Innlent

Nafn Ís­lendingsins sem lést á Tenerife

Eiður Þór Árnason skrifar
Haraldur Logi var kallaður Halli Logi og hafði búið ytra með eiginkonu sinni undanfarin misseri.
Haraldur Logi var kallaður Halli Logi og hafði búið ytra með eiginkonu sinni undanfarin misseri.

Íslendingurinn sem lést á Tenerife á sunnudag í bílageymslu við heimili sitt hét Haraldur Logi Hrafnkelsson.

Mbl.is greinir frá þessu og segir að hann láti eftir sig eiginkonu sína Drífu Björk Linnet Kristjánsdóttur og fjögur börn. Haraldur Logi fæddist þann 23. ágúst 1972. Að sögn Mbl.is hafa hjónin verið búsett á Costa Adeje á Tenerife ásamt börnum sínum stóran hluta úr ári. Þau reka heildsöluna Reykjavík Warehouse og eru með ferðaþjónustu á Hraunborgum í Grímsnesi, auk þess að hafa nýlega byrjað með kokteil- og heilsubar á Tenerife.

Að sögn spænska miðilsins El Dia bendir rannsókn lögreglu ekki til þess að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Útlit sé fyrir að hann hafi verið að reykja inni í bifreið sinni þegar hann sofnaði. Tvær aðrar bifreiðir brunnu í eldsvoðanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×