Sævar býður sig fram til formanns KSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2022 14:11 Sævar Pétursson er framkvæmdastjóri KA. Sævar Pétursson hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Kosið verður til formanns á ársþingi KSÍ 26. febrúar. Auk Sævars er Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í framboði. „Síðustu vikur hef ég fengið fjölda áskorana um að bjóða mig fram til formanns KSÍ og eftir að hafa íhugað málið síðustu daga, er niðurstaða mín sú að gefa kost á mér í embættið, ekki síst með það að leiðarljósi að setja fótboltann aftur í fyrsta sætið hjá KSÍ og efla samskiptin við félögin í landinu,“ segir í fréttatilkynningu frá Sævari. „Ég hef gegnt stöðu framkvæmdastjóra KA frá árinu 2011, þekki íslenska knattspyrnu afar vel, enda hef ég lifað og hrærst í íþróttahreyfingunni frá blautu barnsbeini og mun reynsla mín og þekking vondandi nýtast KSÍ vel.“ Meðal stefnumála Sævars eru að efla samskiptin við félögin í landinu, auka jafnrétti innan knattspyrnuhreyfingarinnar, gera rekstur KSÍ hagkvæmari, styðja betur við félögin á landsbyggðinni og ýta á eftir því að fá nýjan þjóðarleikvang. Í fréttatilkynningu Sævars segir meðal annars að kanna þurfi möguleika á því að byggja nýjan þjóðarleikvang utan Reykjavíkur í samstarfi við ríki og sveitarfélög ef málefni Laugardalsvallar þokast ekki áfram. Sævar, sem er 47 ára, lék með Val, Breiðabliki, Fram, Deiglunni, Tindastóli og Einherja á sínum fótboltaferli. Hann lék 54 leiki í efstu deild. Helstu áhersluatriði Sævars Péturssonar Setja fótboltann aftur í fyrsta sætið hjá KSÍ. Styðja verður við og efla allt starf innanlands í samstarfi við félögin sjálf. KSÍ verður að vera til staðar fyrir knattspyrnuna sjálfa og félögin. Ég vil taka þátt í umræðu um endurskoðun á öllum mótamálum fyrir deildir og yngri flokka. Efla verður samtal innan hreyfingarinnar um hvað má bæta og hvað vel er gert. Það er deginum ljósara að við höfum verið að dragast aftur úr hvað félagsliðin okkar varðar síðustu ár og þeirri þróun verður að snúa við, ekki síst með stuðningi við félögin sjálf. Efla samskiptin við félögin í landinu. Knattspyrnusamband Íslands hefur fjarlægst grasrótina of mikið, sjálfum félögunum og ég tel nauðsynlegt að efla þau tengsl og setja fótboltann aftur í fyrsta sætið. Jafnrétti í forgrunni. Halda áfram á braut jafnréttis innan knattspyrnunar og fylgja eftir jafnréttisstefnu og jafnréttisstefnu sambandsins. Skoða að setja upp átaksverkefni sem miðar að því að auka þátttöku kvenna á öllum stigum knattspyrnunar og tryggja með öllum hætti að kynjum sé ekki mismunað með neinum hætti innan KSÍ. Minna bákn! Rekstrarkostnaður KSÍ hefur aukist mikið síðustu ár og það þarf nauðsynlega að bæta reksturinn, gera hann hagkvæmari og skilvirkari. Halda áfram í þeirri vegferð að auka tekjur sambandis og byggja upp sterft vörumerki.Nýta þarf fjármagnið til að fjárfesta í fótboltanum um allt land. Stuðningur við landsbyggðina. Miklu máli skiptir að aðildarfélög á landsbyggðinni njóti jafnræðis við félögin á höfðuðborgarsvæðinu þegar litið er til ferðakostnaðar og þá þjónustu sem knattspynusambandið veitir á hverjum tíma. Nýr þjóðarleikvangur. Það er mikil þörf á nýjum þjóðarleikvangi og við verðum að halda áfram að þrýsta á yfirvöld um uppbyggingu slíks vallar og leita allra leiða til að gera hann að veruleika fyrir íslenska knattspyrnu. Kanna þarf möguleika þess að byggja slíkan leikvang utan höfuðborgarinnar í samstarfi við ríki og sveitarfélög ef ekki þokast áfram með nýjan Laugardalsvöll. Hlúa vel að umgjörðinni í kringum landsliðin. Landslið Íslands sinna mikilvægu hlutverki innan Knattspyrnusambandsins og hafa skapað knattspyrnuhreyfingunni miklar tekjur undanfarin ár. Það er því afar mikilvægt að hlúa vel að allri umgjörð, efla og bæta starf í kringum landsliðin okkar og tryggja þeim varanlegt sæti meðal þeirra bestu. Stöðva atgervisflótta og gera KSÍ að eftirsóttum vettvangi. Mikill atgervisflótti hefur verið úr KSÍ síðustu vikur og hefur fjöldi starfsmanna og stjórnarmanna sagt skilið við hreyfinguna. Þessari þróun þarf að snúa við og tryggja að fólk vilji bæði starfa fyrir og starfa innan KSÍ ásamt því að tryggja að sú þekking og reynsla sem til staðar er haldist innan knattspyrnuhreyfingarinnar. KSÍ Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Kosið verður til formanns á ársþingi KSÍ 26. febrúar. Auk Sævars er Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í framboði. „Síðustu vikur hef ég fengið fjölda áskorana um að bjóða mig fram til formanns KSÍ og eftir að hafa íhugað málið síðustu daga, er niðurstaða mín sú að gefa kost á mér í embættið, ekki síst með það að leiðarljósi að setja fótboltann aftur í fyrsta sætið hjá KSÍ og efla samskiptin við félögin í landinu,“ segir í fréttatilkynningu frá Sævari. „Ég hef gegnt stöðu framkvæmdastjóra KA frá árinu 2011, þekki íslenska knattspyrnu afar vel, enda hef ég lifað og hrærst í íþróttahreyfingunni frá blautu barnsbeini og mun reynsla mín og þekking vondandi nýtast KSÍ vel.“ Meðal stefnumála Sævars eru að efla samskiptin við félögin í landinu, auka jafnrétti innan knattspyrnuhreyfingarinnar, gera rekstur KSÍ hagkvæmari, styðja betur við félögin á landsbyggðinni og ýta á eftir því að fá nýjan þjóðarleikvang. Í fréttatilkynningu Sævars segir meðal annars að kanna þurfi möguleika á því að byggja nýjan þjóðarleikvang utan Reykjavíkur í samstarfi við ríki og sveitarfélög ef málefni Laugardalsvallar þokast ekki áfram. Sævar, sem er 47 ára, lék með Val, Breiðabliki, Fram, Deiglunni, Tindastóli og Einherja á sínum fótboltaferli. Hann lék 54 leiki í efstu deild. Helstu áhersluatriði Sævars Péturssonar Setja fótboltann aftur í fyrsta sætið hjá KSÍ. Styðja verður við og efla allt starf innanlands í samstarfi við félögin sjálf. KSÍ verður að vera til staðar fyrir knattspyrnuna sjálfa og félögin. Ég vil taka þátt í umræðu um endurskoðun á öllum mótamálum fyrir deildir og yngri flokka. Efla verður samtal innan hreyfingarinnar um hvað má bæta og hvað vel er gert. Það er deginum ljósara að við höfum verið að dragast aftur úr hvað félagsliðin okkar varðar síðustu ár og þeirri þróun verður að snúa við, ekki síst með stuðningi við félögin sjálf. Efla samskiptin við félögin í landinu. Knattspyrnusamband Íslands hefur fjarlægst grasrótina of mikið, sjálfum félögunum og ég tel nauðsynlegt að efla þau tengsl og setja fótboltann aftur í fyrsta sætið. Jafnrétti í forgrunni. Halda áfram á braut jafnréttis innan knattspyrnunar og fylgja eftir jafnréttisstefnu og jafnréttisstefnu sambandsins. Skoða að setja upp átaksverkefni sem miðar að því að auka þátttöku kvenna á öllum stigum knattspyrnunar og tryggja með öllum hætti að kynjum sé ekki mismunað með neinum hætti innan KSÍ. Minna bákn! Rekstrarkostnaður KSÍ hefur aukist mikið síðustu ár og það þarf nauðsynlega að bæta reksturinn, gera hann hagkvæmari og skilvirkari. Halda áfram í þeirri vegferð að auka tekjur sambandis og byggja upp sterft vörumerki.Nýta þarf fjármagnið til að fjárfesta í fótboltanum um allt land. Stuðningur við landsbyggðina. Miklu máli skiptir að aðildarfélög á landsbyggðinni njóti jafnræðis við félögin á höfðuðborgarsvæðinu þegar litið er til ferðakostnaðar og þá þjónustu sem knattspynusambandið veitir á hverjum tíma. Nýr þjóðarleikvangur. Það er mikil þörf á nýjum þjóðarleikvangi og við verðum að halda áfram að þrýsta á yfirvöld um uppbyggingu slíks vallar og leita allra leiða til að gera hann að veruleika fyrir íslenska knattspyrnu. Kanna þarf möguleika þess að byggja slíkan leikvang utan höfuðborgarinnar í samstarfi við ríki og sveitarfélög ef ekki þokast áfram með nýjan Laugardalsvöll. Hlúa vel að umgjörðinni í kringum landsliðin. Landslið Íslands sinna mikilvægu hlutverki innan Knattspyrnusambandsins og hafa skapað knattspyrnuhreyfingunni miklar tekjur undanfarin ár. Það er því afar mikilvægt að hlúa vel að allri umgjörð, efla og bæta starf í kringum landsliðin okkar og tryggja þeim varanlegt sæti meðal þeirra bestu. Stöðva atgervisflótta og gera KSÍ að eftirsóttum vettvangi. Mikill atgervisflótti hefur verið úr KSÍ síðustu vikur og hefur fjöldi starfsmanna og stjórnarmanna sagt skilið við hreyfinguna. Þessari þróun þarf að snúa við og tryggja að fólk vilji bæði starfa fyrir og starfa innan KSÍ ásamt því að tryggja að sú þekking og reynsla sem til staðar er haldist innan knattspyrnuhreyfingarinnar.
Setja fótboltann aftur í fyrsta sætið hjá KSÍ. Styðja verður við og efla allt starf innanlands í samstarfi við félögin sjálf. KSÍ verður að vera til staðar fyrir knattspyrnuna sjálfa og félögin. Ég vil taka þátt í umræðu um endurskoðun á öllum mótamálum fyrir deildir og yngri flokka. Efla verður samtal innan hreyfingarinnar um hvað má bæta og hvað vel er gert. Það er deginum ljósara að við höfum verið að dragast aftur úr hvað félagsliðin okkar varðar síðustu ár og þeirri þróun verður að snúa við, ekki síst með stuðningi við félögin sjálf. Efla samskiptin við félögin í landinu. Knattspyrnusamband Íslands hefur fjarlægst grasrótina of mikið, sjálfum félögunum og ég tel nauðsynlegt að efla þau tengsl og setja fótboltann aftur í fyrsta sætið. Jafnrétti í forgrunni. Halda áfram á braut jafnréttis innan knattspyrnunar og fylgja eftir jafnréttisstefnu og jafnréttisstefnu sambandsins. Skoða að setja upp átaksverkefni sem miðar að því að auka þátttöku kvenna á öllum stigum knattspyrnunar og tryggja með öllum hætti að kynjum sé ekki mismunað með neinum hætti innan KSÍ. Minna bákn! Rekstrarkostnaður KSÍ hefur aukist mikið síðustu ár og það þarf nauðsynlega að bæta reksturinn, gera hann hagkvæmari og skilvirkari. Halda áfram í þeirri vegferð að auka tekjur sambandis og byggja upp sterft vörumerki.Nýta þarf fjármagnið til að fjárfesta í fótboltanum um allt land. Stuðningur við landsbyggðina. Miklu máli skiptir að aðildarfélög á landsbyggðinni njóti jafnræðis við félögin á höfðuðborgarsvæðinu þegar litið er til ferðakostnaðar og þá þjónustu sem knattspynusambandið veitir á hverjum tíma. Nýr þjóðarleikvangur. Það er mikil þörf á nýjum þjóðarleikvangi og við verðum að halda áfram að þrýsta á yfirvöld um uppbyggingu slíks vallar og leita allra leiða til að gera hann að veruleika fyrir íslenska knattspyrnu. Kanna þarf möguleika þess að byggja slíkan leikvang utan höfuðborgarinnar í samstarfi við ríki og sveitarfélög ef ekki þokast áfram með nýjan Laugardalsvöll. Hlúa vel að umgjörðinni í kringum landsliðin. Landslið Íslands sinna mikilvægu hlutverki innan Knattspyrnusambandsins og hafa skapað knattspyrnuhreyfingunni miklar tekjur undanfarin ár. Það er því afar mikilvægt að hlúa vel að allri umgjörð, efla og bæta starf í kringum landsliðin okkar og tryggja þeim varanlegt sæti meðal þeirra bestu. Stöðva atgervisflótta og gera KSÍ að eftirsóttum vettvangi. Mikill atgervisflótti hefur verið úr KSÍ síðustu vikur og hefur fjöldi starfsmanna og stjórnarmanna sagt skilið við hreyfinguna. Þessari þróun þarf að snúa við og tryggja að fólk vilji bæði starfa fyrir og starfa innan KSÍ ásamt því að tryggja að sú þekking og reynsla sem til staðar er haldist innan knattspyrnuhreyfingarinnar.
KSÍ Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira