Lögregla á Norður-Jótlandi segir í tilkynningu að mennirnir hafi verið handteknir á tveimur stöðum, annars vegar í Østervrå og hins vegar Flauenskjold, klukkan 11:20 að staðartíma í morgun. Báða staði er að finna norður af Álaborg.
Lögregla segir að upptökur úr öryggismyndavélum og ábendingar frá almenningi hafi komið henni á sporið. Mennirnir eru grunaður um að hafa banað konunni, en hún hefur enn ekki fundist.
Á öðrum þeim stað þar sem mennirnir voru handteknir fannst einnig dökkur bíll líkt og sá sem sást á öryggismyndavélum og konan steig upp í á götunni Vesturbrú í Álaborg klukkan 6:09 að staðartíma á sunnudagsmorgun. Á myndum mátti sjá að Mia Skadhauge Stevn átti um tíu sekúndna spjall við þá sem í bílnum voru, áður en hún settist upp í bílinn.
Vitað er að konan hafði verið að skemmta sér á Jomfru Ane Gade, gengið svo Borgergade til vesturs og svo Vesturbrú til suðurs þar sem hún settist upp í bílinn. DR segir frá málinu.