Hætti við pílu og tölvuleik með vinunum sem trúðu ekki ástæðunni Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2022 13:01 Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon áttu sinn þátt í að Íslendingar fögnuðu stórsigri gegn Svartfjallalandi sem minnstu munaði að dygði liðinu til að komast í undanúrslit á EM. Getty/Sanjin Strukic Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon lýstu því með bráðskemmtilegum hætti í Seinni bylgjunni í gærkvöld hvernig það var að vera allt í einu kallaðir út á sjálft Evrópumótið í handbolta í síðasta mánuði. Þráinn leikur með Haukum og Magnús Óli með Val. Þeir voru staddir heima á Íslandi og hvorugur gerði sér neinar væntingar um að taka þátt á EM þegar kallið barst frá Búdapest, vegna kórónuveirusmita í íslenska hópnum. „Ég sit þarna og er að tala við kærustuna mína og svo byrjar síminn að titra, og ég „ghosta“ það nú til að byrja með,“ segir Þráinn Orri sem á endanum hringdi þó til baka og fékk að vita að krafta hans væri óskað í íslenska landsliðinu, sem hann hafði aldrei spilað fyrir áður. „Þeir bara trúðu þessi ekki“ „En vandamálið var að ég var búinn að plana að fara með félögum mínum af Seltjarnarnesinu í Bullseye í pílu og svo í Counter-Strike-lan í Arena seinna um kvöldið,“ segir Þráinn Orri sem skellti sér beint í sýnatöku, en náði að koma við hjá félögunum um kvöldið og segja þeim góðu fréttirnar: „Þeir bara trúðu þessi ekki – alveg eins og ég og allir aðrir sem ég talaði við. Það liðu átta tímar frá símtali og þar til að ég var farinn út,“ segir Þráinn sem stóð sig með prýði á mótinu þar til að hann varð fyrir því óláni að meiðast. Klippa: Seinni bylgjan - Þráinn og Magnús ruku út á EM „Hugsaði með mér að það væri ekki séns að það yrði hringt í mig“ Magnús Óli var hluti af íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi fyrir ári síðan en átti alls ekki von á að fá símtal frá Guðmundi Guðmundssyni á miðju Evrópumóti: „Ég var bara í vinnunni. Sat í tölvunni og sá allt í einu frétt á Vísi um að það væru þrír leikmenn smitaðir; Bjöggi, Óli og Gísli Þorgeir. Ég hugsaði bara: „Hvar endar þetta? Hverjir verða næstir og hvað verður gert ef fleiri smitast?“ Fimm mínútum seinna hringir síminn: „Blessaður, þetta er Gummi hérna. Hefurðu tök á því að koma út?“ Já, ekkert mál. Síðan fór ég daginn eftir í flug og var bara mættur,“ segir Magnús Óli en hann var ekki í upphaflega 35 manna hópnum sem til greina kom fyrir EM. Vegna faraldursins máttu landsliðsþjálfarar leita út fyrir þann hóp. „Ég var ekki í þessum 35 manna hópi og hugsaði með mér að það væri ekki séns að það yrði hringt í mig. Svo einhvern veginn er hringt í mig og ég var bara orðlaus. Labbaði bara fram og til baka og vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér,“ segir Magnús Óli sem átti stórgóða innkomu í íslenska liðið. EM karla í handbolta 2022 Olís-deild karla Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Þráinn leikur með Haukum og Magnús Óli með Val. Þeir voru staddir heima á Íslandi og hvorugur gerði sér neinar væntingar um að taka þátt á EM þegar kallið barst frá Búdapest, vegna kórónuveirusmita í íslenska hópnum. „Ég sit þarna og er að tala við kærustuna mína og svo byrjar síminn að titra, og ég „ghosta“ það nú til að byrja með,“ segir Þráinn Orri sem á endanum hringdi þó til baka og fékk að vita að krafta hans væri óskað í íslenska landsliðinu, sem hann hafði aldrei spilað fyrir áður. „Þeir bara trúðu þessi ekki“ „En vandamálið var að ég var búinn að plana að fara með félögum mínum af Seltjarnarnesinu í Bullseye í pílu og svo í Counter-Strike-lan í Arena seinna um kvöldið,“ segir Þráinn Orri sem skellti sér beint í sýnatöku, en náði að koma við hjá félögunum um kvöldið og segja þeim góðu fréttirnar: „Þeir bara trúðu þessi ekki – alveg eins og ég og allir aðrir sem ég talaði við. Það liðu átta tímar frá símtali og þar til að ég var farinn út,“ segir Þráinn sem stóð sig með prýði á mótinu þar til að hann varð fyrir því óláni að meiðast. Klippa: Seinni bylgjan - Þráinn og Magnús ruku út á EM „Hugsaði með mér að það væri ekki séns að það yrði hringt í mig“ Magnús Óli var hluti af íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi fyrir ári síðan en átti alls ekki von á að fá símtal frá Guðmundi Guðmundssyni á miðju Evrópumóti: „Ég var bara í vinnunni. Sat í tölvunni og sá allt í einu frétt á Vísi um að það væru þrír leikmenn smitaðir; Bjöggi, Óli og Gísli Þorgeir. Ég hugsaði bara: „Hvar endar þetta? Hverjir verða næstir og hvað verður gert ef fleiri smitast?“ Fimm mínútum seinna hringir síminn: „Blessaður, þetta er Gummi hérna. Hefurðu tök á því að koma út?“ Já, ekkert mál. Síðan fór ég daginn eftir í flug og var bara mættur,“ segir Magnús Óli en hann var ekki í upphaflega 35 manna hópnum sem til greina kom fyrir EM. Vegna faraldursins máttu landsliðsþjálfarar leita út fyrir þann hóp. „Ég var ekki í þessum 35 manna hópi og hugsaði með mér að það væri ekki séns að það yrði hringt í mig. Svo einhvern veginn er hringt í mig og ég var bara orðlaus. Labbaði bara fram og til baka og vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér,“ segir Magnús Óli sem átti stórgóða innkomu í íslenska liðið.
EM karla í handbolta 2022 Olís-deild karla Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira