Körfubolti

Má spila aftur í NBA eftir dópbann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tyreke Evans í leik með Indiana Pacers sem hann lék með áður en hann var dæmdur í leikbann fyrir ólöglega lyfjanotkun.
Tyreke Evans í leik með Indiana Pacers sem hann lék með áður en hann var dæmdur í leikbann fyrir ólöglega lyfjanotkun. getty/Andy Lyons

Tyreke Evans má spila aftur í NBA-deildinni í körfubolta en hann var dæmdur í bann í maí 2019 eftir að hann gerðist brotlegur við reglur deildarinnar um lyfjanotkun. Hann má semja við lið í NBA frá og með föstudeginum.

Evans spilaði síðast fyrir Indiana Pacers tímabilið 2018-19. Þá var hann með 10,2 stig, 2,9 fráköst og 2,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Sacramento Kings valdi Evans með fjórða valrétti í nýliðavalinu 2009 og var valinn nýliði ársins í NBA 2010. Meðal leikmanna sem voru í nýliðavalinu 2009 má nefna Stephen Curry, James Harden, DeMar DeRozan og Blake Griffin.

Auk Indiana og Sacramento hefur hinn 32 ára Evans spilað með New Orleans Pelicans og Memphis Grizzlies í NBA. Á ferlinum er hann með 15,7 stig, 4,6 fráköst og 4,8 stoðsendingar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×