Leita í kappi við tímann með kafbáti og drónum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. febrúar 2022 10:00 Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar kemur kafbát Gavia út í Þingvallavatn. vísir/vilhelm Leit að þeim fjórum sem voru um borð í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni hófst aftur í morgun. Leitað er á vatninu og við það og nú er séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar að mæta á svæðið til að leita í því með kafbáti. Ofsaveður skellur á við svæðið í nótt. Þegar kafbátur var sendur niður að flaki flugvélarinnar seinni partinn í gær til að kanna aðstæður nánar kom í ljós að enginn þeirra fjögurra sem höfðu verið um borð í henni væri þar. Að sögn lögreglu er ljóst að fólkið hefur komist úr vélinni af sjálfsdáðum eftir að hún lenti í vatninu en slysstaðurinn er um einn kílómetri frá landi þar sem styst er. Gæslan kölluð út „Það verður mesti þunginn við sunnanvert vatnið. Það verða gönguhópar, bátar og drónar. Og þetta fer náttúrulega svolítið eftir veðri,“ segir Elín Jóhannsdóttir, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hefur einnig verið kölluð út á staðinn en hún sérhæfir sig í neðansjávarbjörgun. Hún mun stýra leit með kafbát fyrirtækisins Gavia líkt og hún hefur gert undanfarna daga. „Það verður gengið á fæti við bakka vatnsins þarna í Ölfusvatnsvík og svo er náttúrulega reynt að leita líka úti á vatninu,“ segir Elín. Lítill veðurgluggi „Við verðum að nota þann veðurglugga sem við höfum. Mér skilst að veðrið eigi að versna mjög með kvöldinu,“ segir hún. Gul veðurviðvörun tekur gildi á svæðinu klukkan tvö í nótt vegna suðaustanstorms og hríðar. Viðvörunin verður síðan appelsínugul klukkan fjögur í nótt þegar gert er ráð fyrir ofsaveðri á svæðinu. Ljóst er að ekki verður leitað við þær aðstæður. Veður skánar síðan aftur eitthvað í skamma stund á morgun áður en gul veðurviðvörun tekur aftur gildi annað kvöld. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þegar kafbátur var sendur niður að flaki flugvélarinnar seinni partinn í gær til að kanna aðstæður nánar kom í ljós að enginn þeirra fjögurra sem höfðu verið um borð í henni væri þar. Að sögn lögreglu er ljóst að fólkið hefur komist úr vélinni af sjálfsdáðum eftir að hún lenti í vatninu en slysstaðurinn er um einn kílómetri frá landi þar sem styst er. Gæslan kölluð út „Það verður mesti þunginn við sunnanvert vatnið. Það verða gönguhópar, bátar og drónar. Og þetta fer náttúrulega svolítið eftir veðri,“ segir Elín Jóhannsdóttir, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hefur einnig verið kölluð út á staðinn en hún sérhæfir sig í neðansjávarbjörgun. Hún mun stýra leit með kafbát fyrirtækisins Gavia líkt og hún hefur gert undanfarna daga. „Það verður gengið á fæti við bakka vatnsins þarna í Ölfusvatnsvík og svo er náttúrulega reynt að leita líka úti á vatninu,“ segir Elín. Lítill veðurgluggi „Við verðum að nota þann veðurglugga sem við höfum. Mér skilst að veðrið eigi að versna mjög með kvöldinu,“ segir hún. Gul veðurviðvörun tekur gildi á svæðinu klukkan tvö í nótt vegna suðaustanstorms og hríðar. Viðvörunin verður síðan appelsínugul klukkan fjögur í nótt þegar gert er ráð fyrir ofsaveðri á svæðinu. Ljóst er að ekki verður leitað við þær aðstæður. Veður skánar síðan aftur eitthvað í skamma stund á morgun áður en gul veðurviðvörun tekur aftur gildi annað kvöld.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira