Fjölskylduvæn borg fyrir fjölbreytt fólk – mannréttindi og lýðræði Ellen Jacqueline Calmon skrifar 11. febrúar 2022 17:00 Reykjavíkurborg hefur verið í örri þróun síðastliðin ár og á kjörtímabilinu sem bráðum líður undir lok höfum við sett okkur stefnu í ýmsum málum má þar meðal annarra nefna Lýðræðisstefnu, Menningarstefnu, Menntastefnu, Lýðheilsustefnu og Græna planið. Þær stefnur eins og aðrar snúa að því að gera góða borg enn betri fyrir borgarbúa alla. Ég hef verið ötul talskona mannréttinda og lýðræðis í þeirri aðkomu sem ég hef haft að stefnumótunarvinnu borgarinnar. Hugmyndafræði algildrar hönnunar og inngilding eru að verða okkur tungutamari í stefnumótun, verkefnum og ákvarðanatöku í borginni, sem er vel en þó má gera betur. Þegar okkur hefur tekist að fá þessi hugtök og hugmyndafræði til að fléttast við alla þræði í þjónustu og umhverfi borgarinnar þá á samfélagið að verða aðgengilegra öllum óháð aldri, fötlun, kyni, kynvitund, uppruna og líkamsgerð eða annarri stöðu. Ég vil að Reykjavíkurborg sé fjölskylduvæn, barnvæn og aldursvæn borg þar sem allar gerðir fjölskyldna fá að blómstra, njóta stuðnings og þjónustu sem þær þurfa til að geta tekið fullan þátt í samfélaginu, þar sem hugað er að fjölbreyttum fjölskyldugerðum og tekið er tillit til margbreytileikans. Barnvænt sveitarfélag og barnamenning Í fjölskylduvænni borg fá börn og ungmenni tækifæri til að hafa áhrif á mál er þau varða eins og fram kemur í Lýðræðisstefnunni. Þá er mikilvægt að innleiða hugmyndafræði Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna á öll svið borgarinnar. Í menningarstefnu borgarinnar er meðal annars lögð áhersla á mikilvægi barnamenningar og að henni verðum við að hlúa. Með barnamenningu fá börnin fleiri tækifæri til að tjá tilfinningar sínar, finna leiðir til túlkunar á þeim og opna hugann fyrir nýjum víddum og sköpun. Þau eru listafólk og listneytendur framtíðarinnar. Eins og við flest vitum þá auðga listir og menning samfélagið með margvíslegum hætti og eru uppspretta nýsköpunar. Barnavernd Því miður hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað svo um munar á síðastliðnum tveimur árum og er því brýnna nú en nokkurn tíma áður að tryggja öryggi og velferð barna og koma í veg fyrir hverslags ofbeldi eða vanrækslu gagnvart þeim. Ég þreytist ekki á að minna á að okkur ber öllum skylda til að tilkynna til barnaverndaryfirvalda ef við verðum vís að hvers konar vanrækslu eða ofbeldi gagnavart barni. Ef við látum slík tilvik viðgangast þá berum við ábyrgð á því að barnið fái ekki að þroskast og dafna eins og það á rétt á. Að búa við vanrækslu eða ofbeldi hefur áhrif á einstaklinginn lífið út og getur gert það að verkum að hann verður aldrei fyllilega virkur samfélagsþegn. Menntastefna Reykjavíkurborgar Stefnan byggir á grunnstefjum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er í innleiðingarferli. Á tímum faraldursins hefur reynst geigvænleg áskorun að halda uppi óskertu skólastarfi. Í því sambandi ber að þakka miklu og óeigingjörnu starfi starfsfólks í leik-, grunnskóla- og frístundastarfi borgarinnar. Mér finnst mikilvægt að styðja enn betur við fagfólkið okkar á skóla- og frístundasviði svo hægt sé að halda þétt utan um verkefnið þannig menntastefnan verði að fullu innleidd og nái fram að ganga börnum í borginni til heilla. Aldursvæn borg Fjölskylduborgin Reykjavík er aldursvæn borg þar sem hvatt er til virkni eldri borgara með öflugum tækifærum til heilsueflingar og samfélagsþátttöku eins og fram kemur í Lýðheilsustefnunni. Þá er ekki síður mikilvægt að tryggja æ betri þjónustu svo fólk geti búið sem