Kvennalandsliðið jafnaði lengstu sigurhrinu sína frá upphafi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2022 12:31 Íslensku leikmennirnir fagna marki Natöshu Mooru Anasi sem kom Íslandi á bragðið gegn Tékklandi. getty/Omar Vega Með sigrinum á Tékklandi á SheBelieves Cup jafnaði íslenska kvennalandsliðið sína lengstu sigurhrinu frá upphafi. Sigurinn á Tékklandi var sjötti sigur Íslands í röð. Sigurgangan hófst einmitt með 4-0 sigri á Tékklandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli síðasta haust. Íslenska liðið jafnaði þar með sína lengstu sigurhrinu frá upphafi. Ísland vann einnig sex leiki í röð frá 6. september 1993 til 8. október 1994. Logi Ólafsson stýrði þá íslenska liðinu sem vann Grikkland og Holland tvisvar sinnum og Skotland og Wales einu sinni. Sigurgöngunni lauk þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Englandi á Laugardalsvelli í umspili um sæti á EM 8. október 1994. Sömu úrslit urðu í seinni leiknum á Englandi. Ísland tapaði 0-2 fyrir Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM síðasta haust en hefur síðan unnið sex leiki í röð, þar af þá fimm fyrstu án þess að fá á sig mark. Íslendingar unnu Tékka 4-0 og Kýpverja 5-0 í undankeppni HM í október í fyrra og sigruðu Japani, 0-2, í vináttulandsleik og Kýpverja aftur í undankeppninni, 0-4, í nóvember. Ísland hefur svo unnið tvo fyrstu leiki sína á SheBelieves Cup, 1-0 gegn Nýja-Sjálandi og 1-2 gegn Tékklandi í nótt. Natasha Moora Anasi og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins snemma leiks. Framundan er úrslitaleikur gegn Bandaríkjunum í Dallas aðfaranótt fimmtudags. Íslendingum dugir jafntefli í leiknum til að vinna mótið. Það verður þó við rammann reip að draga gegn heimsmeisturunum sem Ísland hefur aldrei áður unnið. Þorsteinn Halldórsson hefur nú stýrt íslenska landsliðinu í ellefu leikjum, átta hafa unnist, einn endað með jafntefli og tveir tapast. Markatalan er 24-7. Flestir sigurleikir íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í röð 6 sigrar í röð - 6. september 1993 til 8. október 1994 (Tap á móti Englandi) 6 sigrar í röð - 22. október 2021 - enn í gangi 5 sigrar í röð - 3. mars 2010 til 21. ágúst 2010 (Tap á móti Frakklandi) 5 sigrar í röð - 7. mars 2014 til 8. maí 2014 (Tap á móti Sviss) 4 sigrar í röð - 5. mars 2008 til 4. mái (Jafntefli á móti Finnlandi) 4 sigrar í röð - 25. ágúst 2010 til 9. mars 2011 (Tap á móti Bandaríkjunum) 4 sigrar í röð - 17. september 2015 til 14. febrúar 2016 (Jafntefli á móti Póllandi) 4 sigrar í röð - 12. apríl 2016 til 20. september 2016 (Tap á móti Skotlandi) Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Sigurinn á Tékklandi var sjötti sigur Íslands í röð. Sigurgangan hófst einmitt með 4-0 sigri á Tékklandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli síðasta haust. Íslenska liðið jafnaði þar með sína lengstu sigurhrinu frá upphafi. Ísland vann einnig sex leiki í röð frá 6. september 1993 til 8. október 1994. Logi Ólafsson stýrði þá íslenska liðinu sem vann Grikkland og Holland tvisvar sinnum og Skotland og Wales einu sinni. Sigurgöngunni lauk þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Englandi á Laugardalsvelli í umspili um sæti á EM 8. október 1994. Sömu úrslit urðu í seinni leiknum á Englandi. Ísland tapaði 0-2 fyrir Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM síðasta haust en hefur síðan unnið sex leiki í röð, þar af þá fimm fyrstu án þess að fá á sig mark. Íslendingar unnu Tékka 4-0 og Kýpverja 5-0 í undankeppni HM í október í fyrra og sigruðu Japani, 0-2, í vináttulandsleik og Kýpverja aftur í undankeppninni, 0-4, í nóvember. Ísland hefur svo unnið tvo fyrstu leiki sína á SheBelieves Cup, 1-0 gegn Nýja-Sjálandi og 1-2 gegn Tékklandi í nótt. Natasha Moora Anasi og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins snemma leiks. Framundan er úrslitaleikur gegn Bandaríkjunum í Dallas aðfaranótt fimmtudags. Íslendingum dugir jafntefli í leiknum til að vinna mótið. Það verður þó við rammann reip að draga gegn heimsmeisturunum sem Ísland hefur aldrei áður unnið. Þorsteinn Halldórsson hefur nú stýrt íslenska landsliðinu í ellefu leikjum, átta hafa unnist, einn endað með jafntefli og tveir tapast. Markatalan er 24-7. Flestir sigurleikir íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í röð 6 sigrar í röð - 6. september 1993 til 8. október 1994 (Tap á móti Englandi) 6 sigrar í röð - 22. október 2021 - enn í gangi 5 sigrar í röð - 3. mars 2010 til 21. ágúst 2010 (Tap á móti Frakklandi) 5 sigrar í röð - 7. mars 2014 til 8. maí 2014 (Tap á móti Sviss) 4 sigrar í röð - 5. mars 2008 til 4. mái (Jafntefli á móti Finnlandi) 4 sigrar í röð - 25. ágúst 2010 til 9. mars 2011 (Tap á móti Bandaríkjunum) 4 sigrar í röð - 17. september 2015 til 14. febrúar 2016 (Jafntefli á móti Póllandi) 4 sigrar í röð - 12. apríl 2016 til 20. september 2016 (Tap á móti Skotlandi)
6 sigrar í röð - 6. september 1993 til 8. október 1994 (Tap á móti Englandi) 6 sigrar í röð - 22. október 2021 - enn í gangi 5 sigrar í röð - 3. mars 2010 til 21. ágúst 2010 (Tap á móti Frakklandi) 5 sigrar í röð - 7. mars 2014 til 8. maí 2014 (Tap á móti Sviss) 4 sigrar í röð - 5. mars 2008 til 4. mái (Jafntefli á móti Finnlandi) 4 sigrar í röð - 25. ágúst 2010 til 9. mars 2011 (Tap á móti Bandaríkjunum) 4 sigrar í röð - 17. september 2015 til 14. febrúar 2016 (Jafntefli á móti Póllandi) 4 sigrar í röð - 12. apríl 2016 til 20. september 2016 (Tap á móti Skotlandi)
Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira