Rangnick: „Getum aðeins kennt sjálfum okkur um“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 09:01 Rangnick gengur til búningsherbergja meðan Juan Mata reynir að hugga Anthony Elanga. Táningurinn var eini leikmaðurinn sem brenndi af víti í vítaspyrnukeppninni. Alex Livesey/Getty Images Ralf Rangnick var vægast sagt ósáttur með færanýtingu sinna manna er Manchester United féll úr leik í FA-bikarnum eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn B-deildarliði Middlesbrough. Man United óð í færum í fyrri hálfleik en tókst aðeins að koma boltanum einu sinni í netið. Gestirnir frá Middlesbrough sköpuðu sér ekki nálægt því jafn mörg færi en tókst sömuleiðis að koma boltanum einu sinni í netið og unnu svo í vítaspyrnukeppni. Rangnick segir sína menn aðeins geta kennt sjálfum sér um hvernig fór. „Við hefðum átt að vera 3-0 yfir í hálfleik og meira að segja í síðari hálfleik klúðruðum við frábærum marktækifærum, meira að segja eftir að þeir skoruðu mark sem átti alls ekki að standa,“ sagði sá þýski eftir leik. „Færið hans Bruno (Fernandes) var nánast eins og vítaspyrna svo við verðum að kenna okkur sjálfum um fyrir að klúðra mýmörgum færum í leiknum. Á endanum fer þetta í vítaspyrnu þar sem það þarf alltaf smá heppni, svo við erum allir mjög vonsviknir.“ Cavani og Lingard voru ekki í leikmannahóp Man Utd „Hann spilaði fyrir Úrúgvæ á miðvikudag. Það hefði aldrei gengið að hafa hann í hóp í kvöld,“ sagði Rangnick um fjarveru Edinson Cavani í leik gærkvöldsins. „Auðvitað hefði ég elskað að hafa Jesse (Lingard) í hópnum. Okkur vantar útileikmann á skýrsluna í dag, af hverju ætti ég að gefa honum fjögurra til fimm daga frí. Ég hefði elskað að hafa hann með okkur í dag en það var ekki málið. Það þýðir ekki að ræða um leikmenn sem voru ekki hér,“ sagði Rangnick en samkvæmt honum vildi Lingard fá nokkurra daga frí eftir stjórn Man United kom í veg fyrir að hann færi til Newcastle United á láni. Lingard sjálfur hefur gefið til kynna að félagið hafi sent hann í fjögurra til fimm daga frí. The club advised me to have time off due to personal reasons! But my headspace is clear and I ll always be professional when called upon and give 100 percent— Jesse Lingard (@JesseLingard) February 3, 2022 Hvað sem því líður er ljóst að Man United er dottið út úr FA-bikarnum og þar með má segja að þeirra eini raunsæi möguleiki á titli í ár hafi runnið út í sandinn. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira
Man United óð í færum í fyrri hálfleik en tókst aðeins að koma boltanum einu sinni í netið. Gestirnir frá Middlesbrough sköpuðu sér ekki nálægt því jafn mörg færi en tókst sömuleiðis að koma boltanum einu sinni í netið og unnu svo í vítaspyrnukeppni. Rangnick segir sína menn aðeins geta kennt sjálfum sér um hvernig fór. „Við hefðum átt að vera 3-0 yfir í hálfleik og meira að segja í síðari hálfleik klúðruðum við frábærum marktækifærum, meira að segja eftir að þeir skoruðu mark sem átti alls ekki að standa,“ sagði sá þýski eftir leik. „Færið hans Bruno (Fernandes) var nánast eins og vítaspyrna svo við verðum að kenna okkur sjálfum um fyrir að klúðra mýmörgum færum í leiknum. Á endanum fer þetta í vítaspyrnu þar sem það þarf alltaf smá heppni, svo við erum allir mjög vonsviknir.“ Cavani og Lingard voru ekki í leikmannahóp Man Utd „Hann spilaði fyrir Úrúgvæ á miðvikudag. Það hefði aldrei gengið að hafa hann í hóp í kvöld,“ sagði Rangnick um fjarveru Edinson Cavani í leik gærkvöldsins. „Auðvitað hefði ég elskað að hafa Jesse (Lingard) í hópnum. Okkur vantar útileikmann á skýrsluna í dag, af hverju ætti ég að gefa honum fjögurra til fimm daga frí. Ég hefði elskað að hafa hann með okkur í dag en það var ekki málið. Það þýðir ekki að ræða um leikmenn sem voru ekki hér,“ sagði Rangnick en samkvæmt honum vildi Lingard fá nokkurra daga frí eftir stjórn Man United kom í veg fyrir að hann færi til Newcastle United á láni. Lingard sjálfur hefur gefið til kynna að félagið hafi sent hann í fjögurra til fimm daga frí. The club advised me to have time off due to personal reasons! But my headspace is clear and I ll always be professional when called upon and give 100 percent— Jesse Lingard (@JesseLingard) February 3, 2022 Hvað sem því líður er ljóst að Man United er dottið út úr FA-bikarnum og þar með má segja að þeirra eini raunsæi möguleiki á titli í ár hafi runnið út í sandinn. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira