Norðurljósakvöld ein hamingjuríkasta stundin í lífi hins látna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 16:47 Josh Neuman var svo hugfanginn af dansandi norðurljósunum að hann taldi að þetta hefði verið hans hamingjuríkasta stund. Instagram Fjölmiðlar á Vesturlöndum greina nú hver á fætur öðrum frá andláti Josh Neuman sem lést í skelfilegu flugslysi við Þingvallavatn í lok síðustu viku. Neuman var bandarískur hjólabrettakappi sem var yngstur hinna fjögurra sem létust í slysinu en hann var aðeins 22 ára. Í yfirlýsingu sem fjölskylda Neumans sendir frá sér í dag segir að þrátt fyrir að hann hafi verið ungur að árum hafi hann lifað hvern einasta dag til fulls. Neuman hafi verið mikill ævintýramaður sem hafi trúað á hið góða í heiminum og á að hver einstaklingur geti lagt sitt af mörkum til að gera hann betri. Fjölskyldan segir að Neuman hafi haft sterk áhrif á alla sem hann komst í kynni við enda hafi hann haft einstaka sýn á lífið. Það sé erfitt að hrífast ekki með manneskju sem lifi lífi sínu til fulls og sé á sama tíma alltaf vingjarnlegur. Mikilvægt sé að aðdáendur Neumans séu meðvitaðir um að hann hafi látist á meðan hann var að gera það sem hann elskaði mest sem var að ferðast um heiminn og að upplifa allt það besta sem hann hefur að bjóða. View this post on Instagram A post shared by Josh Neuman (@joshneuman) Fjölskyldan bendir máli sínu til stuðnings á myndband sem hann tók á Íslandi skömmu fyrir slysið þar sem hann heyrist velta því fyrir sér hvort um sé að ræða hamingjuríkustu stundina í lífi hans. Í yfirlýsingu fjölskyldunnar segir að Neuman hafi verið mikill hugsjónamaður sem hafi ávallt styrkt gott málefni. Hann hafi talað mikið um að láta drauma rætast. Það væri ekki nóg að hugsa um bara; það þyrfti líka að framkvæma. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Björgunarsveitir Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar segja frétt um leitargögn ranga „Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, um frétt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, þar sem meðal annars sagði að gögn er vörðuðu leit að flugvélinni sem hvarf á fimmtudag hefðu ekki borist lögreglu fyrr en á föstudag. 8. febrúar 2022 12:01 Sást til flugvélarinnar á myndbandsupptökum Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar myndbandsupptökur sem sýna flugvélina TF-ABB, sem fórst í Þingvallavatni á fimmtudag, fljúga yfir vatnið. 7. febrúar 2022 17:48 Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudag voru staddur hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. Þeir voru hér í hópi átta áhrifavalda og tveggja starfsmanna fyrirtækisins. 7. febrúar 2022 17:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Í yfirlýsingu sem fjölskylda Neumans sendir frá sér í dag segir að þrátt fyrir að hann hafi verið ungur að árum hafi hann lifað hvern einasta dag til fulls. Neuman hafi verið mikill ævintýramaður sem hafi trúað á hið góða í heiminum og á að hver einstaklingur geti lagt sitt af mörkum til að gera hann betri. Fjölskyldan segir að Neuman hafi haft sterk áhrif á alla sem hann komst í kynni við enda hafi hann haft einstaka sýn á lífið. Það sé erfitt að hrífast ekki með manneskju sem lifi lífi sínu til fulls og sé á sama tíma alltaf vingjarnlegur. Mikilvægt sé að aðdáendur Neumans séu meðvitaðir um að hann hafi látist á meðan hann var að gera það sem hann elskaði mest sem var að ferðast um heiminn og að upplifa allt það besta sem hann hefur að bjóða. View this post on Instagram A post shared by Josh Neuman (@joshneuman) Fjölskyldan bendir máli sínu til stuðnings á myndband sem hann tók á Íslandi skömmu fyrir slysið þar sem hann heyrist velta því fyrir sér hvort um sé að ræða hamingjuríkustu stundina í lífi hans. Í yfirlýsingu fjölskyldunnar segir að Neuman hafi verið mikill hugsjónamaður sem hafi ávallt styrkt gott málefni. Hann hafi talað mikið um að láta drauma rætast. Það væri ekki nóg að hugsa um bara; það þyrfti líka að framkvæma.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Björgunarsveitir Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar segja frétt um leitargögn ranga „Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, um frétt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, þar sem meðal annars sagði að gögn er vörðuðu leit að flugvélinni sem hvarf á fimmtudag hefðu ekki borist lögreglu fyrr en á föstudag. 8. febrúar 2022 12:01 Sást til flugvélarinnar á myndbandsupptökum Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar myndbandsupptökur sem sýna flugvélina TF-ABB, sem fórst í Þingvallavatni á fimmtudag, fljúga yfir vatnið. 7. febrúar 2022 17:48 Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudag voru staddur hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. Þeir voru hér í hópi átta áhrifavalda og tveggja starfsmanna fyrirtækisins. 7. febrúar 2022 17:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Viðbragðsaðilar segja frétt um leitargögn ranga „Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, um frétt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, þar sem meðal annars sagði að gögn er vörðuðu leit að flugvélinni sem hvarf á fimmtudag hefðu ekki borist lögreglu fyrr en á föstudag. 8. febrúar 2022 12:01
Sást til flugvélarinnar á myndbandsupptökum Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar myndbandsupptökur sem sýna flugvélina TF-ABB, sem fórst í Þingvallavatni á fimmtudag, fljúga yfir vatnið. 7. febrúar 2022 17:48
Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudag voru staddur hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. Þeir voru hér í hópi átta áhrifavalda og tveggja starfsmanna fyrirtækisins. 7. febrúar 2022 17:30