Bikarmeistarar Leicester úr leik eftir afhroð í Skírisskógi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2022 18:01 Joe Worrall að stanga knöttinn í netið. Alex Livesey/Getty Images Nottingham Forest frá Skírisskógi gerði sér lítið fyrir og pakkaði bikarmeisturum Leicester City saman í 32-liða úrslitum FA-bikarsins. Lokatölur í Nottingham 4-1 heimamönnum í vil. Nottingham Forest voru sýnd veiði en ekki gefin fyrir bikarmeistara Leicester eftir að hafa slegið Arsenal út í 3. umferð FA-bikarsins. Þó Brendan Rodgers, þjálfari Leicester, hafi gert nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu óraði engum fyrir hvernig leikur dagsins myndi þróast. Tvö mörk með stuttu millibili um miðbik fyrri hálfleiks lögðu grunninn að frábærum sigri Forest. Hinn danski Philip Zinckernagel kom heimamönnum yfir eftir að boltinn barst til hans eftir skalla Keinan Davis á 23. mínútu leiksins. The City Ground has erupted Could @NFFC be about to upset the holders #EmiratesFACup pic.twitter.com/HxEdIvoDF6— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Örskömmu síðar var staðan orðin 2-0. Heimamenn unnu boltann strax eftir miðju bikarmeistaranna og allt í einu var Brennan Johnson óvænt einn gegn Danny Ward, markverði Leicester, hann skoraði af öryggi og stuðningsfólk heimamanan ærðist af fögnuði. IT'S THE STAR BOY Brennan Johnson has scored straight from kick-off! @NFFC #EmiratesFACup pic.twitter.com/gQMZoxyBln— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Ekki löngu síðar, eða á 32. mínútu leiksins, var staðan orðin 3-0. Að þessu sinni var það Joe Worrall sem var réttur maður á réttum stað eftir hornspyrnu James Garner. Skömmu fyrir hálfleik fengu gestirnir líflínu eftir að Brice Samba, markvörður Forest, fór í skógarhlaup og Kelechi Iheanacho náði að renna boltanum í netið, staðan 3-1 í hálfleik. Squeezed in from a tight angle by @67Kelechi #EmiratesFACup pic.twitter.com/LhFZjY3S6C— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Sú litla von sem Leicester hafði hvarf eftir klukkutíma leik. Djed Spence skoraði þá eftir frábæra stungusendingu Zinckernagel og staðan orðin 4-1. ARE YOU NOT ENTERTAINED!?@DjedSpence is a special player.#EmiratesFACup pic.twitter.com/4nUgW7zaSB— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Reyndust það lokatölur leiksins og Nottingham Forest komið áfram í 16-liða úrslit FA-bikarsins þar sem liðið mætir Huddersfield Town. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dregið í 16-liða úrslit FA-bikarsins: Chelsea og City heimsækja B-deildarlið Nú rétt í þessu var dregið í fimmtu umferð elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarsins. Nokkrar áhugaverðar viðureignir eru á dagskrá, en 16-liða úrslitin bjóða í mesta lagi upp á tvo úrvalsdeildarslagi. 6. febrúar 2022 11:59 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Nottingham Forest voru sýnd veiði en ekki gefin fyrir bikarmeistara Leicester eftir að hafa slegið Arsenal út í 3. umferð FA-bikarsins. Þó Brendan Rodgers, þjálfari Leicester, hafi gert nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu óraði engum fyrir hvernig leikur dagsins myndi þróast. Tvö mörk með stuttu millibili um miðbik fyrri hálfleiks lögðu grunninn að frábærum sigri Forest. Hinn danski Philip Zinckernagel kom heimamönnum yfir eftir að boltinn barst til hans eftir skalla Keinan Davis á 23. mínútu leiksins. The City Ground has erupted Could @NFFC be about to upset the holders #EmiratesFACup pic.twitter.com/HxEdIvoDF6— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Örskömmu síðar var staðan orðin 2-0. Heimamenn unnu boltann strax eftir miðju bikarmeistaranna og allt í einu var Brennan Johnson óvænt einn gegn Danny Ward, markverði Leicester, hann skoraði af öryggi og stuðningsfólk heimamanan ærðist af fögnuði. IT'S THE STAR BOY Brennan Johnson has scored straight from kick-off! @NFFC #EmiratesFACup pic.twitter.com/gQMZoxyBln— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Ekki löngu síðar, eða á 32. mínútu leiksins, var staðan orðin 3-0. Að þessu sinni var það Joe Worrall sem var réttur maður á réttum stað eftir hornspyrnu James Garner. Skömmu fyrir hálfleik fengu gestirnir líflínu eftir að Brice Samba, markvörður Forest, fór í skógarhlaup og Kelechi Iheanacho náði að renna boltanum í netið, staðan 3-1 í hálfleik. Squeezed in from a tight angle by @67Kelechi #EmiratesFACup pic.twitter.com/LhFZjY3S6C— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Sú litla von sem Leicester hafði hvarf eftir klukkutíma leik. Djed Spence skoraði þá eftir frábæra stungusendingu Zinckernagel og staðan orðin 4-1. ARE YOU NOT ENTERTAINED!?@DjedSpence is a special player.#EmiratesFACup pic.twitter.com/4nUgW7zaSB— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Reyndust það lokatölur leiksins og Nottingham Forest komið áfram í 16-liða úrslit FA-bikarsins þar sem liðið mætir Huddersfield Town. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dregið í 16-liða úrslit FA-bikarsins: Chelsea og City heimsækja B-deildarlið Nú rétt í þessu var dregið í fimmtu umferð elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarsins. Nokkrar áhugaverðar viðureignir eru á dagskrá, en 16-liða úrslitin bjóða í mesta lagi upp á tvo úrvalsdeildarslagi. 6. febrúar 2022 11:59 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Dregið í 16-liða úrslit FA-bikarsins: Chelsea og City heimsækja B-deildarlið Nú rétt í þessu var dregið í fimmtu umferð elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarsins. Nokkrar áhugaverðar viðureignir eru á dagskrá, en 16-liða úrslitin bjóða í mesta lagi upp á tvo úrvalsdeildarslagi. 6. febrúar 2022 11:59