Menning

Magnað að geta verið eitt í listinni og svo annað í lífinu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Listakonan Ásdís Sif ásamt dóttur sinni Eve Lilju. Myndin er tekin á sýningu Ásdísar, Stefnumót við sjálfið, á Nýlistasafninu en hún er viðmælandi KÚNST að þessu sinni. 
Listakonan Ásdís Sif ásamt dóttur sinni Eve Lilju. Myndin er tekin á sýningu Ásdísar, Stefnumót við sjálfið, á Nýlistasafninu en hún er viðmælandi KÚNST að þessu sinni.  Vísir/Vilhelm

Myndlistakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir er hvað þekktust fyrir gjörningalist og video verk en hún hefur náð miklum árangri í listheiminum á síðustu áratugum og unnið að fjöldanum öllum af verkum og sýningum. Ásdís stendur nú fyrir einkasýningunni Stefnumót við sjálfið á Nýlistasafninu og er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum.

„Ég á auðvelt með að vera berskjölduð í gegnum listina,“ segir Ásdís en gjörningalistin gerir svolitla kröfu á listamanninn að leyfa sér að vera berskjaldaður. Hún byrjaði fyrst á að setja myndavélina fyrir framan sig og búa þannig til listaverk ásamt því að koma fram á sviði. 

Ásdís Sif umkringd sjálfsmyndum úr verkum á sýningu sinni Stefnumót við sjálfið.Vísir/Vilhelm

„Maður verður kannski oft mjög stressaður en það hentar mér samt vel.“ Hins vegar er munur á listinni og einkalífinu hjá þessari listakonu. „Þegar það kemur að því að deila kannski á samfélagsmiðlum einhverju videoi þá verð ég rosalega feimin. Ég er alveg til í að auglýsa sýninguna og svona en mér finnst svona að deila á samfélagsmiðlum - það er eitthvað allt annað dæmi fyrir sjálfa mig.

Ég sjálf, fyrir utan myndlistina, er meira prívat persónuleiki. Það er dálítið magnað, að maður geti verið eitt í listinni og svo annað í lífinu.
Klippa: KÚNST - Ásdís Sif Gunnarsdóttir

Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.