Mikilvægt að átta sig á snjóflóðahættu Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 17. febrúar 2022 21:42 Guðbrandur Örn Arnarson verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörgu segir að aðstæður geti verið varasamar. Vísir/Egill Hætta er talin á snjóflóðum úr fjöllum eða við þéttbýli víða á landinu vegna fannfergis síðustu daga. Landsbjörg segir hættuna töluverða í Esjunni og biður göngufólk að fara varlega. „Nú er Veðurstofan búin að gefa út viðvörun á sínum vef þar sem á suðvesturhorninu er talsverð snjóflóðahætta í raun og veru. Það skapast náttúrulega bara af þeim umhleypingum sem hafa verið hér undanfarið þar sem að það eru veik lög undir talsvert miklu magni af snjó,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörgu. Hann bætir við að snjór geti auðveldlega safnast saman og skriðið af stað án mikils fyrirvara. Það sem snjó sé að finna og land halli upp á við sé eðli málsins samkvæmt alltaf möguleiki á snjóflóðum. Veðurstofan auk vefsíðunnar Safetravel.is vöruðu við snjóflóðahættu fyrr í dag og þá sérstaklega á suðvesturhorni landsins. Á vef Veðurstofunnar segir að veikleikar hafi verið í snjónum í landshlutanum í síðustu viku og gera þurfi ráð fyrir að þeir séu enn til staðar. Guðbrandur Örn segir mikilvægt að göngufólk fylgist sérstaklega vel með. Fólk sé líklega öruggara á hefðbundnum gönguleiðum en það þurfi þó ekki endilega að vera. „Það er í rauninni líka mikilvægt að vita hvað snjóflóðahætta þýðir í raun og veru. Og verða sér út um þann búnað sem þarf til þess að verja sig ef maður ætlar að fara svona utan þessara hefðbundnu gönguleiða. Við erum með tvö nýleg dæmi þar sem að fólk hefur farist í snjóflóðum í Esjunni og svo eru eldri dæmi um það að fólk hafi farist hérna uppi í Þverfellshorni og hefur lent í snjóflóði og látist,“ segir Guðbrandur Örn. Veður Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Vara við mögulegum snjóflóðum í heimafjöllum við þéttbýli Slysavarnafélagið Landsbjörg minnir göngufólk á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli kunni að skapast töluverð snjóflóðahætta. Tilefnið er að töluvert hefur snjóað í fjöll undanfarið, bæði við höfuðborgarsvæðið og víðar á landinu 17. febrúar 2022 16:36 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
„Nú er Veðurstofan búin að gefa út viðvörun á sínum vef þar sem á suðvesturhorninu er talsverð snjóflóðahætta í raun og veru. Það skapast náttúrulega bara af þeim umhleypingum sem hafa verið hér undanfarið þar sem að það eru veik lög undir talsvert miklu magni af snjó,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörgu. Hann bætir við að snjór geti auðveldlega safnast saman og skriðið af stað án mikils fyrirvara. Það sem snjó sé að finna og land halli upp á við sé eðli málsins samkvæmt alltaf möguleiki á snjóflóðum. Veðurstofan auk vefsíðunnar Safetravel.is vöruðu við snjóflóðahættu fyrr í dag og þá sérstaklega á suðvesturhorni landsins. Á vef Veðurstofunnar segir að veikleikar hafi verið í snjónum í landshlutanum í síðustu viku og gera þurfi ráð fyrir að þeir séu enn til staðar. Guðbrandur Örn segir mikilvægt að göngufólk fylgist sérstaklega vel með. Fólk sé líklega öruggara á hefðbundnum gönguleiðum en það þurfi þó ekki endilega að vera. „Það er í rauninni líka mikilvægt að vita hvað snjóflóðahætta þýðir í raun og veru. Og verða sér út um þann búnað sem þarf til þess að verja sig ef maður ætlar að fara svona utan þessara hefðbundnu gönguleiða. Við erum með tvö nýleg dæmi þar sem að fólk hefur farist í snjóflóðum í Esjunni og svo eru eldri dæmi um það að fólk hafi farist hérna uppi í Þverfellshorni og hefur lent í snjóflóði og látist,“ segir Guðbrandur Örn.
Veður Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Vara við mögulegum snjóflóðum í heimafjöllum við þéttbýli Slysavarnafélagið Landsbjörg minnir göngufólk á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli kunni að skapast töluverð snjóflóðahætta. Tilefnið er að töluvert hefur snjóað í fjöll undanfarið, bæði við höfuðborgarsvæðið og víðar á landinu 17. febrúar 2022 16:36 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Vara við mögulegum snjóflóðum í heimafjöllum við þéttbýli Slysavarnafélagið Landsbjörg minnir göngufólk á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli kunni að skapast töluverð snjóflóðahætta. Tilefnið er að töluvert hefur snjóað í fjöll undanfarið, bæði við höfuðborgarsvæðið og víðar á landinu 17. febrúar 2022 16:36