Lundúnaliðið ásamt hinum ýmsu dýraverndunarsamtökum sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau fordæma hegðun leikmannsins. Zouma sendi svo frá sér afsökunarbeiðni þar sem hann segir að þetta atvik sé einsdæmi.
Það ráku því margir upp stór augu þegar þeir sáu að Zouma var á sínum stað í byrjunarliði West Ham þegar liðið tók á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær. Varnarmaðurinn lék allan leikinn í 1-0 sigri.
David Moyes var spurður að því fyrir leik hvort að myndbandið hafi haft einhver áhrif á það hvort að Zouma væri í liðinu, en stjórinn sagði svo ekki vera.
„Nei, af því að hann er einn af okkar betri leikmönnum,“ sagði Moyes. „Þetta mál er í ferli og klúbburinn sér um það, en ég sé um fótboltahliðina.“
David Moyes on his decision to play Kurt Zouma against Watford after a video surfaced Monday showing him kicking and slapping a cat. pic.twitter.com/2naqfLXSzK
— B/R Football (@brfootball) February 8, 2022