Valsmenn taka á móti KR í Origo höllinni á Hlíðarenda í Subway deild karla í kvöld en þessi leikur átti fyrsta að fara fram milli jóla og nýárs en hefur síðan verið frestað tvisvar sinnum. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Það þarf að fara rúma 25 mánuði aftur í tímann til að finna heimasigur þegar þessi lið hafa mæst í deild eða úrslitakeppni á Íslandsmótinu í körfubolta.
KR er síðasta liðið til að vinna heimaleik en KR-liðið vann umræddan leik fyrir 788 dögum með ellefu stiga mun, 87-76.
Síðan þá hefur útiliðið fagna sigri í átta leikjum í röð, þremur síðustu deildarleikjum og svo öllum fimm innbyrðis leikjum liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar í fyrra.
Valsmenn eru fimm sætum ofar í töflunni en það voru KR-ingar sem fögnuðu sigri þegar liðin mættust síðast sem var í úrslitakeppninni í fyrra.
- Síðustu innbyrðis leikir Vals og KR í karlakörfunni:
- 28. maí 2021: KR vann með 3 stigum á Hlíðarenda (89-86) ÚTISIGUR
- 26. maí 2021: Valur vann með 6 stigum í Frostaskjóli (88-82) ÚTISIGUR
- 23. maí 2021: KR vann með 12 stigum á Hlíðarenda (115-103) ÚTISIGUR
- 19. maí 2021: Valur vann með 1 stigi í Frostaskjóli (85-84) ÚTISIGUR
- 16. maí 2021: KR vann með 1 stigi á Hlíðarenda (99-98) ÚTISIGUR
- 11. mars 2021: Valur vann með 10 stigum í Frostaskjóli (87-77) ÚTISIGUR
- 18. janúar 2021: KR vann með 9 stigum á Hlíðarenda (80-71) ÚTISIGUR
- 12. mars 2020: KR vann með 9 stigum á Hlíðarenda (90-81) ÚTISIGUR
-
12. desember 2019: KR vann 11 stigum í Frostjasjóli (87-76) HEIMASIGUR

Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.