lengst heima hjá sér og hafa verið tekin fjölmörg skref í þá átt á þessu kjörtímabili. Þá hefur orðið ör þróun í velferðartækni sem snýr meðal annars að þjónustu við eldri borgara og fjölmörg tilraunaverkefni farin af stað í þeim efnum sem áfram verður haldið með. Markmiðið með þeirri vinnu er að auka lífsgæði fólks sem er að eldast. Jafnlaunastefna og jafnvirði starfa Ég á sæti í stýrihópi sem er að endurskoða jafnlaunastefnu Reykjavíkurborgar um þessar mundir, en á kjörtímabilinu hefur náðst góður árangur í því að draga úr launamun kynjanna. Mér finnst mikilvægt að halda áfram því góða starfi og að horft sé til fleiri breyta en einungis kynjabreytunnar þegar kemur að launamun starfsfólks. Þá er mikilvægt að og tryggja að jöfn laun séu greidd fyrir jafnverðmæt störf óháð kyni eða annarri stöðu. Loftslagsmálin Eru stærstu mannréttindmál nútímans og þarf að taka tillit til þeirra í allri ákvarðanatöku í málefnum borgarinnar. Græna planið er sóknaráætlun Reykjavíkurborgar sem leggur línurnar í fjármálum, fjárfestingum og grænum lykilverkefnum og eru fjölmargir þættir Græna plansins komnir vel af stað. Má þar meðal annars nefna stafræna umbreytingu í þjónustu borgarinnar en nýr vefur Reykjavíkurborgar hefur litið dagsins ljós. Á nýjum vef borgarinnar hefur verið lögð áhersla á einföldun texta þar sem einnig er notast meira við myndmál og táknmyndir en áður. Einfaldari texti og myndir eru liður í að uppfylla hugmyndafræði algildrar hönnunar og hentar meðal annars fólki með annað móðurmál en íslensku, börnum, fólki með þroskahömlun og er bara almennt þægilegra fyrir okkur öll. Höfundur er borgarfulltrúi sækist eftir 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í rafrænu flokksvali sem fer fram núna um helgina 12.-13. febrúar á xs.is Heimasíða framboðsins er https://ellencalmon.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur verið í örri þróun síðastliðin ár og á kjörtímabilinu sem bráðum líður undir lok höfum við sett okkur stefnu í ýmsum málum má þar meðal annarra nefna Lýðræðisstefnu, Menningarstefnu, Menntastefnu, Lýðheilsustefnu og Græna planið. Þær stefnur eins og aðrar snúa að því að gera góða borg enn betri fyrir borgarbúa alla. Ég hef verið ötul talskona mannréttinda og lýðræðis í þeirri aðkomu sem ég hef haft að stefnumótunarvinnu borgarinnar. Hugmyndafræði algildrar hönnunar og inngilding eru að verða okkur tungutamari í stefnumótun, verkefnum og ákvarðanatöku í borginni, sem er vel en þó má gera betur. Þegar okkur hefur tekist að fá þessi hugtök og hugmyndafræði til að fléttast við alla þræði í þjónustu og umhverfi borgarinnar þá á samfélagið að verða aðgengilegra öllum óháð aldri, fötlun, kyni, kynvitund, uppruna og líkamsgerð eða annarri stöðu. Ég vil að Reykjavíkurborg sé fjölskylduvæn, barnvæn og aldursvæn borg þar sem allar gerðir fjölskyldna fá að blómstra, njóta stuðnings og þjónustu sem þær þurfa til að geta tekið fullan þátt í samfélaginu, þar sem hugað er að fjölbreyttum fjölskyldugerðum og tekið er tillit til margbreytileikans. Barnvænt sveitarfélag og barnamenning Í fjölskylduvænni borg fá börn og ungmenni tækifæri til að hafa áhrif á mál er þau varða eins og fram kemur í Lýðræðisstefnunni. Þá er mikilvægt að innleiða hugmyndafræði Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna á öll svið borgarinnar. Í menningarstefnu borgarinnar er meðal annars lögð áhersla á mikilvægi barnamenningar og að henni verðum við að hlúa. Með barnamenningu fá börnin fleiri tækifæri til að tjá tilfinningar sínar, finna leiðir til túlkunar á þeim og opna hugann fyrir nýjum víddum og sköpun. Þau eru listafólk og listneytendur framtíðarinnar. Eins og við flest vitum þá auðga listir og menning samfélagið með margvíslegum hætti og eru uppspretta nýsköpunar. Barnavernd Því miður hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað svo um munar á síðastliðnum tveimur árum og er því brýnna nú en nokkurn tíma áður að tryggja öryggi og velferð barna og koma í veg fyrir hverslags ofbeldi eða vanrækslu gagnvart þeim. Ég þreytist ekki á að minna á að okkur ber öllum skylda til að tilkynna til barnaverndaryfirvalda ef við verðum vís að hvers konar vanrækslu eða ofbeldi gagnavart barni. Ef við látum slík tilvik viðgangast þá berum við ábyrgð á því að barnið fái ekki að þroskast og dafna eins og það á rétt á. Að búa við vanrækslu eða ofbeldi hefur áhrif á einstaklinginn lífið út og getur gert það að verkum að hann verður aldrei fyllilega virkur samfélagsþegn. Menntastefna Reykjavíkurborgar Stefnan byggir á grunnstefjum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er í innleiðingarferli. Á tímum faraldursins hefur reynst geigvænleg áskorun að halda uppi óskertu skólastarfi. Í því sambandi ber að þakka miklu og óeigingjörnu starfi starfsfólks í leik-, grunnskóla- og frístundastarfi borgarinnar. Mér finnst mikilvægt að styðja enn betur við fagfólkið okkar á skóla- og frístundasviði svo hægt sé að halda þétt utan um verkefnið þannig menntastefnan verði að fullu innleidd og nái fram að ganga börnum í borginni til heilla. Aldursvæn borg Fjölskylduborgin Reykjavík er aldursvæn borg þar sem hvatt er til virkni eldri borgara með öflugum tækifærum til heilsueflingar og samfélagsþátttöku eins og fram kemur í Lýðheilsustefnunni. Þá er ekki síður mikilvægt að tryggja æ betri þjónustu svo fólk geti búið sem lengst heima hjá sér og hafa verið tekin fjölmörg skref í þá átt á þessu kjörtímabili. Þá hefur orðið ör þróun í velferðartækni sem snýr meðal annars að þjónustu við eldri borgara og fjölmörg tilraunaverkefni farin af stað í þeim efnum sem áfram verður haldið með. Markmiðið með þeirri vinnu er að auka lífsgæði fólks sem er að eldast. Jafnlaunastefna og jafnvirði starfa Ég á sæti í stýrihópi sem er að endurskoða jafnlaunastefnu Reykjavíkurborgar um þessar mundir, en á kjörtímabilinu hefur náðst góður árangur í því að draga úr launamun kynjanna. Mér finnst mikilvægt að halda áfram því góða starfi og að horft sé til fleiri breyta en einungis kynjabreytunnar þegar kemur að launamun starfsfólks. Þá er mikilvægt að og tryggja að jöfn laun séu greidd fyrir jafnverðmæt störf óháð kyni eða annarri stöðu. Loftslagsmálin Eru stærstu mannréttindmál nútímans og þarf að taka tillit til þeirra í allri ákvarðanatöku í málefnum borgarinnar. Græna planið er sóknaráætlun Reykjavíkurborgar sem leggur línurnar í fjármálum, fjárfestingum og grænum lykilverkefnum og eru fjölmargir þættir Græna plansins komnir vel af stað. Má þar meðal annars nefna stafræna umbreytingu í þjónustu borgarinnar en nýr vefur Reykjavíkurborgar hefur litið dagsins ljós. Á nýjum vef borgarinnar hefur verið lögð áhersla á einföldun texta þar sem einnig er notast meira við myndmál og táknmyndir en áður. Einfaldari texti og myndir eru liður í að uppfylla hugmyndafræði algildrar hönnunar og hentar meðal annars fólki með annað móðurmál en íslensku, börnum, fólki með þroskahömlun og er bara almennt þægilegra fyrir okkur öll. Höfundur er borgarfulltrúi sækist eftir 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í rafrænu flokksvali sem fer fram núna um helgina 12.-13. febrúar á xs.is Heimasíða framboðsins er https://ellencalmon.is/
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar