Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Búðirnar á bakka vatnsins verða teknar saman í dag og fluttar í burtu. Í framhaldi af þessu verði gerðar áætlanir um björgun vélarinnar og ráðist í þær þegar vatnið er opið og veður leyfir.
Óvíst sé um hvenær það geti orðið.
Greint var frá því í morgun aðstandendur hafi borið kennsl á alla fjóra sem voru um borð í vélinni en þeir náðust á land í gær.
Mikill viðbúnaður hefur verið við Ölfusvatnsvík síðustu daga vegna flugslyssins sem varð 3. febrúar síðastliðinn.