Reynir segir dóminn víkka tjáningarfrelsið til mikilla muna Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2022 15:49 Reynir ætlar að fara yfir dóminn með lögmanni sínum Gunnari Inga Jóhannssyni. Hann segir koma til greina að skjóta málinu til Mannréttindadómsstóls Evrópu en er þó ekki viss um að hann nenni að standa í þessu máli öllu lengur. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs segir nýfallinn dóm í Hæstarétti vera þess eðlis að nú geti menn nánast látið nánast hvað sem er flakka. Vísir greindi frá því nú fyrir stundu að dómur í máli hans á hendur Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu hafi fallið í Hæstarétti eftir að hafa farið milli dómstiga; héraðs og Landsréttar. Hæstiréttur komst að því að í lagi væri að spyrja, eins og Arnþrúður gerði óneitanlega gildishlaðið opinberlega: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Reynir segir nú liggja fyrir að saka megi menn um manndráp og lygar og vill óska Arnþrúði til hamingju með sigurinn en ætlar nú að skoða framhaldið með Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum. Hann segir spurður það koma til greina að skjóta málinu til Mannréttindadómsstóls Evrópu, en hann segist ekki viss um að hann nenni að standa í þessu máli öllu lengur. „Ég tek þessu annars af þeirri karlmennsku sem mér er eiginleg,“ segir Reynir. Sem þó telur að þarna sé verið að setja hættulegt fordæmi. Þurfi að þola harðari ummæli Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að umræða um mikilvæg þjóðfélagsmál nyti aukinnar verndar tjáningarfrelsis og að Arnþrúði yrði játað rúmt frelsi til umræddrar tjáningar. Það leiddi af hinu rýmkaða tjáningarfrelsi í opinberri umræðu að einstaklingar sem hefðu haslað sér völl á því sviði kynnu að þurfa að þola harðari ummæli um sig en aðrir borgarar að því leyti sem umræðan teldist eiga erindi við almenning. Gagnrýni á störf fjölmiðlamanna kynni þannig að vera hörð og óvægin án þess að hún sætti takmörkunum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að við heildstætt mat á ummælum Arnþrúðar væri til þess að líta í hvaða samhengi ummælin hefðu verið viðhöfð og hvernig þau hefðu verið sett fram. Taldi rétturinn að Arnþrúður hefði verið að fella gildisdóm um störf Reynis sem ekki skorti með öllu stoð í staðreyndum. Þótt ummælin hefðu verið óvægin var ekki talið að Arnþrúður hefði farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns. Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Vísir greindi frá því nú fyrir stundu að dómur í máli hans á hendur Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu hafi fallið í Hæstarétti eftir að hafa farið milli dómstiga; héraðs og Landsréttar. Hæstiréttur komst að því að í lagi væri að spyrja, eins og Arnþrúður gerði óneitanlega gildishlaðið opinberlega: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Reynir segir nú liggja fyrir að saka megi menn um manndráp og lygar og vill óska Arnþrúði til hamingju með sigurinn en ætlar nú að skoða framhaldið með Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum. Hann segir spurður það koma til greina að skjóta málinu til Mannréttindadómsstóls Evrópu, en hann segist ekki viss um að hann nenni að standa í þessu máli öllu lengur. „Ég tek þessu annars af þeirri karlmennsku sem mér er eiginleg,“ segir Reynir. Sem þó telur að þarna sé verið að setja hættulegt fordæmi. Þurfi að þola harðari ummæli Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að umræða um mikilvæg þjóðfélagsmál nyti aukinnar verndar tjáningarfrelsis og að Arnþrúði yrði játað rúmt frelsi til umræddrar tjáningar. Það leiddi af hinu rýmkaða tjáningarfrelsi í opinberri umræðu að einstaklingar sem hefðu haslað sér völl á því sviði kynnu að þurfa að þola harðari ummæli um sig en aðrir borgarar að því leyti sem umræðan teldist eiga erindi við almenning. Gagnrýni á störf fjölmiðlamanna kynni þannig að vera hörð og óvægin án þess að hún sætti takmörkunum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að við heildstætt mat á ummælum Arnþrúðar væri til þess að líta í hvaða samhengi ummælin hefðu verið viðhöfð og hvernig þau hefðu verið sett fram. Taldi rétturinn að Arnþrúður hefði verið að fella gildisdóm um störf Reynis sem ekki skorti með öllu stoð í staðreyndum. Þótt ummælin hefðu verið óvægin var ekki talið að Arnþrúður hefði farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns.
Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira