle spilað tæplega fimmtán mínútur í kvöld og skoraði 9 stig og tók 5 fráköst. Í 4. leikhluta komst ÍR yfir 81-80 þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Liðin skiptust á körfum undir á síðustu mínútunum og var spennustigið í TM-hellinum ansi hátt. Í stöðunni 88-90 klikkaði Glynn Watson sem gaf ÍR tækifæri til að jafna leikinn á tæplega sautján sekúndum. Heimamenn fóru afar illa með gott tækifæri þar sem þeim tókst ekki að ná skoti á körfuna og rann tíminn út á endanum. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Það voru aðeins tvö stig sem skildu liðin að á endanum. Síðustu þrjár sóknir ÍR-inga klikkuðu þeir á þriggja stiga skoti, töpuðu boltanum og drippluðu leikinn út þar sem þeir komu ekki skoti á körfuna. Hverjir stóðu upp úr? Glynn Watson átti frammistöðu í fyrri hálfleik sem ég mun seint gleyma. Glynn skoraði 27 stig á sautján og hálfri mínútu. Hann endaði leikinn með 39 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar. Jordan Semple var allt í öllu hjá ÍR. Jordan skoraði 24 stig, tók 12 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og skilaði 41 framlagspunktum. Hvað gekk illa? Í stöðunni 88-89 voru ÍR-ingar sjálfum sér verstir sóknarlega. Á tæplega níutíu sekúndum fékk ÍR þrjár sóknir sem þeim tókst ekki að gera stig í. Þarna vantaði afgerandi mann sem hefði tekið af skarið. Það er ekki á hverjum degi sem Davíð Arnar Ágústsson og Ragnar Örn Bragason eru stigalausir í sama leiknum. Hvað gerist næst? Þór Þorlákshöfn fær Keflavík í heimsókn næsta föstudag klukkan 20:15. Næsta fimmtudag fer ÍR norður og mætir Þór Akureyri klukkan 19:00. Friðrik Ingi: Lærði mikið um liðið mitt í kvöld Friðrik Ingi Rúnarsson var svekktur með tap kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari ÍR, var afar svekktur með naumt tap gegn Þór Þorlákshöfn. „Í kvöld voru tvö góð lið að eigast við. Mér hefði ekki fundist það ósanngjarnt hefðum við unnið leikinn á lokasprettinum en það tókst ekki,“ sagði Friðrik Ingi svekktur. „Glynn Watson hitti mjög vel í fyrri hálfleik og við breyttum um áherslur í vörninni í seinni hálfleik. Mér fannst þó við aldrei vera að fara tapa þessum leik út af hans framlagi þar sem aðrir voru ekki að skora.“ Friðrik Ingi er ekki búinn að vera lengi í starfi sem þjálfari ÍR og lærði hann mikið á leik kvöldsins. „Ég lærði mikið um mitt lið á þessum leik sem við höfðum ekki prófað áður en þrátt fyrir það fannst mér það ganga upp og við komumst inn í leikinn hægt og rólega.“ ÍR vann síðari hálfleik og voru lokamínúturnar æsispennandi þar sem Friðrik Ingi var ánægður með vörnina. „Vörnin okkar var betri sem skilaði sér í körfum á hinum enda vallarins. Mér fannst sóknarleikurinn hjá báðum liðum oft bara spurning um frekju. Þetta var leikur sem gat dottið báðu megin og þetta datt Þórs megin í kvöld,“ sagði Friðrik Ingi að lokum. Subway-deild karla ÍR Þór Þorlákshöfn
Íslandsmeistararnir frá Þorlákshöfn enduðu þriggja leikja sigurgöngu ÍR með tveggja stiga sigri 88-90 í háspennuleik. ÍR kom inn í leikinn með sjálfstraustið í botni eftir þrjá sigurleiki í röð. Heimamenn gerðu fyrstu tvær körfurnar í leiknum og braust út mikill fögnuður hjá Ghetto Hooligans sem hafa lítið fengið að styðja sitt lið vegna áhorfendabanns. Það var mikið jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta. Gestirnir náðu að vera skrefinu á undan þegar leið á leikhlutann og voru þremur stigum yfir þegar leikhlutanum lauk 20-23. Íslandsmeistararnir sýndu frábæra takta í öðrum leikhluta en þrjóskir ÍR-ingar gáfu þeim aldrei tækifæri á að keyra yfir sig og stinga af. Þrátt fyrir góða spretti hjá ÍR fór Þór Þorlákshöfn með sex stiga forskot til búningsherbergja í hálfleik 45-51. Glynn Watson setti upp sýningu í fyrri hálfleik og átti ÍR engin svör við hans leik hvort sem hann keyrði á körfuna eða skaut þristum. Glynn Watson endaði með 27 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á sautján og hálfri mínútu í fyrri hálfleik. ÍR mætti með mikla orku inn í síðari hálfleik og spilaði frábærlega lengst af í þriðja leikhluta. Í stöðunni 62-64 fóru ÍR-ingar illa að ráði sínu og fóru að kasta bolta klaufalega frá sér. Daniel Mortensen endaði þriðja leikhluta á að setja niður þriggja stiga körfu frá miðbænum sem var þungur hnífur fyrir heimamenn. Kyle Johnson, nýjasti leikmaður Þórs Þorlákshafnar, spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. Kyle hefur áður spilað á Íslandi þar sem hann lék með Stjörnunni tímabilið 2019-2020. Kyle spilað tæplega fimmtán mínútur í kvöld og skoraði 9 stig og tók 5 fráköst. Í 4. leikhluta komst ÍR yfir 81-80 þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Liðin skiptust á körfum undir á síðustu mínútunum og var spennustigið í TM-hellinum ansi hátt. Í stöðunni 88-90 klikkaði Glynn Watson sem gaf ÍR tækifæri til að jafna leikinn á tæplega sautján sekúndum. Heimamenn fóru afar illa með gott tækifæri þar sem þeim tókst ekki að ná skoti á körfuna og rann tíminn út á endanum. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Það voru aðeins tvö stig sem skildu liðin að á endanum. Síðustu þrjár sóknir ÍR-inga klikkuðu þeir á þriggja stiga skoti, töpuðu boltanum og drippluðu leikinn út þar sem þeir komu ekki skoti á körfuna. Hverjir stóðu upp úr? Glynn Watson átti frammistöðu í fyrri hálfleik sem ég mun seint gleyma. Glynn skoraði 27 stig á sautján og hálfri mínútu. Hann endaði leikinn með 39 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar. Jordan Semple var allt í öllu hjá ÍR. Jordan skoraði 24 stig, tók 12 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og skilaði 41 framlagspunktum. Hvað gekk illa? Í stöðunni 88-89 voru ÍR-ingar sjálfum sér verstir sóknarlega. Á tæplega níutíu sekúndum fékk ÍR þrjár sóknir sem þeim tókst ekki að gera stig í. Þarna vantaði afgerandi mann sem hefði tekið af skarið. Það er ekki á hverjum degi sem Davíð Arnar Ágústsson og Ragnar Örn Bragason eru stigalausir í sama leiknum. Hvað gerist næst? Þór Þorlákshöfn fær Keflavík í heimsókn næsta föstudag klukkan 20:15. Næsta fimmtudag fer ÍR norður og mætir Þór Akureyri klukkan 19:00. Friðrik Ingi: Lærði mikið um liðið mitt í kvöld Friðrik Ingi Rúnarsson var svekktur með tap kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari ÍR, var afar svekktur með naumt tap gegn Þór Þorlákshöfn. „Í kvöld voru tvö góð lið að eigast við. Mér hefði ekki fundist það ósanngjarnt hefðum við unnið leikinn á lokasprettinum en það tókst ekki,“ sagði Friðrik Ingi svekktur. „Glynn Watson hitti mjög vel í fyrri hálfleik og við breyttum um áherslur í vörninni í seinni hálfleik. Mér fannst þó við aldrei vera að fara tapa þessum leik út af hans framlagi þar sem aðrir voru ekki að skora.“ Friðrik Ingi er ekki búinn að vera lengi í starfi sem þjálfari ÍR og lærði hann mikið á leik kvöldsins. „Ég lærði mikið um mitt lið á þessum leik sem við höfðum ekki prófað áður en þrátt fyrir það fannst mér það ganga upp og við komumst inn í leikinn hægt og rólega.“ ÍR vann síðari hálfleik og voru lokamínúturnar æsispennandi þar sem Friðrik Ingi var ánægður með vörnina. „Vörnin okkar var betri sem skilaði sér í körfum á hinum enda vallarins. Mér fannst sóknarleikurinn hjá báðum liðum oft bara spurning um frekju. Þetta var leikur sem gat dottið báðu megin og þetta datt Þórs megin í kvöld,“ sagði Friðrik Ingi að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum