Markviss uppbygging íbúðarhúsnæðis greiðir fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 5. febrúar 2022 11:01 Ekkert sveitarfélag á landinu hefur lagt jafn mikla áherslu á að skapa umgjörð fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifis húsnæðis fyrir jafn fjölbreytta hópa eins og Reykjavík. Meirihlutinn í borginni hefur leitt þær breytingar á meðan sveitarfélögin í Kraganum hafa varla lyft litla fingri í húsnæðismálum. Á liðnum árum hafa verið byggðar 2.500 - 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir, 600 íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur og leigueiningum Félagsbústaða hefur verið fjölgað um 600. Þannig hefur Samfylkingin síðustu þrjú kjörtímabil, og meirihlutinn í Reykjavík, unnið markvisst að því að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis fyrir alla hópa samfélagsins. Blönduð byggð með félagslegum fjölbreytileika innan hverfa borgarinnar er tryggð í Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar og Aðalskipulagi borgarinnar til 2040. Þar er miðað við að 25% íbúða í hverfum borgarinnar verði í blandaðri byggð íbúða eins og leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, búseturéttaríbúðir, félagslegar leiguíbúðir, íbúðir fyrir aldraða eða húsnæði fyrir fatlað fólk. Þúsundir slíkra íbúða hafa risið á undanförnum árum og þannig höfum við tryggt meira jafnræði á húsnæðismarkaði. Pólitísk ákvörðun Til að stuðla að heilbrigðri húsnæðismarkaði hefur verið ákveðið að stefna að enn frekar uppbyggingu á næstu tíu árum með 2.500 - 3.000 nýjum íbúðum ofan á það sem nú þegar hefur verið byggt. Það er pólitísk ákvörðun að velja uppbyggingu með óhagnaðardrifnum aðilum. Það er margt framundan í húsnæðismálum í Reykjavík en á myndinni má sjá samþykkt byggingarleyfi fyrir fjölda íbúða eftir árum. Ekki verður um villst að við erum á stödd á stærsta og lengsta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar. Talað í kross Á liðnu kjörtímabili hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 16.000. Þar af Reykvíkingum um 7.500. Með hverjum 4.000 nýjum íbúum fylgja um 3.000 bílar. Þetta þýðir að á einu kjörtímabili hafa bæst við 12.000 bílar á höfuðborgarsvæðinu. Margir íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur sækja vinnu eða skóla til borgarinnar og hefur þessi bílaaukning því sín áhrif á umferðarþunga í borginni. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, kallað eftir því í grein í vikunni að byggt verði í landi Keldna og í Örfirisey. Það er engu líkara en að hún hafi misst af því að ríkið á Keldnaland og hefur ekki aðeins lagt það til Betri samgangna, sem er sameiginlegt fyrirtæki ríkis, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar Hafnarfjarðarkaupstaðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar, heldur líka lagt á það áherslu að svæðið verði þróað fyrir byggð samhliða uppbyggingu Borgarlínu. Ástæðan fyrir þessari röð framkvæmda er ósköp einföld. Hvorki Ártúnsbrekka né Miklabraut þolir fleiri bíla í dag, hvað þá þann fjölda sem fylgir byggð á Keldnum. Milli 3.000-4.000 viðbótar bílar færu daglega um Ártúnsbrekku ef farið væri strax í nýja byggð í Keldnalandi eins og Hildur og Sjálfstæðisflokkurinn í borginni sjá fyrir sér. Hitt er svo annað mál að það verður byggt í Keldnalandi þegar þar að kemur enda gerir uppbygging Borgarlínu beinlínis ráð fyrir því. Margklofinn Sjálfstæðisflokkur Það er óneitanlega furðulegt að horfa upp á hversu borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er margklofinn í afstöðu sinni til Borgarlínu. Hann greiðir ýmist atkvæði með henni eða á móti og enginn veit hver stefna flokksins er á hverjum tíma. Á meðan Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkið með fullan stuðning úr ríkisstjórn, stýrt úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu, standa saman um Borgarlínu, stendur Sjálfstæðisflokkurinn í borginni eins og eyland, yfirgefinn og óstjórntækur. Ódýr eru kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í borginni sem þarf samhliða að upplýsa kjósendur sína um að tafatíminn í umferðinni mun ekki lagast með 4.000 fleiri bílum, heldur þvert á móti munu nýir íbúar Keldnalands sitja fastir í umferðinni. Horfum á heildarmyndina. Þegar Borgarlína mætir upp í Keldnaholt skapast grundvöllur til að byggja upp Keldnaland til framtíðar. Fyrr er það í senn ótímabært og óskynsamlegt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, varamaður í samgöngu - og skipulagsráði, formaður íbúaráðsins í Breiðholti og sækist eftir 4.- 6. sæti í flokksvali sem fer fram 12.-13. febrúar nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Skipulag Fasteignamarkaður Húsnæðismál Samgöngur Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ekkert sveitarfélag á landinu hefur lagt jafn mikla áherslu á að skapa umgjörð fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifis húsnæðis fyrir jafn fjölbreytta hópa eins og Reykjavík. Meirihlutinn í borginni hefur leitt þær breytingar á meðan sveitarfélögin í Kraganum hafa varla lyft litla fingri í húsnæðismálum. Á liðnum árum hafa verið byggðar 2.500 - 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir, 600 íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur og leigueiningum Félagsbústaða hefur verið fjölgað um 600. Þannig hefur Samfylkingin síðustu þrjú kjörtímabil, og meirihlutinn í Reykjavík, unnið markvisst að því að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis fyrir alla hópa samfélagsins. Blönduð byggð með félagslegum fjölbreytileika innan hverfa borgarinnar er tryggð í Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar og Aðalskipulagi borgarinnar til 2040. Þar er miðað við að 25% íbúða í hverfum borgarinnar verði í blandaðri byggð íbúða eins og leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, búseturéttaríbúðir, félagslegar leiguíbúðir, íbúðir fyrir aldraða eða húsnæði fyrir fatlað fólk. Þúsundir slíkra íbúða hafa risið á undanförnum árum og þannig höfum við tryggt meira jafnræði á húsnæðismarkaði. Pólitísk ákvörðun Til að stuðla að heilbrigðri húsnæðismarkaði hefur verið ákveðið að stefna að enn frekar uppbyggingu á næstu tíu árum með 2.500 - 3.000 nýjum íbúðum ofan á það sem nú þegar hefur verið byggt. Það er pólitísk ákvörðun að velja uppbyggingu með óhagnaðardrifnum aðilum. Það er margt framundan í húsnæðismálum í Reykjavík en á myndinni má sjá samþykkt byggingarleyfi fyrir fjölda íbúða eftir árum. Ekki verður um villst að við erum á stödd á stærsta og lengsta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar. Talað í kross Á liðnu kjörtímabili hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 16.000. Þar af Reykvíkingum um 7.500. Með hverjum 4.000 nýjum íbúum fylgja um 3.000 bílar. Þetta þýðir að á einu kjörtímabili hafa bæst við 12.000 bílar á höfuðborgarsvæðinu. Margir íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur sækja vinnu eða skóla til borgarinnar og hefur þessi bílaaukning því sín áhrif á umferðarþunga í borginni. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, kallað eftir því í grein í vikunni að byggt verði í landi Keldna og í Örfirisey. Það er engu líkara en að hún hafi misst af því að ríkið á Keldnaland og hefur ekki aðeins lagt það til Betri samgangna, sem er sameiginlegt fyrirtæki ríkis, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar Hafnarfjarðarkaupstaðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar, heldur líka lagt á það áherslu að svæðið verði þróað fyrir byggð samhliða uppbyggingu Borgarlínu. Ástæðan fyrir þessari röð framkvæmda er ósköp einföld. Hvorki Ártúnsbrekka né Miklabraut þolir fleiri bíla í dag, hvað þá þann fjölda sem fylgir byggð á Keldnum. Milli 3.000-4.000 viðbótar bílar færu daglega um Ártúnsbrekku ef farið væri strax í nýja byggð í Keldnalandi eins og Hildur og Sjálfstæðisflokkurinn í borginni sjá fyrir sér. Hitt er svo annað mál að það verður byggt í Keldnalandi þegar þar að kemur enda gerir uppbygging Borgarlínu beinlínis ráð fyrir því. Margklofinn Sjálfstæðisflokkur Það er óneitanlega furðulegt að horfa upp á hversu borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er margklofinn í afstöðu sinni til Borgarlínu. Hann greiðir ýmist atkvæði með henni eða á móti og enginn veit hver stefna flokksins er á hverjum tíma. Á meðan Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkið með fullan stuðning úr ríkisstjórn, stýrt úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu, standa saman um Borgarlínu, stendur Sjálfstæðisflokkurinn í borginni eins og eyland, yfirgefinn og óstjórntækur. Ódýr eru kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í borginni sem þarf samhliða að upplýsa kjósendur sína um að tafatíminn í umferðinni mun ekki lagast með 4.000 fleiri bílum, heldur þvert á móti munu nýir íbúar Keldnalands sitja fastir í umferðinni. Horfum á heildarmyndina. Þegar Borgarlína mætir upp í Keldnaholt skapast grundvöllur til að byggja upp Keldnaland til framtíðar. Fyrr er það í senn ótímabært og óskynsamlegt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, varamaður í samgöngu - og skipulagsráði, formaður íbúaráðsins í Breiðholti og sækist eftir 4.- 6. sæti í flokksvali sem fer fram 12.-13. febrúar nk.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun