AC Milan missteig sig gegn botnliðinu

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
AC Milan missteig sig í kvöld
AC Milan missteig sig í kvöld EPA-EFE/MASSIMO PICA

Topplið AC Milan mætti í heimsókn til Campanahéraðs til þess að etja kappi við heimamenn í Salernitana í kvöld í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A. Eftir að hafa lent undir seint í leiknum tókst AC Milan að knýja fram jafntefli. Lokatölur í Salerno, 2-2.

Fyrir leikinn var búist við sigri AC Milan enda liðið á toppi deildarinnar á meðan Salernitana er pikkfast á botninum og þetta byrjaði þægilega fyrir gestina. Theo Hernandez lagði upp mark fyrir Junior Messias strax á 5. mínútu og farið að fara um heimamenn.

Federico Bonazzoli jafnaði fyrir heimamenn á 27. mínútu eftir einstaklingsframtak og staðan var 1-1 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var eign AC Milan og þess vegna var það gegn gangi leiksins þegar að Pasquale Mazzocchi lagði upp mark fyrir Milan Djuric á 72. mínútu. 2-1 og toppliðið í vandræðum. Ante Rebic jafnaði þó fyrir AC Milan á 77. mínútu eftir undirbúning frá Olivier Giroud og þrátt fyrir mikla pressu gestanna tókst þeim ekki að skora fleiri mörk. 2-2 niðurstaðan.

Ac Milan er ennþá á toppi deildarinnar en eru einungis með tveggja stiga forystu á Inter sem á tvo leiki til góða. Salernitana er þrátt fyrir jafnteflið pikkfast á botninum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira