Loftslagsmálin hafa forgang Gunnar Valur Gíslason skrifar 9. febrúar 2022 08:01 Ég bind miklar vonir við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við umhverfis- og loftslagsráðuneytinu. Víst er að loftslags- og umhverfismál munu verða efst á baugi hjá okkur Íslendingum á næstu árum og áratugum. Stór sameiginleg innviðaverkefni höfuðborgarsvæðisins koma til kasta bæjarstjórnar Garðabæjar og annarra sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu á næsta kjörtímabili. Þessi innviðaverkefni, sem eru loftslags- og umhverfismál i víðum skilningi í samvinnu ríkis og sveitarfélaga, snúast um að ná markmiðum ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum. Loftslagsmálin eru mál málanna fyrir komandi kynslóðir. Unga fólkið kallar á nýsköpun og nýjar lausnir. Það er okkar sem íbúarnir kjósa til ábyrgðarstarfa að ráðast að rót vandans og svara þessu ákalli. Hágæða almenningssamgöngur Eitt megin markmið Samgöngusáttmálans svonefnda, samkomulags ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2019 um uppbyggingu samgönguinnviða, er að minnka mengun vegna svifryks og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ráðist verður í mikla innviðafjárfestingu á næstu 15 árum. Hágæða rafknúnar almenningssamgöngur verða innleiddar, ný umferðarmannvirki byggð, umferðaröryggi aukið og lífsgæði höfuðborgarbúa bætt. Leiðarstef sáttmálans er að styðja við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og sveitarfélaga. Tæknivæddur sorpiðnaður - Sorporkustöð Á næsta kjörtímabili verða stigin mikilvæg framfaraskref hjá Sorpu í loftslagsmálum höfuðborgarsvæðisins. Flokkunarkerfi sorps verður samræmt. Urðunarstað Sorpu í Álfsnesi verður lokað og kjarnastarfsemi Sorpu við meðhöndlun úrgangs færist yfir í tæknivædda iðnaðarferla. Árlegt magn brennanlegs úrgangs á höfuðborgarsvæðinu er um 140.000 tonn. Þar af mun gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) endurnýta allan lífrænan úrgang og ýmis úrgangur verður endurunninn með annarri tæknivæddri meðhöndlun. Brennanlegan úrgang er hægt að endurnýta í hátækni brennslustöð til að framleiða orku. Þangað til innlend sorporkustöð er risin þarf Sorpa að flytja mikið sorpmagn úr landi til brennslu með tilheyrandi kostnaði, kolefnisspori og orðsporsáhættu Íslands. Því er spáð að sá farvegur lokist innan tíðar enda er skortur á brennslugetu í Evrópu talinn vera 100 milljón tonn á ári. Undirbúningur og verklegar framkvæmdir við nýja hátækni sorporkustöð sem brennt gæti 100-130.000 tonnum árlega frá suðvesturhorni landsins tekur 6-8 ár. Áætlaður kostnaður er 20-35 milljarðar króna. Þetta er mikil áskorun. Minni losun – Betra loftslag Brýnt er að hágæða almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, tæknivæddur sorpiðnaður og hátækni sorporkustöð leiði til minni útblásturs frá ökutækjum, aukinnar endurvinnslu og betra loftslags. Ég vil vinna að því á næsta kjörtímabili að tryggja meðal annars þessum mikilvægu umhverfis- og loftslagsverkefnum framgang. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og stjórnarmaður í Strætó bs. Hann gefur kost á sér í 3-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Loftslagsmál Sorpa Strætó Samgöngur Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég bind miklar vonir við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við umhverfis- og loftslagsráðuneytinu. Víst er að loftslags- og umhverfismál munu verða efst á baugi hjá okkur Íslendingum á næstu árum og áratugum. Stór sameiginleg innviðaverkefni höfuðborgarsvæðisins koma til kasta bæjarstjórnar Garðabæjar og annarra sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu á næsta kjörtímabili. Þessi innviðaverkefni, sem eru loftslags- og umhverfismál i víðum skilningi í samvinnu ríkis og sveitarfélaga, snúast um að ná markmiðum ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum. Loftslagsmálin eru mál málanna fyrir komandi kynslóðir. Unga fólkið kallar á nýsköpun og nýjar lausnir. Það er okkar sem íbúarnir kjósa til ábyrgðarstarfa að ráðast að rót vandans og svara þessu ákalli. Hágæða almenningssamgöngur Eitt megin markmið Samgöngusáttmálans svonefnda, samkomulags ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2019 um uppbyggingu samgönguinnviða, er að minnka mengun vegna svifryks og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ráðist verður í mikla innviðafjárfestingu á næstu 15 árum. Hágæða rafknúnar almenningssamgöngur verða innleiddar, ný umferðarmannvirki byggð, umferðaröryggi aukið og lífsgæði höfuðborgarbúa bætt. Leiðarstef sáttmálans er að styðja við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og sveitarfélaga. Tæknivæddur sorpiðnaður - Sorporkustöð Á næsta kjörtímabili verða stigin mikilvæg framfaraskref hjá Sorpu í loftslagsmálum höfuðborgarsvæðisins. Flokkunarkerfi sorps verður samræmt. Urðunarstað Sorpu í Álfsnesi verður lokað og kjarnastarfsemi Sorpu við meðhöndlun úrgangs færist yfir í tæknivædda iðnaðarferla. Árlegt magn brennanlegs úrgangs á höfuðborgarsvæðinu er um 140.000 tonn. Þar af mun gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) endurnýta allan lífrænan úrgang og ýmis úrgangur verður endurunninn með annarri tæknivæddri meðhöndlun. Brennanlegan úrgang er hægt að endurnýta í hátækni brennslustöð til að framleiða orku. Þangað til innlend sorporkustöð er risin þarf Sorpa að flytja mikið sorpmagn úr landi til brennslu með tilheyrandi kostnaði, kolefnisspori og orðsporsáhættu Íslands. Því er spáð að sá farvegur lokist innan tíðar enda er skortur á brennslugetu í Evrópu talinn vera 100 milljón tonn á ári. Undirbúningur og verklegar framkvæmdir við nýja hátækni sorporkustöð sem brennt gæti 100-130.000 tonnum árlega frá suðvesturhorni landsins tekur 6-8 ár. Áætlaður kostnaður er 20-35 milljarðar króna. Þetta er mikil áskorun. Minni losun – Betra loftslag Brýnt er að hágæða almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, tæknivæddur sorpiðnaður og hátækni sorporkustöð leiði til minni útblásturs frá ökutækjum, aukinnar endurvinnslu og betra loftslags. Ég vil vinna að því á næsta kjörtímabili að tryggja meðal annars þessum mikilvægu umhverfis- og loftslagsverkefnum framgang. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og stjórnarmaður í Strætó bs. Hann gefur kost á sér í 3-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar