Stefnir enn ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2022 17:57 Ráðherra talaði fyrir sal blaðamanna síðdegis í dag þar sem hún skýrði enn skoðun sína á því að hún telji best að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra er ákveðin í afstöðu sinni að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði. Þetta kom fram í máli hennar á málþingi í húsakynnum Blaðamannafélagsins sem nú stendur yfir. Hún sagðist ánægð með að ríkisstjórnin hefði endurnýjað umboð sitt í kosningunum síðastliðið haust. Þannig verði hægt að halda áfram vinnu sem hún hafi staðið í á síðasta kjörtímabili sem hafi meðal annars skilað sér í samþykktu frumvarpi um fjölmiðlastyrki til einkarekinna miðla. Fólki starfandi í fjölmiðlum hér á landi hefur fækkað umtalsvert undanfarinn ártug. 2238 störfuðu við fjölmiðla árið 2013 en 731 síðastliðið sumar. Þá situr Ísland í sextánda sæti á lista Blaðamanna án landamæra sem taka út fjölmiðlafrelsi í heiminum. Hin fjögur löndin, sem veit ríkisstyrki til einkarekinna fjölmiðla, verma fjögur efstu sæti listans. Fram kom í máli Lilju á málþinginu að hún vilji horfa til Danmerkur hvað varði umhverfi fjölmiðla. Þar séu ríkisreknu miðlarnir ekki á auglýsingamarkaði og styrkir séu veittir til einkarekinna miðla. Lilja hefur margoft lýst yfir þessari skoðun sinni en mætt mótstöðu þar sem ekki hefur náðst sátt um málið meðal ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt samþykktu fjölmiðlafrumvarpi skipta einkareknir fjölmiðlar með sér 400 milljónum króna árlega. Um er að ræða endurgreiðslu á hluta af ritstjórnarkostnaði og eru greiðslur í hlutfalli við stærð ritstjórna. Þá úthlutaði mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkjum til fjölmiðla á landsbyggðinni síðastliðið sumar. Níu fjölmiðlar skiptu með sér tíu milljónum króna. Lilja sagðist í ávarpi sínu ekki hafa komið á óvart að fjarskiptafyrirtækin Sýn og Síminn hefðu lagst gegn styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Fyrirtækin þættust of stolt til að þiggja slíka styrki að mati Lilju og hvatti hún fjölmiðlana þá einfaldlega til að skila peningunum. Málþing Rannsóknarseturs um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands og Blaðamannafélag Íslands í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stendur yfir til klukkan 19. Hægt er að fylgjast með í streymi á vef Blaðamannafélagsins. Meðal fyrirlesara er Ida Willig prófessor í fjölmiðlafræðum Hróarskelduháskóla sem fjallar um fjölmiðlastyrki í Danmörku. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hún sagðist ánægð með að ríkisstjórnin hefði endurnýjað umboð sitt í kosningunum síðastliðið haust. Þannig verði hægt að halda áfram vinnu sem hún hafi staðið í á síðasta kjörtímabili sem hafi meðal annars skilað sér í samþykktu frumvarpi um fjölmiðlastyrki til einkarekinna miðla. Fólki starfandi í fjölmiðlum hér á landi hefur fækkað umtalsvert undanfarinn ártug. 2238 störfuðu við fjölmiðla árið 2013 en 731 síðastliðið sumar. Þá situr Ísland í sextánda sæti á lista Blaðamanna án landamæra sem taka út fjölmiðlafrelsi í heiminum. Hin fjögur löndin, sem veit ríkisstyrki til einkarekinna fjölmiðla, verma fjögur efstu sæti listans. Fram kom í máli Lilju á málþinginu að hún vilji horfa til Danmerkur hvað varði umhverfi fjölmiðla. Þar séu ríkisreknu miðlarnir ekki á auglýsingamarkaði og styrkir séu veittir til einkarekinna miðla. Lilja hefur margoft lýst yfir þessari skoðun sinni en mætt mótstöðu þar sem ekki hefur náðst sátt um málið meðal ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt samþykktu fjölmiðlafrumvarpi skipta einkareknir fjölmiðlar með sér 400 milljónum króna árlega. Um er að ræða endurgreiðslu á hluta af ritstjórnarkostnaði og eru greiðslur í hlutfalli við stærð ritstjórna. Þá úthlutaði mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkjum til fjölmiðla á landsbyggðinni síðastliðið sumar. Níu fjölmiðlar skiptu með sér tíu milljónum króna. Lilja sagðist í ávarpi sínu ekki hafa komið á óvart að fjarskiptafyrirtækin Sýn og Síminn hefðu lagst gegn styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Fyrirtækin þættust of stolt til að þiggja slíka styrki að mati Lilju og hvatti hún fjölmiðlana þá einfaldlega til að skila peningunum. Málþing Rannsóknarseturs um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands og Blaðamannafélag Íslands í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stendur yfir til klukkan 19. Hægt er að fylgjast með í streymi á vef Blaðamannafélagsins. Meðal fyrirlesara er Ida Willig prófessor í fjölmiðlafræðum Hróarskelduháskóla sem fjallar um fjölmiðlastyrki í Danmörku. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira