Giulia Gwinn kom Bayern yfir af vítapunktinum eftir tæplega hálftíma leik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.
Linda Dallmann tvöfaldaði forystu gestanna á 53. mínútu og Hanna Glas skoraði þriðja og seinasta mark leiksins eftir klukkutíma leik.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af varamannabekknum fyrir Bayern á 62. mínútu, en Cecilia Rúnarsdóttir var ónotaður varamaður.
Sigurinn lyfti Bayern í það minnsta tímabundið í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með 34 stig eftir 14 leiki, tveimur sigum meira en Wolfsburg sem á einn leik til góða.