Ökumenn hafa verið í miklum vandræðum í dag og björgunarsveitir hafa haft nóg að gera við að aðstoða þá, að því er segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.
Þá hafa allmargir árekstar verið tilkynntir til lögreglu. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að færð sé víða erfið, sérstaklega í efri byggðum. Áframhaldandi skafrenningu sé spáð.
„Í svona veðri og færð er einfaldlega best að halda sig heima og hafa það notalegt og ekki vera á ferðinni að nauðsynjalausu. Að síðustu minnum við á að gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á höfuðborgarsvæðinu allt til kl. 9 í fyrramálið. Förum varlega,“ segir í tilkynningunni.