Íbúar á Suðvesturlandi voru margir hverjir í stökustu vandræðum með að komast til vinnu vegna snjóþunga og mátti sjá fólk beita ýmsum aðferðum til þess að losa bíla. Búast má við því að fólk lendi í vandræðum í húsagötum næstu daga og við förum yfir málið með veðurfræðingi í beinni útsendingu.
Til skoðunar er að stytta eða hreinlega aflétta einangrun heilbrigðisstarfsfólks á næstunni til að leysa mönnunarvanda. Rúmlega þrjú hundruð starfsmenn eru frá vinnu á spítalanum vegna þess að þeir eru í einangrun. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.
Þá verður rætt við fyrrum þingkonu Kvennalistans um Verbúðina en hún segir söguþráð þáttanna mjög nálægt sannleikanum auk þess sem við kíkjum í blómabúð í tilefni Valentínusardagsins og heyrum rómantískum landsmönnum. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.