Frá þessu greinir Ríkisútvarpið en Ólafur hélt erindi í gær undir yfirskriftinni Ekki er allt sem sýnist, í tengslum við yfirlitssýningu Listasafnsins á verkum Guðmundar Thorsteinssonar, sem gekk undir listamannsnafninu Muggur.
Að sögn Ólafs hafa falsanir af verkum Muggs lengi verið í umferð en tilvist þeirra megi rekja til fölsunarmálsins sem kom upp rétt eftir aldamót. Þá voru eigendur Gallerí Borgar sakfelldir í héraðsdómi en síðar sýknaðir í Hæstarétti.
RÚV hefur eftir Ólafi að oft megi greina falsanir á verkum listamannsins af því hvernig verkin eru merkt og hann viti um tugi falsaðra verka; að minnsta kosti 30.
Eyða þurfi fölsununum, þar sem þær flækist fyrir á markaðnum.