Hjalti: „Við vorum bara hálf gjaldþrota“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. febrúar 2022 22:15 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var eðlilega ósáttur með leik sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga, var dapur í bragði eftir stórt tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 114-89 og Hjalti talaði um hálfgert gjaldþrot hjá sínu liði. „Við vorum bara í einhverjum eltingaleik og náðum aldrei að klukka,“ sagði Hjalti að leik loknum. „Við verðum þreyttir á því af því að það er rosalega erfitt að vera alltaf að elta og ná aldrei að klukka og þeir bara setja alltaf skotin í.“ „Þeir fá náttúrulega slatta af opnum skotum til að byrja með og ná upp takti og sjálfstrausti. Ég veit ekki hvað þeir voru með í prósentum en þeir hittu nánast öllu.“ Keflvíkingar áttu í stökustu vandræðum með að finna lausnir á hröðum sóknarleik Þórsara og Hjalti segir að þrátt fyrir örlítið betra gengi í síðari hálfleik en þeim fyrri hafi liðið verið háfl gjaldþrota. „Við breytum aðeins til í seinni hálfleik og mér fannst það ganga aðeins betur. En við vorum bara hálf gjaldþrota í fyrri hálfleik.“ Keflavíkurliðið fékk til sín nýjan leikmann síðustu mánaðarmót þegar Mustapha Heron gekk í raðir félagsins. Hann kom í staðinn fyrir CJ Burks, en Hjalti segir að þrátt fyrir það að hann sé góður körfuboltamaður geti menn þurft tíma til að koma sér inn í hlutina í deildinni. „Við erum með nýtt lið í höndunum og ekki lengra komnir en þetta. Þeir eru búnir að vera allt tímabilið saman en við lendum í því að missa David. Án þess að vera með einhverjar afsakanir þá er það bara hellingur.“ „Við fáum annan leikmann inn sem er allt öðruvísi og það tekur tíma að ná því upp. Svo vorum við að fá nýjan Kana og það er bara töluverður aðlögunartími.“ Þórsarar voru yfir í nánast öllum tölfræðiþáttum leiksins í kvöld og Hjalti viðurkennir að mögulega hafi vantað ákefð hjá sínum mönnum. „Já, já. Eins og ég sagði áðan þá vorum við að elta allan tíman og það er bara þannig. Þegar þú ert ekki að tengja saman varnarlega, hvort sem það er af því að við erum með marga nýja eða hvað, þá vantaði bara upp á samskipti og þar af leiðandi vorum við eftir á allan tíman.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 114-89 | Íslandsmeistararnir unnu stórsigur Þór Þorlákshöfn lyfti sér á topp Subway-deildar karla með öruggum 25 stiga sigri gegn Keflvíkingum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 114-89, en sigur heimamanna var nánast orðinn formsatriði í hálfleik. 11. febrúar 2022 22:35 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjá meira
„Við vorum bara í einhverjum eltingaleik og náðum aldrei að klukka,“ sagði Hjalti að leik loknum. „Við verðum þreyttir á því af því að það er rosalega erfitt að vera alltaf að elta og ná aldrei að klukka og þeir bara setja alltaf skotin í.“ „Þeir fá náttúrulega slatta af opnum skotum til að byrja með og ná upp takti og sjálfstrausti. Ég veit ekki hvað þeir voru með í prósentum en þeir hittu nánast öllu.“ Keflvíkingar áttu í stökustu vandræðum með að finna lausnir á hröðum sóknarleik Þórsara og Hjalti segir að þrátt fyrir örlítið betra gengi í síðari hálfleik en þeim fyrri hafi liðið verið háfl gjaldþrota. „Við breytum aðeins til í seinni hálfleik og mér fannst það ganga aðeins betur. En við vorum bara hálf gjaldþrota í fyrri hálfleik.“ Keflavíkurliðið fékk til sín nýjan leikmann síðustu mánaðarmót þegar Mustapha Heron gekk í raðir félagsins. Hann kom í staðinn fyrir CJ Burks, en Hjalti segir að þrátt fyrir það að hann sé góður körfuboltamaður geti menn þurft tíma til að koma sér inn í hlutina í deildinni. „Við erum með nýtt lið í höndunum og ekki lengra komnir en þetta. Þeir eru búnir að vera allt tímabilið saman en við lendum í því að missa David. Án þess að vera með einhverjar afsakanir þá er það bara hellingur.“ „Við fáum annan leikmann inn sem er allt öðruvísi og það tekur tíma að ná því upp. Svo vorum við að fá nýjan Kana og það er bara töluverður aðlögunartími.“ Þórsarar voru yfir í nánast öllum tölfræðiþáttum leiksins í kvöld og Hjalti viðurkennir að mögulega hafi vantað ákefð hjá sínum mönnum. „Já, já. Eins og ég sagði áðan þá vorum við að elta allan tíman og það er bara þannig. Þegar þú ert ekki að tengja saman varnarlega, hvort sem það er af því að við erum með marga nýja eða hvað, þá vantaði bara upp á samskipti og þar af leiðandi vorum við eftir á allan tíman.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 114-89 | Íslandsmeistararnir unnu stórsigur Þór Þorlákshöfn lyfti sér á topp Subway-deildar karla með öruggum 25 stiga sigri gegn Keflvíkingum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 114-89, en sigur heimamanna var nánast orðinn formsatriði í hálfleik. 11. febrúar 2022 22:35 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 114-89 | Íslandsmeistararnir unnu stórsigur Þór Þorlákshöfn lyfti sér á topp Subway-deildar karla með öruggum 25 stiga sigri gegn Keflvíkingum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 114-89, en sigur heimamanna var nánast orðinn formsatriði í hálfleik. 11. febrúar 2022 22:35