Síbrotamaður í gæsluvarðhald eftir að hafa reynt að bana fyrrverandi unnustu Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2022 11:53 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þessa efnis þar sem vísað er til rannsóknarhagsmuna og síafbrota mannsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gærsluvarðhald til 3. mars næstkomandi vegna fjölda afbrota, meðal annars fyrir að hafa reynt að bana fyrrverandi unnustu sinni með því að setja púða fyrir vit hennar í desember síðastliðinn. Landsréttur hefur þar staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þessa efnis þar sem vísað er til rannsóknarhagsmuna og síafbrota. Afbrot mannsins eru rakin í úrskurðinum, en brotaferill mannsins er sagður hafa hafist á ný í júní 2021 eftir að hann losnaði úr afplánun í mars sama ár. Vegna brotastarfsemi sinnar var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald í júlí sem hafi átt að standa til loka ágúst. Hann hafi hins vegar „látið sig hverfa úr gæsluvarðhaldinu“ eftir að hafa hætt sjálfur í áfengis- og fíkniefnameðferð og svo verið handtekinn á Akureyri 22. ágúst. Maðurinn losnaði úr gæsluvarðhaldi í lok ágúst og hófst ný afbrotahrina svo í desember 2021 þegar hann réðst gegn unnustu sinni með alvarlegum brotum. Fjölmörg brot mannsins eru til rannsóknar hjá lögreglu, meðal annars hótanir, eignaspjöll, vopnalagabrot, líkamsárásir, umferðarlagabrot, fíkniefnabrot, húsbrot og ítrekuð brot gegn nálgunarbanni. Í úrskurðinum segir að í desember hafi hann beitt fyrrverandi unnustu miklu ofbeldi og meðal annars tekið um um háls hennar og sett púða yfir vit hennar. Þar hafi nágranni konunnar heyrt lætin og brotist inn í íbúð hennar og bjargað henni frá manninum. Mat lögreglu sé að með þessu atferli hafi maðurinn gerst sekur um tilraun til manndráps. Ennfremur segir að rannsókn málsins sé langt komin en meðal annars sé beðið niðurstöðu meinafræðings sem meti áverkana. Dómsmál Akureyri Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Landsréttur hefur þar staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þessa efnis þar sem vísað er til rannsóknarhagsmuna og síafbrota. Afbrot mannsins eru rakin í úrskurðinum, en brotaferill mannsins er sagður hafa hafist á ný í júní 2021 eftir að hann losnaði úr afplánun í mars sama ár. Vegna brotastarfsemi sinnar var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald í júlí sem hafi átt að standa til loka ágúst. Hann hafi hins vegar „látið sig hverfa úr gæsluvarðhaldinu“ eftir að hafa hætt sjálfur í áfengis- og fíkniefnameðferð og svo verið handtekinn á Akureyri 22. ágúst. Maðurinn losnaði úr gæsluvarðhaldi í lok ágúst og hófst ný afbrotahrina svo í desember 2021 þegar hann réðst gegn unnustu sinni með alvarlegum brotum. Fjölmörg brot mannsins eru til rannsóknar hjá lögreglu, meðal annars hótanir, eignaspjöll, vopnalagabrot, líkamsárásir, umferðarlagabrot, fíkniefnabrot, húsbrot og ítrekuð brot gegn nálgunarbanni. Í úrskurðinum segir að í desember hafi hann beitt fyrrverandi unnustu miklu ofbeldi og meðal annars tekið um um háls hennar og sett púða yfir vit hennar. Þar hafi nágranni konunnar heyrt lætin og brotist inn í íbúð hennar og bjargað henni frá manninum. Mat lögreglu sé að með þessu atferli hafi maðurinn gerst sekur um tilraun til manndráps. Ennfremur segir að rannsókn málsins sé langt komin en meðal annars sé beðið niðurstöðu meinafræðings sem meti áverkana.
Dómsmál Akureyri Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira