Körfubolti

Yfirmaður NBA bendir á fáránleika laganna sem stoppa Kyrie Irving

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kyrie Irving missir af mörgum leikjum á næstunni af því að hann má ekki spila heimaleiki Brooklyn Nets.
Kyrie Irving missir af mörgum leikjum á næstunni af því að hann má ekki spila heimaleiki Brooklyn Nets. AP/Rick Bowmer

Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur gagnrýnt lögin sem koma í veg fyrir að Kyrie Irving megi spila heimaleikina með liði Brooklyn Nets.

Kyrie Irving er ekki bólusettur og það er ástæðan fyrir því að hann má ekki spila á heimavelli síns liðs. Hann má hins vegar spila útileikina.

Silver hefur nú komið fram og gagnrýnt fáránleika þessarar reglu hjá New York fylki enda gildir þessi regla ekki fyrir alla.

„Þessi lög i New York eru mjög skrýtin af því að þau eiga aðeins við leikmenn heimaliðsins,“ sagði Adam Silver.

„Aðalmarkmiðið hlýtur að vera að verja fólkið í höllinni og þessa vegna er ekkert vit í því að óbólusettur leikmaður útiliðsins má spila í Barclays Center en leikmaður heimaliðsins má það ekki. Það er aðalástæðan fyrir því að mér finnst þeir verði að skoða þetta betur,“ sagði Silver.

Silver bætti því við að NBA deildin hafi viljað gera bólusetningu að skyldu fyrir leikmenn en að leikmannasamtök deildarinnar hafi verið á móti því. Samt sem áður eru 97 til 98 prósent leikmanna bólusettir og stór meirihluti hefur farið í fleiri en eina bólusetningu.

Kyrie Irving lætur ekki þvinga sig í bólusetningu. „Ég fer ekki með neina sektarkennd. Ég er eini leikmaðurinn sem þarf að eiga við þetta í New York City af því að ég spila hér. Ef ég spilaði í annarri borg þá væru ekki sömu kringumstæður,“ sagði Kyrie Irving.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×