Verðlaunin eru veitt á grundvelli vörumerkjastefnu fyrirtækja og er meðal annars litið til viðskiptalíkana og staðfærslu þeirra við valið. Í tilkynningu frá brandr segir að markmiðið með verðlaununum sé að efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu og verðlauna fyrirtæki sem stóðu sig best á þessu sviði á síðasta ári.
Í október var kallað eftir tillögum frá almenningi og valnefnd, sem skipuð er fimmtíu sérfræðingum úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu.
Í kjölfarið var óskað eftir því að tilnefnd vörumerkum skiluðu inn gögnum og kynningu. Niðurstöður kannanna og einkunnargjafar valnefndar sker svo úr hvert sterkasta vörumerkið er í hverjum flokki.

Eftirfarandi vörumerki hljóta tilnefningu í ár
Fyrirtækjamarkaður, starfsfólk 50 eða fleiri: Advania, Kerecis, Kvika, Meniga, Origo.
Fyrirtækjamarkaður, starfsfólk 49 eða færri: Akademias, Alfreð, Lucinity, Men&Mice, Sahara.
Einstaklingsmarkaður, starfsfólk 50 eða fleiri: 66 norður, Heimkaup, Lyfja, Nova, Play, Sky Lagoon, Te & Kaffi.
Einstaklingsmarkaður, starfsfólk 49 eða færri: As we grow, Blush, Eldum rétt, Hopp, Omnom, Vaxa, Vök baths.