Bochum kláraði þýsku meistarana í fyrri hálfleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2022 16:25 Bochum vann vægast sagt óvæntan sigur gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. Joosep Martinson/Getty Images Bochum vann ansi óvæntan 4-2 sigur er liðið tók á móti Þýskalandsmeisturum Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Gestirnir í Bayern fóru vel af stað og komust yfir með marki frá Robert Lewandowski strax á níundu mínútu leiksins. Christopher Antwi-Adjej jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn fimm mínútum síðar. Staðan var svo orðin 2-1, heimamönnum í vil, á 38. mínútu þegar Jurgen Locadia skoraði af vítapunktinum eftir að Dayot Upamecano handlék knöttinn innan vítateigs. Þrátt fyrir að stutt væri til hálfleiks voru heimamenn ekki hættir. Cristian Gamboa skoraði þriðja mark liðsins á 40. mínútu og Gerrit Holtmann sá til þess að staðan var 4-1 þegar flautað var til hálfleiks með marki fjórum mínútum síðar. Þýsku meistararnir þurftu sárlega á mörkum að halda í síðari hálfleik, og helst sem fyrst. Þeim tókst loksins að minnka muninn þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka með marki frá markamaskínunni Robert Lewandowski, en nær komust þeir ekki og niðurstaðan varð 4-2 sigur heimamanna. Bochum situr nú í ellefta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 28 stig eftir 22 leiki. Bayern trónir hins vegar enn á toppi deildarinnar með níu stiga forskot á Dortmund sem situr í öðru sæti. THIS IS WHY WE LOVE FOOTBALL! 🙌💙What an afternoon at the Ruhrstadion, our first victory against @FCBayernEN in 18 years. 4-2 #BOCFCB #meinVfL pic.twitter.com/r5sRIsSDa7— VfL Bochum 1848 (@VfLBochum1848EN) February 12, 2022 Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Gestirnir í Bayern fóru vel af stað og komust yfir með marki frá Robert Lewandowski strax á níundu mínútu leiksins. Christopher Antwi-Adjej jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn fimm mínútum síðar. Staðan var svo orðin 2-1, heimamönnum í vil, á 38. mínútu þegar Jurgen Locadia skoraði af vítapunktinum eftir að Dayot Upamecano handlék knöttinn innan vítateigs. Þrátt fyrir að stutt væri til hálfleiks voru heimamenn ekki hættir. Cristian Gamboa skoraði þriðja mark liðsins á 40. mínútu og Gerrit Holtmann sá til þess að staðan var 4-1 þegar flautað var til hálfleiks með marki fjórum mínútum síðar. Þýsku meistararnir þurftu sárlega á mörkum að halda í síðari hálfleik, og helst sem fyrst. Þeim tókst loksins að minnka muninn þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka með marki frá markamaskínunni Robert Lewandowski, en nær komust þeir ekki og niðurstaðan varð 4-2 sigur heimamanna. Bochum situr nú í ellefta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 28 stig eftir 22 leiki. Bayern trónir hins vegar enn á toppi deildarinnar með níu stiga forskot á Dortmund sem situr í öðru sæti. THIS IS WHY WE LOVE FOOTBALL! 🙌💙What an afternoon at the Ruhrstadion, our first victory against @FCBayernEN in 18 years. 4-2 #BOCFCB #meinVfL pic.twitter.com/r5sRIsSDa7— VfL Bochum 1848 (@VfLBochum1848EN) February 12, 2022
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira