Jói og Teddi Ponza völdu næstu menn inn í íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2022 12:00 Íslands- og bikarmeistarar Vals eiga menn á lista sérfræðinganna. Vísir/Hulda Margrét Olís deild karla í handbolta er komin af stað á ný eftir langt hlé vegna Evrópumótsins þar sem íslenska landsliðið náði frábærum árangri. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar veltu fyrir sér hvaða leikmenn í Olís deildinni eru næstir inn í íslenska landsliðið. „Það fór heill gámum af leikmönnum úr Olís-deildinni út til Búdapest, voru í hóp og voru jafnvel ekki í hóp. Við erum búnir að skoða það hvaða leikmenn eru alvarlega að banka á dyrnar hjá íslenska landsliðinu. Þessir sérfræðingar mínir eru búnir að velja fjóra leikmenn á mann,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru að þessu sinni Jóhann Gunnar Einarsson og Theodór Ingi Pálmason, eða Teddi Ponza eins og hann er kallaður. Jóhann Gunnar byrjaði og hann nefndi fyrst Valsmaninn Einar Þorstein Ólafsson. „Þetta er svona augljósasta dæmið. Hann var í 35 manna hóp og verðlaunaður fyrir mjög góða úrslitakeppni í fyrra. Þetta virðist vera framtíðarvarnarmaður okkar. Þessir stóru durgar eins og Sigfús Sigurðs og Sverre eru að deyja dálítið út,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Næstu menn inn í íslenska landsliðið „Við sáum bara hvað Elliði kom sterkur inn. Þú þarft bara að vera „fit“, góður á fótunum og þá passar þú í þessa vörn. Ég held að hann sé næstur inn ef að það verði einhver meiðsli eða eitthvað. Hann er pottþétt að fara að vera í hjarta varnarinnar ef við höldum þessu konsepti áfram,“ sagði Jóhann Gunnar um Einar. Fyrsti maður hjá Theódór Inga var Mosfellingurinn og skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson. „Ég fór í smá þarfagreiningu og skoðaði helst þær stöður sem okkur vantar eða hvar við erum hvað þynnstir. Þá var ég aðallega að hugsa um línustöðuna og hornastöðurnar. Ég ákvað að hafa Þorsteinn Leó líka þó við séum ofboðslega vel mannaðir í stöðunum fyrir utan, miðju og skyttustöðunum tveimur,“ sagði Theódór Ingi. „Það sem Þorsteinn Leó hefur umfram þá eru aðeins aðrir eiginleikar. Hann er skytta af gamla skólanum, rúmlega tveir metrar og getur gefið okkur aðra vídd í sóknarleikinn heldur en þeir leikmenn sem eru núna í landsliðinu,“ sagði Theódór. „Eins og með Einar Þorstein þá eru einhver ár í það. Eigum við að segja þrjú til fjögur ár þá getir hann verið að banka hressilega á dyrnar,“ sagði Theódór. Hér fyrir ofan má sjá myndband með vali sérfræðinganna en hvor um sig nefndi fjóra leikmenn. Seinni bylgjan Olís-deild karla HM 2023 í handbolta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
„Það fór heill gámum af leikmönnum úr Olís-deildinni út til Búdapest, voru í hóp og voru jafnvel ekki í hóp. Við erum búnir að skoða það hvaða leikmenn eru alvarlega að banka á dyrnar hjá íslenska landsliðinu. Þessir sérfræðingar mínir eru búnir að velja fjóra leikmenn á mann,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru að þessu sinni Jóhann Gunnar Einarsson og Theodór Ingi Pálmason, eða Teddi Ponza eins og hann er kallaður. Jóhann Gunnar byrjaði og hann nefndi fyrst Valsmaninn Einar Þorstein Ólafsson. „Þetta er svona augljósasta dæmið. Hann var í 35 manna hóp og verðlaunaður fyrir mjög góða úrslitakeppni í fyrra. Þetta virðist vera framtíðarvarnarmaður okkar. Þessir stóru durgar eins og Sigfús Sigurðs og Sverre eru að deyja dálítið út,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Næstu menn inn í íslenska landsliðið „Við sáum bara hvað Elliði kom sterkur inn. Þú þarft bara að vera „fit“, góður á fótunum og þá passar þú í þessa vörn. Ég held að hann sé næstur inn ef að það verði einhver meiðsli eða eitthvað. Hann er pottþétt að fara að vera í hjarta varnarinnar ef við höldum þessu konsepti áfram,“ sagði Jóhann Gunnar um Einar. Fyrsti maður hjá Theódór Inga var Mosfellingurinn og skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson. „Ég fór í smá þarfagreiningu og skoðaði helst þær stöður sem okkur vantar eða hvar við erum hvað þynnstir. Þá var ég aðallega að hugsa um línustöðuna og hornastöðurnar. Ég ákvað að hafa Þorsteinn Leó líka þó við séum ofboðslega vel mannaðir í stöðunum fyrir utan, miðju og skyttustöðunum tveimur,“ sagði Theódór Ingi. „Það sem Þorsteinn Leó hefur umfram þá eru aðeins aðrir eiginleikar. Hann er skytta af gamla skólanum, rúmlega tveir metrar og getur gefið okkur aðra vídd í sóknarleikinn heldur en þeir leikmenn sem eru núna í landsliðinu,“ sagði Theódór. „Eins og með Einar Þorstein þá eru einhver ár í það. Eigum við að segja þrjú til fjögur ár þá getir hann verið að banka hressilega á dyrnar,“ sagði Theódór. Hér fyrir ofan má sjá myndband með vali sérfræðinganna en hvor um sig nefndi fjóra leikmenn.
Seinni bylgjan Olís-deild karla HM 2023 í handbolta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira