Jói og Teddi Ponza völdu næstu menn inn í íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2022 12:00 Íslands- og bikarmeistarar Vals eiga menn á lista sérfræðinganna. Vísir/Hulda Margrét Olís deild karla í handbolta er komin af stað á ný eftir langt hlé vegna Evrópumótsins þar sem íslenska landsliðið náði frábærum árangri. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar veltu fyrir sér hvaða leikmenn í Olís deildinni eru næstir inn í íslenska landsliðið. „Það fór heill gámum af leikmönnum úr Olís-deildinni út til Búdapest, voru í hóp og voru jafnvel ekki í hóp. Við erum búnir að skoða það hvaða leikmenn eru alvarlega að banka á dyrnar hjá íslenska landsliðinu. Þessir sérfræðingar mínir eru búnir að velja fjóra leikmenn á mann,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru að þessu sinni Jóhann Gunnar Einarsson og Theodór Ingi Pálmason, eða Teddi Ponza eins og hann er kallaður. Jóhann Gunnar byrjaði og hann nefndi fyrst Valsmaninn Einar Þorstein Ólafsson. „Þetta er svona augljósasta dæmið. Hann var í 35 manna hóp og verðlaunaður fyrir mjög góða úrslitakeppni í fyrra. Þetta virðist vera framtíðarvarnarmaður okkar. Þessir stóru durgar eins og Sigfús Sigurðs og Sverre eru að deyja dálítið út,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Næstu menn inn í íslenska landsliðið „Við sáum bara hvað Elliði kom sterkur inn. Þú þarft bara að vera „fit“, góður á fótunum og þá passar þú í þessa vörn. Ég held að hann sé næstur inn ef að það verði einhver meiðsli eða eitthvað. Hann er pottþétt að fara að vera í hjarta varnarinnar ef við höldum þessu konsepti áfram,“ sagði Jóhann Gunnar um Einar. Fyrsti maður hjá Theódór Inga var Mosfellingurinn og skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson. „Ég fór í smá þarfagreiningu og skoðaði helst þær stöður sem okkur vantar eða hvar við erum hvað þynnstir. Þá var ég aðallega að hugsa um línustöðuna og hornastöðurnar. Ég ákvað að hafa Þorsteinn Leó líka þó við séum ofboðslega vel mannaðir í stöðunum fyrir utan, miðju og skyttustöðunum tveimur,“ sagði Theódór Ingi. „Það sem Þorsteinn Leó hefur umfram þá eru aðeins aðrir eiginleikar. Hann er skytta af gamla skólanum, rúmlega tveir metrar og getur gefið okkur aðra vídd í sóknarleikinn heldur en þeir leikmenn sem eru núna í landsliðinu,“ sagði Theódór. „Eins og með Einar Þorstein þá eru einhver ár í það. Eigum við að segja þrjú til fjögur ár þá getir hann verið að banka hressilega á dyrnar,“ sagði Theódór. Hér fyrir ofan má sjá myndband með vali sérfræðinganna en hvor um sig nefndi fjóra leikmenn. Seinni bylgjan Olís-deild karla HM 2023 í handbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
„Það fór heill gámum af leikmönnum úr Olís-deildinni út til Búdapest, voru í hóp og voru jafnvel ekki í hóp. Við erum búnir að skoða það hvaða leikmenn eru alvarlega að banka á dyrnar hjá íslenska landsliðinu. Þessir sérfræðingar mínir eru búnir að velja fjóra leikmenn á mann,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru að þessu sinni Jóhann Gunnar Einarsson og Theodór Ingi Pálmason, eða Teddi Ponza eins og hann er kallaður. Jóhann Gunnar byrjaði og hann nefndi fyrst Valsmaninn Einar Þorstein Ólafsson. „Þetta er svona augljósasta dæmið. Hann var í 35 manna hóp og verðlaunaður fyrir mjög góða úrslitakeppni í fyrra. Þetta virðist vera framtíðarvarnarmaður okkar. Þessir stóru durgar eins og Sigfús Sigurðs og Sverre eru að deyja dálítið út,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Næstu menn inn í íslenska landsliðið „Við sáum bara hvað Elliði kom sterkur inn. Þú þarft bara að vera „fit“, góður á fótunum og þá passar þú í þessa vörn. Ég held að hann sé næstur inn ef að það verði einhver meiðsli eða eitthvað. Hann er pottþétt að fara að vera í hjarta varnarinnar ef við höldum þessu konsepti áfram,“ sagði Jóhann Gunnar um Einar. Fyrsti maður hjá Theódór Inga var Mosfellingurinn og skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson. „Ég fór í smá þarfagreiningu og skoðaði helst þær stöður sem okkur vantar eða hvar við erum hvað þynnstir. Þá var ég aðallega að hugsa um línustöðuna og hornastöðurnar. Ég ákvað að hafa Þorsteinn Leó líka þó við séum ofboðslega vel mannaðir í stöðunum fyrir utan, miðju og skyttustöðunum tveimur,“ sagði Theódór Ingi. „Það sem Þorsteinn Leó hefur umfram þá eru aðeins aðrir eiginleikar. Hann er skytta af gamla skólanum, rúmlega tveir metrar og getur gefið okkur aðra vídd í sóknarleikinn heldur en þeir leikmenn sem eru núna í landsliðinu,“ sagði Theódór. „Eins og með Einar Þorstein þá eru einhver ár í það. Eigum við að segja þrjú til fjögur ár þá getir hann verið að banka hressilega á dyrnar,“ sagði Theódór. Hér fyrir ofan má sjá myndband með vali sérfræðinganna en hvor um sig nefndi fjóra leikmenn.
Seinni bylgjan Olís-deild karla HM 2023 í handbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti