Nýr banki kominn með starfsleyfi hjá Seðlabankanum Eiður Þór Árnason skrifar 15. febrúar 2022 18:32 Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson, stofnendur Indó. Aðsend Seðlabanki Íslands veitti í dag áskorendabankanum indó leyfi til að starfa sem sparisjóður. Indó tryggði sér tæplega 600 milljóna króna fjármögnun síðastliðið haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sprotafyrirtækinu sem stefnir á að veita öllum landsmönnum aðgang að þjónustu sinni eftir nokkra mánuði, þegar búið verður að samþætta tölvukerfi við kerfisinnviði Seðlabankans. Fram að því verður þeim sem hafa skráð sig á póstlista fyrirtækisins boðið að prufukeyra appið. Til að byrja með hyggst indó eingöngu bjóða upp á debetkortareikning en með tímanum stendur til að bæta við vöruframboðið í samstarfi við þriðju aðila. Indó verður að öllu leyti rekinn á rafrænu formi og mun ekki halda úti einu einasta útibúi. Telja indó eiga eftir að breyta íslenskum bankamarkaði til frambúðar Vísir ræddi við stofnendurna Tryggva Björn Davíðsson og Hauk Skúlason síðasta sumar sem telja indó eiga eftir að breyta íslenskum bankamarkaði til frambúðar. Báðir hafa þeir mikla reynslu úr bankageiranum; störfuðu lengi hjá Íslandsbanka og Tryggvi Björn einnig hjá bönkum í Bretlandi. „Þetta er búið að vera með eindæmum skemmtilegt og gefandi ferðalag undanfarin 3 ár og ef horft er til baka var það í raun galin hugmynd að láta sér detta í hug að stofan nýjan banka frá grunni. Ég að rifna úr stolti yfir teyminu sem hefur unnið hörðum höndum að því að komast á þennan stað og ég bý við þau einstöku forréttindi að vinna með hópi fólks sem hvert um sig er í heimsklassa á sínu sviði, að öðrum kosti hefðum við aldrei komist þangað sem við erum komin í dag,“ segir Haukur, framkvæmdastjóri indó, í tilkynningu. Svokallaðir fjártæknibankar og áskorendabankar hafa sótt í sig veðrið í Evrópu á seinustu árum og veitt rótgrónum bönkum mikla samkeppni. Kannast margir Íslendingar við netbanka á borð við Monzo, Revolut og N26 sem hafa nú þegar opnað dyr sínar fyrir íslenskum viðskiptavinum. Nýsköpun Fjártækni Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Nýr banki fer í beina samkeppni við stóru viðskiptabankana Nýr banki er við það að hefja starfsemi á Íslandi og ætlar sér í beina samkeppni við stóru banka landsins um viðskiptavini. Hann verður að öllu leyti rekinn á rafrænu formi, mun ekki halda úti einu einasta útibúi en telur sig munu breyta íslenskum bankamarkaði til framtíðar. 20. júní 2021 07:00 Revolut Bank opnar á Íslandi Breska fjártæknifyrirtækið Revolut hefur opnað bankastarfsemi sína fyrir Íslendingum og starfar nú á Íslandi undir evrópsku bankaleyfi. 11. janúar 2022 13:18 Áskorendabankar hin nýja tegund fjártæknibanka Áskorendabankar eru ný tegund banka sem eru að skapa sér miklar vinsældir erlendis á stuttum tíma. Google og Apple á hraðleið inn í bankageirann og framtíðin er björt í fjártæknigeiranum segir Eva Björk Guðmundsdóttir, forstöðumaður Meniga og formaður Samtaka fjártæknifyrirtækja á Íslandi. 12. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sprotafyrirtækinu sem stefnir á að veita öllum landsmönnum aðgang að þjónustu sinni eftir nokkra mánuði, þegar búið verður að samþætta tölvukerfi við kerfisinnviði Seðlabankans. Fram að því verður þeim sem hafa skráð sig á póstlista fyrirtækisins boðið að prufukeyra appið. Til að byrja með hyggst indó eingöngu bjóða upp á debetkortareikning en með tímanum stendur til að bæta við vöruframboðið í samstarfi við þriðju aðila. Indó verður að öllu leyti rekinn á rafrænu formi og mun ekki halda úti einu einasta útibúi. Telja indó eiga eftir að breyta íslenskum bankamarkaði til frambúðar Vísir ræddi við stofnendurna Tryggva Björn Davíðsson og Hauk Skúlason síðasta sumar sem telja indó eiga eftir að breyta íslenskum bankamarkaði til frambúðar. Báðir hafa þeir mikla reynslu úr bankageiranum; störfuðu lengi hjá Íslandsbanka og Tryggvi Björn einnig hjá bönkum í Bretlandi. „Þetta er búið að vera með eindæmum skemmtilegt og gefandi ferðalag undanfarin 3 ár og ef horft er til baka var það í raun galin hugmynd að láta sér detta í hug að stofan nýjan banka frá grunni. Ég að rifna úr stolti yfir teyminu sem hefur unnið hörðum höndum að því að komast á þennan stað og ég bý við þau einstöku forréttindi að vinna með hópi fólks sem hvert um sig er í heimsklassa á sínu sviði, að öðrum kosti hefðum við aldrei komist þangað sem við erum komin í dag,“ segir Haukur, framkvæmdastjóri indó, í tilkynningu. Svokallaðir fjártæknibankar og áskorendabankar hafa sótt í sig veðrið í Evrópu á seinustu árum og veitt rótgrónum bönkum mikla samkeppni. Kannast margir Íslendingar við netbanka á borð við Monzo, Revolut og N26 sem hafa nú þegar opnað dyr sínar fyrir íslenskum viðskiptavinum.
Nýsköpun Fjártækni Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Nýr banki fer í beina samkeppni við stóru viðskiptabankana Nýr banki er við það að hefja starfsemi á Íslandi og ætlar sér í beina samkeppni við stóru banka landsins um viðskiptavini. Hann verður að öllu leyti rekinn á rafrænu formi, mun ekki halda úti einu einasta útibúi en telur sig munu breyta íslenskum bankamarkaði til framtíðar. 20. júní 2021 07:00 Revolut Bank opnar á Íslandi Breska fjártæknifyrirtækið Revolut hefur opnað bankastarfsemi sína fyrir Íslendingum og starfar nú á Íslandi undir evrópsku bankaleyfi. 11. janúar 2022 13:18 Áskorendabankar hin nýja tegund fjártæknibanka Áskorendabankar eru ný tegund banka sem eru að skapa sér miklar vinsældir erlendis á stuttum tíma. Google og Apple á hraðleið inn í bankageirann og framtíðin er björt í fjártæknigeiranum segir Eva Björk Guðmundsdóttir, forstöðumaður Meniga og formaður Samtaka fjártæknifyrirtækja á Íslandi. 12. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Nýr banki fer í beina samkeppni við stóru viðskiptabankana Nýr banki er við það að hefja starfsemi á Íslandi og ætlar sér í beina samkeppni við stóru banka landsins um viðskiptavini. Hann verður að öllu leyti rekinn á rafrænu formi, mun ekki halda úti einu einasta útibúi en telur sig munu breyta íslenskum bankamarkaði til framtíðar. 20. júní 2021 07:00
Revolut Bank opnar á Íslandi Breska fjártæknifyrirtækið Revolut hefur opnað bankastarfsemi sína fyrir Íslendingum og starfar nú á Íslandi undir evrópsku bankaleyfi. 11. janúar 2022 13:18
Áskorendabankar hin nýja tegund fjártæknibanka Áskorendabankar eru ný tegund banka sem eru að skapa sér miklar vinsældir erlendis á stuttum tíma. Google og Apple á hraðleið inn í bankageirann og framtíðin er björt í fjártæknigeiranum segir Eva Björk Guðmundsdóttir, forstöðumaður Meniga og formaður Samtaka fjártæknifyrirtækja á Íslandi. 12. febrúar 2020 11:00