Arnþrúður hafði betur gegn Reyni í Hæstarétti Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2022 14:18 Reynir Traustason kærði á sínum tíma Arnþrúði Karlsdóttur fyrir meiðyrði. Ummæli Arnþrúðar Karlsdóttur, útvarpskonu á Útvarpi Sögu, um Reyni Traustason ritstjóra standa. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Landsréttar þess efnis. Reynir hafði höfðað mál á hendur Arnþrúði og sakað hana um ærumeiðandi ummæli. Þetta staðfestir Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Reynis, í samtali við Vísi, en dómurinn féll í Hæstarétti núna klukkan 14. Rekja má málið til þess að Reynir fór fram á að þrenn ummæli sem Arnþrúður hafði látið falla í útvarpsþætti á útvarpsstöð sinni, Útvarpi Sögu, yrðu dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann gerði kröfu um 1,5 milljón króna í miskabætur. Reynir hafði fyrst betur í málinu fyrir héraðsdómi þar sem tvenn ummæli Arnþrúðar voru dæmd dauð og ómerk, auk þess sem Arnþrúði var gert að greiða honum 300 þúsund krónur í miskabætur. Arnþrúður áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og taldi ekki um ærumeiðandi ummæli að ræða. Hæstiréttur féllst svo á málskotsbeiðni Reynis síðastliðið haust þar sem Reynir taldi dóm Landsréttar „bersýnilega rangan“. Í ákvörðun Hæstaréttar þar sem sem málskotsbeiðni Reynis var samþykkt sagði að líta yrði svo á að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um þau atriði sem Reynir byggir á, einkum um mörk gildisdóma og staðhæfinga um staðreyndir. Því hafi beiðnin verið samþykkt. Ummæli Arnþrúðar sem deilurnar snerust um voru: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Uppfært klukkan 16:12 Dómurinn hefur nú verið birtur á vef Hæstaréttar. Í honum kemur meðal annars fram að umræða um mikilvæg þjóðfélagsmál njóti aukinnar verndar tjáningarfrelsis og að Arnþrúði verði játað rúmt frelsi til umræddrar tjáningar. Það leiði af hinu rýmkaða tjáningarfrelsi í opinberri umræðu að einstaklingar sem hafi haslað sér völl á því sviði kunna að þurfa að þola harðari ummæli um sig en aðrir borgarar að því leyti sem umræðan telst eiga erindi við almenning. Gagnrýni á störf fjölmiðlamanna kynnu þannig að vera hörð og óvægin án þess að hún sætti takmörkunum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að við heildstætt mat á ummælum Arnþrúðar væri til þess að líta í hvaða samhengi ummælin hefðu verið viðhöfð og hvernig þau hefðu verið sett fram. Taldi rétturinn að Arnþrúður hefði verið að fella gildisdóm um störf Reynis sem ekki skorti með öllu stoð í staðreyndum. Þótt ummælin hefðu verið óvægin var ekki talið að Arnþrúður hefði farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns. Dómsmál Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður og Reynir mætast í Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs í máli hans gegn Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpskonu. Reynir fær því að áfrýja dómi Landsréttar í málinu. 1. september 2021 12:09 Reyni gert að þola að vera sakaður um lygafréttir og að fólk gráti úr sér augun þeirra vegna Landsréttur snéri dómi sem féll í héraði og er nú Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu saklaus af því að hafa látið meiðyrði falla um ritstjórann. 11. júní 2021 14:59 Arnþrúður áfrýjar meiðyrðadómi sem féll í dag Reynir Traustason segir fyrir öllu að búið er að dæma Arnþrúði ómerking. 11. febrúar 2020 14:58 Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Þetta staðfestir Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Reynis, í samtali við Vísi, en dómurinn féll í Hæstarétti núna klukkan 14. Rekja má málið til þess að Reynir fór fram á að þrenn ummæli sem Arnþrúður hafði látið falla í útvarpsþætti á útvarpsstöð sinni, Útvarpi Sögu, yrðu dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann gerði kröfu um 1,5 milljón króna í miskabætur. Reynir hafði fyrst betur í málinu fyrir héraðsdómi þar sem tvenn ummæli Arnþrúðar voru dæmd dauð og ómerk, auk þess sem Arnþrúði var gert að greiða honum 300 þúsund krónur í miskabætur. Arnþrúður áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og taldi ekki um ærumeiðandi ummæli að ræða. Hæstiréttur féllst svo á málskotsbeiðni Reynis síðastliðið haust þar sem Reynir taldi dóm Landsréttar „bersýnilega rangan“. Í ákvörðun Hæstaréttar þar sem sem málskotsbeiðni Reynis var samþykkt sagði að líta yrði svo á að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um þau atriði sem Reynir byggir á, einkum um mörk gildisdóma og staðhæfinga um staðreyndir. Því hafi beiðnin verið samþykkt. Ummæli Arnþrúðar sem deilurnar snerust um voru: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Uppfært klukkan 16:12 Dómurinn hefur nú verið birtur á vef Hæstaréttar. Í honum kemur meðal annars fram að umræða um mikilvæg þjóðfélagsmál njóti aukinnar verndar tjáningarfrelsis og að Arnþrúði verði játað rúmt frelsi til umræddrar tjáningar. Það leiði af hinu rýmkaða tjáningarfrelsi í opinberri umræðu að einstaklingar sem hafi haslað sér völl á því sviði kunna að þurfa að þola harðari ummæli um sig en aðrir borgarar að því leyti sem umræðan telst eiga erindi við almenning. Gagnrýni á störf fjölmiðlamanna kynnu þannig að vera hörð og óvægin án þess að hún sætti takmörkunum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að við heildstætt mat á ummælum Arnþrúðar væri til þess að líta í hvaða samhengi ummælin hefðu verið viðhöfð og hvernig þau hefðu verið sett fram. Taldi rétturinn að Arnþrúður hefði verið að fella gildisdóm um störf Reynis sem ekki skorti með öllu stoð í staðreyndum. Þótt ummælin hefðu verið óvægin var ekki talið að Arnþrúður hefði farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns.
Ummæli Arnþrúðar sem deilurnar snerust um voru: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“
Dómsmál Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður og Reynir mætast í Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs í máli hans gegn Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpskonu. Reynir fær því að áfrýja dómi Landsréttar í málinu. 1. september 2021 12:09 Reyni gert að þola að vera sakaður um lygafréttir og að fólk gráti úr sér augun þeirra vegna Landsréttur snéri dómi sem féll í héraði og er nú Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu saklaus af því að hafa látið meiðyrði falla um ritstjórann. 11. júní 2021 14:59 Arnþrúður áfrýjar meiðyrðadómi sem féll í dag Reynir Traustason segir fyrir öllu að búið er að dæma Arnþrúði ómerking. 11. febrúar 2020 14:58 Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Arnþrúður og Reynir mætast í Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs í máli hans gegn Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpskonu. Reynir fær því að áfrýja dómi Landsréttar í málinu. 1. september 2021 12:09
Reyni gert að þola að vera sakaður um lygafréttir og að fólk gráti úr sér augun þeirra vegna Landsréttur snéri dómi sem féll í héraði og er nú Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu saklaus af því að hafa látið meiðyrði falla um ritstjórann. 11. júní 2021 14:59
Arnþrúður áfrýjar meiðyrðadómi sem féll í dag Reynir Traustason segir fyrir öllu að búið er að dæma Arnþrúði ómerking. 11. febrúar 2020 14:58
Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40