Lögreglu tókst að hafa uppi á manninum í kjölfarið og var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu vegna málsins.
„Vopnið fannst en við skoðun kom í ljós að um gasbyssu var líklegast að ræða. Vopnið þó keimlíkt raunverulegri skammbyssu,“ segir í dagbók lögreglu.
Í Grafarholti voru tveir aðilar handteknir vegna gruns um stórfelldan þjófnað úr matvöruverslunum. Aðilarnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu en málið er til rannsóknar.
Þá komu upp tvö mál í umdæminu þar sem ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra reyndist einnig sviptur ökuréttindum og hinn er grunaður um brot gegn útlendingalögum.