Óvenjulega gæfur hrafn gefur frá sér einkennileg ástarhljóð Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. febrúar 2022 21:00 Hrafninn var á vappi í Lágmúlanum í dag þegar við rákumst á hann. vísir/sigurjón Varpstofn hrafna í Reykjavík hefur stækkað töluvert á síðustu árum. Fuglarnir para sig á þessum árstíma og eru því mjög áberandi í borginni. Við hittum ungan hrafn í leit að ást en hann fann í staðinn góðan vin í fréttamanni okkar. Hrafninn hittum við óvænt í Lágmúlanum í dag þar sem fréttastofa var stödd í öðrum erindagjörðum. Hann var með eindæmum gæfur eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni. Hann vakti mikla lukku meðal vegfarenda á svæðinu. Ungir hrafnar eru óttalegir kjánar Við leituðum til sérfræðings til að ræða hrafnalífið í borginni eftir kynni okkar af hrafninum í Lágmúla. En eru hrafnar orðnir gæfari í dag en áður? „Fyrst og fremst meta þeir svona bara hvar er hætta á ferð. Hérna innan borgarinnar eru þeir nú varla ofsóttir og þeir geta verið mjög spakir og sérstaklega ef einhvers ætis er von. En svo geta sumir hrafnar verið miklu styggari,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Kristinn segir hrafnana einhverja gáfuðustu fugla sem fyrirfinnast.vísir/sindri Og þarna getur aldur fuglanna spilað inn í. „Ungir hrafnar eru til dæmis eru fyrstu mánuðina bara asnar og miklir kjánar en þeir læra nú fljótt á lífið,“ segir Kristinn Haukur. Þannig ég hef líklega hitt einn svona kjána eða hvað? „Já, væntanlega,“ segir Kristinn Haukur og hlær við. Hrafninn vakti mikla lukku vegfarenda. Á tímabili var nokkur hópur búinn að safnast að honum en hér sést ferðamaður mynda hann.vísir/sigurjón Koma í bæinn á veturna Hann segir hrafnana einstaklega skemmtileg dýr og taldir meðal þeirra gáfuðustu ásamt páfagaukum og krákum. Varpstofn hrafna í borginni hefur stækkað samhliða fjölgun trjáa og núverpa hér tugir para. Á veturna sækja hrafnar úr nágrannasveitarfélögum hins vegar í borgina í leit að æti og til að para sig. Þeir geta verið í hundraðatali í Reykjavík á veturna. Hrafninn ungi. Sá gaf frá sér einkennileg hljóð eða að minnsta kosti ekki það hefðbundna krunk sem flestir tengja við hrafna.vísir/sigurjón Ekkert venjulegt krunk En hljóðin í hrafninum sem við hittum í dag vöktu mikla athygli okkar og vegfarenda. Það var ekki það venjulega krunk sem flestir tengja við hrafninn. Við spurðum Kristinn út í það: „Hrafnarnir gefa frá sér mjög merkileg og margvísleg hljóð. Þeir eru að parast á veturna. Þeir parast í þessum geldhrafnaflokkum þannig sumt af þessum hljóðum eru kannski ástarkvak,“ segir hann og líkir eftir einu af hljóðum hrafnsins, líklega því sem við heyrðum í dag. Við bendum lesendum enn og aftur á myndbandið sem hér fylgir fréttinni, sem sýnt var í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Hvort ástarkvak hrafnsins hafi beinst að frétta- og tökumanni verður ekki fullyrt um hér en eitt er víst að hann vitrist að minnsta kosti ansi hrifinn af okkur. Dýr Fuglar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Hrafninn hittum við óvænt í Lágmúlanum í dag þar sem fréttastofa var stödd í öðrum erindagjörðum. Hann var með eindæmum gæfur eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni. Hann vakti mikla lukku meðal vegfarenda á svæðinu. Ungir hrafnar eru óttalegir kjánar Við leituðum til sérfræðings til að ræða hrafnalífið í borginni eftir kynni okkar af hrafninum í Lágmúla. En eru hrafnar orðnir gæfari í dag en áður? „Fyrst og fremst meta þeir svona bara hvar er hætta á ferð. Hérna innan borgarinnar eru þeir nú varla ofsóttir og þeir geta verið mjög spakir og sérstaklega ef einhvers ætis er von. En svo geta sumir hrafnar verið miklu styggari,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Kristinn segir hrafnana einhverja gáfuðustu fugla sem fyrirfinnast.vísir/sindri Og þarna getur aldur fuglanna spilað inn í. „Ungir hrafnar eru til dæmis eru fyrstu mánuðina bara asnar og miklir kjánar en þeir læra nú fljótt á lífið,“ segir Kristinn Haukur. Þannig ég hef líklega hitt einn svona kjána eða hvað? „Já, væntanlega,“ segir Kristinn Haukur og hlær við. Hrafninn vakti mikla lukku vegfarenda. Á tímabili var nokkur hópur búinn að safnast að honum en hér sést ferðamaður mynda hann.vísir/sigurjón Koma í bæinn á veturna Hann segir hrafnana einstaklega skemmtileg dýr og taldir meðal þeirra gáfuðustu ásamt páfagaukum og krákum. Varpstofn hrafna í borginni hefur stækkað samhliða fjölgun trjáa og núverpa hér tugir para. Á veturna sækja hrafnar úr nágrannasveitarfélögum hins vegar í borgina í leit að æti og til að para sig. Þeir geta verið í hundraðatali í Reykjavík á veturna. Hrafninn ungi. Sá gaf frá sér einkennileg hljóð eða að minnsta kosti ekki það hefðbundna krunk sem flestir tengja við hrafna.vísir/sigurjón Ekkert venjulegt krunk En hljóðin í hrafninum sem við hittum í dag vöktu mikla athygli okkar og vegfarenda. Það var ekki það venjulega krunk sem flestir tengja við hrafninn. Við spurðum Kristinn út í það: „Hrafnarnir gefa frá sér mjög merkileg og margvísleg hljóð. Þeir eru að parast á veturna. Þeir parast í þessum geldhrafnaflokkum þannig sumt af þessum hljóðum eru kannski ástarkvak,“ segir hann og líkir eftir einu af hljóðum hrafnsins, líklega því sem við heyrðum í dag. Við bendum lesendum enn og aftur á myndbandið sem hér fylgir fréttinni, sem sýnt var í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Hvort ástarkvak hrafnsins hafi beinst að frétta- og tökumanni verður ekki fullyrt um hér en eitt er víst að hann vitrist að minnsta kosti ansi hrifinn af okkur.
Dýr Fuglar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira