Furðar sig á mikilli andstöðu við gæludýr á veitingastöðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 21:00 Ragnheiður Birgisdóttir er annar eigenda Kattakaffihússins. Um helmingur svarenda í nýrri könnun er andvígur því að fólk megi taka með sér hunda eða ketti á veitingastaði. Eigandi Kattakaffihússins í miðbæ Reykjavíkur furðar sig á andstöðu landsmanna við gæludýr á kaffihúsum og segir Íslendinga alveg sér á báti miðað við nágrannalöndin. Maskína gerði könnunina en hún var lögð fyrir 902 svarendur á vikutímabili í janúar. Samkvæmt könnuninni eru um 47% svarenda mótfallnir því að fólk taki hunda eða ketti með sér á veitingastaði. Aðeins um 33 prósent eru fylgjandi. Greinilegur afstöðumunur var enn fremur milli kynja. Um 53% karla voru andvígir hundum og köttum á veitingastöðum en um 40 prósent kvenna. Yngri en fertugir reyndust jafnframt mun jákvæðari gagnvart dýrunum en þeir sem eldri eru. Þá kom fram skýr munur eftir stjórnmálaskoðunum. Mest andstaða var meðal kjósenda Miðflokksins, eða 55,8%, og þá reyndust 52% Sjálfstæðismanna andvíg. Kjósendur Pírata voru jákvæðastir; 45,8 prósent þeirra voru hlynntir gæludýrum á veitingastöðum. Útlistun á niðurstöðum könnunar Maskínu má finna hér. Íslendingar sér á báti Ekki er farið í saumana á því í könnuninni hvað veldur þessari andstöðu fólks við ferfætlinga með kaffibollanum en niðurstaðan sætir furðu, að mati Ragnheiðar Birgisdóttur, annars eigenda Kattakaffihússins. „Ég skil hana í raun og veru ekki. Því mér finnst Íslendingar vera sér á báti með þessar pælingar um að gæludýr, eða sérstaklega hundar, megi ekki vera neins staðar og alls staðar erlendis, hvar sem maður fer eru hundar leyfðir á kaffihúsum, veitingastöðum.“ Kisuhald kaffihússins hafi gefist afar vel. „Það er bara svo gefandi fyrir fólk að geta komið, sérstaklega þeir sem hafa ekki aðgang að dýrum,“ segir Ragnheiður. Sjálf vill hún reglurnar sem frjálsastar - þó að reyndar séu utanaðkomandi gæludýr ekki leyfð á kattakaffihúsinu, af virðingu við kisurnar sem þar eru fyrir og alls ótengt mögulegri andstöðu mennskra viðskipavina. „Það hefur reyndar nokkrum sinnum komið fyrir ótrúlegt en satt að fólk hefur komið með kött í búri og ætlað að koma með hann í kaffi en það er því miður ekki leyfilegt.“ Gæludýr Veitingastaðir Skoðanakannanir Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Maskína gerði könnunina en hún var lögð fyrir 902 svarendur á vikutímabili í janúar. Samkvæmt könnuninni eru um 47% svarenda mótfallnir því að fólk taki hunda eða ketti með sér á veitingastaði. Aðeins um 33 prósent eru fylgjandi. Greinilegur afstöðumunur var enn fremur milli kynja. Um 53% karla voru andvígir hundum og köttum á veitingastöðum en um 40 prósent kvenna. Yngri en fertugir reyndust jafnframt mun jákvæðari gagnvart dýrunum en þeir sem eldri eru. Þá kom fram skýr munur eftir stjórnmálaskoðunum. Mest andstaða var meðal kjósenda Miðflokksins, eða 55,8%, og þá reyndust 52% Sjálfstæðismanna andvíg. Kjósendur Pírata voru jákvæðastir; 45,8 prósent þeirra voru hlynntir gæludýrum á veitingastöðum. Útlistun á niðurstöðum könnunar Maskínu má finna hér. Íslendingar sér á báti Ekki er farið í saumana á því í könnuninni hvað veldur þessari andstöðu fólks við ferfætlinga með kaffibollanum en niðurstaðan sætir furðu, að mati Ragnheiðar Birgisdóttur, annars eigenda Kattakaffihússins. „Ég skil hana í raun og veru ekki. Því mér finnst Íslendingar vera sér á báti með þessar pælingar um að gæludýr, eða sérstaklega hundar, megi ekki vera neins staðar og alls staðar erlendis, hvar sem maður fer eru hundar leyfðir á kaffihúsum, veitingastöðum.“ Kisuhald kaffihússins hafi gefist afar vel. „Það er bara svo gefandi fyrir fólk að geta komið, sérstaklega þeir sem hafa ekki aðgang að dýrum,“ segir Ragnheiður. Sjálf vill hún reglurnar sem frjálsastar - þó að reyndar séu utanaðkomandi gæludýr ekki leyfð á kattakaffihúsinu, af virðingu við kisurnar sem þar eru fyrir og alls ótengt mögulegri andstöðu mennskra viðskipavina. „Það hefur reyndar nokkrum sinnum komið fyrir ótrúlegt en satt að fólk hefur komið með kött í búri og ætlað að koma með hann í kaffi en það er því miður ekki leyfilegt.“
Gæludýr Veitingastaðir Skoðanakannanir Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira