Menning

Mistökin sem urðu að einhverju geggjuðu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Listakonan Saga Sig segir mistökin í listsköpuninni oft kalla fram eitthvað gott
Listakonan Saga Sig segir mistökin í listsköpuninni oft kalla fram eitthvað gott Vilhelm Gunnarsson/Vísir

Listakonan Saga Sigurðardóttir var viðmælandi í þriðja þætti vefseríunnar KÚNST.

Þar ræðir hún um listina og lífið sem flæða óaðskiljanleg saman hjá Sögu, sem er lærður tískuljósmyndari og hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir abstrakt málverk sín. 

Saga segir dulvitundina stjórna sér svolítið í listsköpuninni og það sé erfitt að stjórna nákvæmlega því ferli sem á sér stað á meðan hún málar. Stundum langi hana til dæmis að gera eitthvað ákveðið út frá öðru verki sem hún er ánægð með.

„Ef ég reyni að gera eitthvað annað eins verk þá tekst það aldrei. En það kemur eitthvað annað gott úr einhverjum mistökum. Þetta verður eitthvað svona ferli,“ segir Saga sem leggur áherslu á að fylgja flæðinu. 

 „Mér líður oft eins og ekkert sé að gerast hjá mér og allt sé eitthvað ómögulegt. 

Svo geri ég eitthvað smá, einhver mistök og eitthvað öðruvísi og þá kemur eitthvað geggjað.“

Hér má sjá viðtalið við Sögu í heild sinni:

Klippa: KÚNST - Saga Sigurðardóttir

Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×