Pabbinn segir aumt hjá belgískum miðlum að ætla að eigna sér Verstappen Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2022 16:00 Feðgarnir Jos og Max Verstappen í Abú Dabí í desember eftir að Max hafði tryggt sér heimsmeistaratitilinn með ótrúlega dramatískum hætti. Getty/Mark Thompson Pabbi Max Verstappen, heimsmeistarans í Formúlu 1 kappakstri, segir skiljanlegt að fleiri sýni nú syni hans áhuga en áður. Belgískir fjölmiðlar hafi hins vegar engan rétt á að reyna að „eigna“ sér kappann eftir að hafa sýnt honum algjört áhugaleysi um árabil. Jos, pabbi Max Verstappen, er hollenskur og Max hefur ávallt keppt undir hollenska fánanum, með appelsínugula stuðningsmannahópa við brautina. Mamma hans, Sophie, er hins vegar belgísk og eftir ævintýralega baráttu Max Verstappen og Lewis Hamilton á síðasta keppnistímabili, sem lauk með sigri Verstappen á lokahring í síðustu keppni og hans fyrsta heimsmeistaratitli, virðast belgískir fjölmiðlar hafa reynt að gera kappann að „sínum“. „Það vilja allir eiga hlut í Max þessa stundina,“ sagði pabbi hans, Jos, við hollenska blaðið De Telegraaf. Max Verstappen fagnar heimsmeistaratitlinum, með hollenska fánann í höndunum að vanda.Getty/Cristiano Barni „Vissulega er það gott hrós fyrir hann. Hann hefur staðið sig ótrúlega vel, innan brautar sem utan. Hann kemur vel fyrir, er með ómengaðan huga og trúr sjálfum sér. Þess vegna skil ég að margir séu stoltir, og auðvitað er ég það. En sumu á ég erfitt með að kyngja. Til að mynda er Max allt í einu orðinn belgískur í augum belgískra fjölmiðla. Mér finnst það vera frekar aumt,“ sagði Jos. „Við höfum keppt árum saman en allt þar til fyrir nokkrum mánuðum þá var lítið sem ekkert skrifað um hann [Max] í Belgíu og núna láta þeir allt í einu eins og þeir eigi hann. Þannig lít ég alls ekki á þetta,“ sagði Jos Verstappen. Titilvörn Max Verstappen hefst í Barein helgina 18.-20. mars. Formúla Mest lesið Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Körfubolti „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Körfubolti Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fótbolti Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Fótbolti Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fótbolti „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara Körfubolti Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Sjá meira
Jos, pabbi Max Verstappen, er hollenskur og Max hefur ávallt keppt undir hollenska fánanum, með appelsínugula stuðningsmannahópa við brautina. Mamma hans, Sophie, er hins vegar belgísk og eftir ævintýralega baráttu Max Verstappen og Lewis Hamilton á síðasta keppnistímabili, sem lauk með sigri Verstappen á lokahring í síðustu keppni og hans fyrsta heimsmeistaratitli, virðast belgískir fjölmiðlar hafa reynt að gera kappann að „sínum“. „Það vilja allir eiga hlut í Max þessa stundina,“ sagði pabbi hans, Jos, við hollenska blaðið De Telegraaf. Max Verstappen fagnar heimsmeistaratitlinum, með hollenska fánann í höndunum að vanda.Getty/Cristiano Barni „Vissulega er það gott hrós fyrir hann. Hann hefur staðið sig ótrúlega vel, innan brautar sem utan. Hann kemur vel fyrir, er með ómengaðan huga og trúr sjálfum sér. Þess vegna skil ég að margir séu stoltir, og auðvitað er ég það. En sumu á ég erfitt með að kyngja. Til að mynda er Max allt í einu orðinn belgískur í augum belgískra fjölmiðla. Mér finnst það vera frekar aumt,“ sagði Jos. „Við höfum keppt árum saman en allt þar til fyrir nokkrum mánuðum þá var lítið sem ekkert skrifað um hann [Max] í Belgíu og núna láta þeir allt í einu eins og þeir eigi hann. Þannig lít ég alls ekki á þetta,“ sagði Jos Verstappen. Titilvörn Max Verstappen hefst í Barein helgina 18.-20. mars.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Körfubolti „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Körfubolti Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fótbolti Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Fótbolti Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fótbolti „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara Körfubolti Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Sjá meira