Finnur Freyr: Frábært að fara á erfiðan útivöll og ná í sigur Sverrir Mar Smárason skrifar 17. febrúar 2022 20:46 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsmanna, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Vilhelm Valsmenn unnu góðan 83-80 sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í Breiðholtinu í kvöld. Finnur Freyr, þjálfari Vals, var mjög ánægður með sigur sinna manna eftir leik. „Bara gríðarlega ánægðir og sáttir. Frábært að fara á erfiðan útivöll og ná í sigur. Sérstaklega frammistöðu okkar í 4. leikhluta í síðustu tveimur leikjum þá var ég mjög ánægður með það hvernig við stigum upp í dag,“ sagði Finnur Freyr. Leikur kvöldsins var mjög kaflaskiptur og liðin skiptust á því að eiga góða kafla. Valsmenn voru 9 stigum yfir í hálfleik en lentu svo undir í 3. leikhluta. „Við komum bara flatir og veikir út varnarlega í seinni hálfleik og það er ekki fyrr en Pálmi, Bensi og Hjálmar koma inn af bekknum og setja smá auka orku í varnarleikinn þá náum við að klukka þá betur. Svo á sama tíma þá skjótum við boltanum hræðilega fyrir utan þriggja stiga línuna miðað við í síðustu leikjum. Pablo og Kári voru að fá fín færi allan leikinn, plús það að það voru aðeins og mikið af sniðskotum að klikka. En við finnum það bara eins og í hinum þremur leikjunum að þegar vörnin er góð, þeir skora 19 stig í 4. leikhlutanum og þar af tveir neyðar þristar frá Simpson og vítaskot frá Igor, fyrir utan það var varnarleikurinn góður. Ef vörnin er þarna þá tekur það pressu af sókninni,“ sagði Finnur. Valsmenn hafa spilað lítið hraðmót undanfarnar vikur eftir að hafa lent í covid hléi í kringum jólin. Þeir fá nú smá hvíld þar sem landsleikjahlé verður á deildinni fram í byrjun mars. „Þetta er búið að vera mjög erfitt svona „mini-mót“ sem við fórum í. Lendum illa í Covid og allir leikmenn liðsins fá Covid. Við vorum ósáttir hvað við vorum látnir spila fljótt eftir það því við gátum ekkert æft í tvær vikur. Að fara úr tveggja vikna æfingapásu í þetta hraðmót var erfitt en mér fannst við leysa það á köflum vel en frammistaðan eftir því. Við þurfum að nýta þetta hlé vel, safna saman vopnum og reyna að ákveða hvernig við ætlum að gera þetta út mótið. Við erum bara spenntir og glaðir að fá smá helgarfrí núna og fara svo bara að gera það sem öll lið þurfa að gera og það er að æfa,“ sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, að lokum. Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 80-83 | Valsmenn unnu nauman sigur gegn ÍR-ingum Valur vann nauman þriggja stiga sigur er liðið heimsótti ÍR-inga í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-83. 17. febrúar 2022 20:04 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Staðan er erfið og flókin“ Þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Sjá meira
„Bara gríðarlega ánægðir og sáttir. Frábært að fara á erfiðan útivöll og ná í sigur. Sérstaklega frammistöðu okkar í 4. leikhluta í síðustu tveimur leikjum þá var ég mjög ánægður með það hvernig við stigum upp í dag,“ sagði Finnur Freyr. Leikur kvöldsins var mjög kaflaskiptur og liðin skiptust á því að eiga góða kafla. Valsmenn voru 9 stigum yfir í hálfleik en lentu svo undir í 3. leikhluta. „Við komum bara flatir og veikir út varnarlega í seinni hálfleik og það er ekki fyrr en Pálmi, Bensi og Hjálmar koma inn af bekknum og setja smá auka orku í varnarleikinn þá náum við að klukka þá betur. Svo á sama tíma þá skjótum við boltanum hræðilega fyrir utan þriggja stiga línuna miðað við í síðustu leikjum. Pablo og Kári voru að fá fín færi allan leikinn, plús það að það voru aðeins og mikið af sniðskotum að klikka. En við finnum það bara eins og í hinum þremur leikjunum að þegar vörnin er góð, þeir skora 19 stig í 4. leikhlutanum og þar af tveir neyðar þristar frá Simpson og vítaskot frá Igor, fyrir utan það var varnarleikurinn góður. Ef vörnin er þarna þá tekur það pressu af sókninni,“ sagði Finnur. Valsmenn hafa spilað lítið hraðmót undanfarnar vikur eftir að hafa lent í covid hléi í kringum jólin. Þeir fá nú smá hvíld þar sem landsleikjahlé verður á deildinni fram í byrjun mars. „Þetta er búið að vera mjög erfitt svona „mini-mót“ sem við fórum í. Lendum illa í Covid og allir leikmenn liðsins fá Covid. Við vorum ósáttir hvað við vorum látnir spila fljótt eftir það því við gátum ekkert æft í tvær vikur. Að fara úr tveggja vikna æfingapásu í þetta hraðmót var erfitt en mér fannst við leysa það á köflum vel en frammistaðan eftir því. Við þurfum að nýta þetta hlé vel, safna saman vopnum og reyna að ákveða hvernig við ætlum að gera þetta út mótið. Við erum bara spenntir og glaðir að fá smá helgarfrí núna og fara svo bara að gera það sem öll lið þurfa að gera og það er að æfa,“ sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, að lokum.
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 80-83 | Valsmenn unnu nauman sigur gegn ÍR-ingum Valur vann nauman þriggja stiga sigur er liðið heimsótti ÍR-inga í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-83. 17. febrúar 2022 20:04 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Staðan er erfið og flókin“ Þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Valur 80-83 | Valsmenn unnu nauman sigur gegn ÍR-ingum Valur vann nauman þriggja stiga sigur er liðið heimsótti ÍR-inga í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-83. 17. febrúar 2022 20:04