Handbolti

Lands­liðs­menn fóru mikinn í Frakk­landi | Gum­­mers­bach heldur topp­­sætinu þrátt fyrir tap

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristján Örn skoraði fimm mörk í kvöld.
Kristján Örn skoraði fimm mörk í kvöld. EPA-EFE/ANNE-CHRISTINE POUJOULAT

Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur þegar Aix vann Nancy með sex marka mun í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá er íslendingalið Gummersbach enn á toppi þýsku B-deildarinnar í handbolta þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Lübeck-Schwartau á útivelli í kvöld.

Kristján Örn fór mikinn en hann var ekki eini landsliðsmaðurinn á vellinum þar sem Elvar Ásgeirsson leikur með Nancy. Kristján Örn skoraði fimm mörk í 33-27 sigri Aix á meðan Elvar skoraði fjögur.

Aix fer með sigrinum upp í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með 25 stig, fimm minna en París Saint-Germain sem trónir á toppnum þrátt fyrir að eiga leik til góða. 

Elvar og félagar í Nancy eru í neðsa sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir 16 leiki.

Í þýsku B-deildinni var Íslendingalið Gummersbac í heimsókn hjá Lübeck-Schwartau. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda, eða svo gott sem. Heimamenn skoruðu tvö síðustu mörkin og unnu leikinn þar af leiðandi með tveggja marka mun, lokatölur 31-29.

Um var að ræða fimmta tap Gummersbach í 20 leikjum en liðið er sem fyrr á toppi deildarinnar með 30 stig. Er það tveimur stigum meira en Nordhorn sem situr í 2. sæti að svo stöddu.

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk í leik kvöldsins. Hákon Daði Styrmisson er frá vegna meiðsla og þá er Guðjón Valur Sigurðsson sem fyrr Gummersbach.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×