Kvennalandsliðið jafnaði lengstu sigurhrinu sína frá upphafi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2022 12:31 Íslensku leikmennirnir fagna marki Natöshu Mooru Anasi sem kom Íslandi á bragðið gegn Tékklandi. getty/Omar Vega Með sigrinum á Tékklandi á SheBelieves Cup jafnaði íslenska kvennalandsliðið sína lengstu sigurhrinu frá upphafi. Sigurinn á Tékklandi var sjötti sigur Íslands í röð. Sigurgangan hófst einmitt með 4-0 sigri á Tékklandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli síðasta haust. Íslenska liðið jafnaði þar með sína lengstu sigurhrinu frá upphafi. Ísland vann einnig sex leiki í röð frá 6. september 1993 til 8. október 1994. Logi Ólafsson stýrði þá íslenska liðinu sem vann Grikkland og Holland tvisvar sinnum og Skotland og Wales einu sinni. Sigurgöngunni lauk þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Englandi á Laugardalsvelli í umspili um sæti á EM 8. október 1994. Sömu úrslit urðu í seinni leiknum á Englandi. Ísland tapaði 0-2 fyrir Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM síðasta haust en hefur síðan unnið sex leiki í röð, þar af þá fimm fyrstu án þess að fá á sig mark. Íslendingar unnu Tékka 4-0 og Kýpverja 5-0 í undankeppni HM í október í fyrra og sigruðu Japani, 0-2, í vináttulandsleik og Kýpverja aftur í undankeppninni, 0-4, í nóvember. Ísland hefur svo unnið tvo fyrstu leiki sína á SheBelieves Cup, 1-0 gegn Nýja-Sjálandi og 1-2 gegn Tékklandi í nótt. Natasha Moora Anasi og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins snemma leiks. Framundan er úrslitaleikur gegn Bandaríkjunum í Dallas aðfaranótt fimmtudags. Íslendingum dugir jafntefli í leiknum til að vinna mótið. Það verður þó við rammann reip að draga gegn heimsmeisturunum sem Ísland hefur aldrei áður unnið. Þorsteinn Halldórsson hefur nú stýrt íslenska landsliðinu í ellefu leikjum, átta hafa unnist, einn endað með jafntefli og tveir tapast. Markatalan er 24-7. Flestir sigurleikir íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í röð 6 sigrar í röð - 6. september 1993 til 8. október 1994 (Tap á móti Englandi) 6 sigrar í röð - 22. október 2021 - enn í gangi 5 sigrar í röð - 3. mars 2010 til 21. ágúst 2010 (Tap á móti Frakklandi) 5 sigrar í röð - 7. mars 2014 til 8. maí 2014 (Tap á móti Sviss) 4 sigrar í röð - 5. mars 2008 til 4. mái (Jafntefli á móti Finnlandi) 4 sigrar í röð - 25. ágúst 2010 til 9. mars 2011 (Tap á móti Bandaríkjunum) 4 sigrar í röð - 17. september 2015 til 14. febrúar 2016 (Jafntefli á móti Póllandi) 4 sigrar í röð - 12. apríl 2016 til 20. september 2016 (Tap á móti Skotlandi) Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Sigurinn á Tékklandi var sjötti sigur Íslands í röð. Sigurgangan hófst einmitt með 4-0 sigri á Tékklandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli síðasta haust. Íslenska liðið jafnaði þar með sína lengstu sigurhrinu frá upphafi. Ísland vann einnig sex leiki í röð frá 6. september 1993 til 8. október 1994. Logi Ólafsson stýrði þá íslenska liðinu sem vann Grikkland og Holland tvisvar sinnum og Skotland og Wales einu sinni. Sigurgöngunni lauk þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Englandi á Laugardalsvelli í umspili um sæti á EM 8. október 1994. Sömu úrslit urðu í seinni leiknum á Englandi. Ísland tapaði 0-2 fyrir Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM síðasta haust en hefur síðan unnið sex leiki í röð, þar af þá fimm fyrstu án þess að fá á sig mark. Íslendingar unnu Tékka 4-0 og Kýpverja 5-0 í undankeppni HM í október í fyrra og sigruðu Japani, 0-2, í vináttulandsleik og Kýpverja aftur í undankeppninni, 0-4, í nóvember. Ísland hefur svo unnið tvo fyrstu leiki sína á SheBelieves Cup, 1-0 gegn Nýja-Sjálandi og 1-2 gegn Tékklandi í nótt. Natasha Moora Anasi og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins snemma leiks. Framundan er úrslitaleikur gegn Bandaríkjunum í Dallas aðfaranótt fimmtudags. Íslendingum dugir jafntefli í leiknum til að vinna mótið. Það verður þó við rammann reip að draga gegn heimsmeisturunum sem Ísland hefur aldrei áður unnið. Þorsteinn Halldórsson hefur nú stýrt íslenska landsliðinu í ellefu leikjum, átta hafa unnist, einn endað með jafntefli og tveir tapast. Markatalan er 24-7. Flestir sigurleikir íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í röð 6 sigrar í röð - 6. september 1993 til 8. október 1994 (Tap á móti Englandi) 6 sigrar í röð - 22. október 2021 - enn í gangi 5 sigrar í röð - 3. mars 2010 til 21. ágúst 2010 (Tap á móti Frakklandi) 5 sigrar í röð - 7. mars 2014 til 8. maí 2014 (Tap á móti Sviss) 4 sigrar í röð - 5. mars 2008 til 4. mái (Jafntefli á móti Finnlandi) 4 sigrar í röð - 25. ágúst 2010 til 9. mars 2011 (Tap á móti Bandaríkjunum) 4 sigrar í röð - 17. september 2015 til 14. febrúar 2016 (Jafntefli á móti Póllandi) 4 sigrar í röð - 12. apríl 2016 til 20. september 2016 (Tap á móti Skotlandi)
6 sigrar í röð - 6. september 1993 til 8. október 1994 (Tap á móti Englandi) 6 sigrar í röð - 22. október 2021 - enn í gangi 5 sigrar í röð - 3. mars 2010 til 21. ágúst 2010 (Tap á móti Frakklandi) 5 sigrar í röð - 7. mars 2014 til 8. maí 2014 (Tap á móti Sviss) 4 sigrar í röð - 5. mars 2008 til 4. mái (Jafntefli á móti Finnlandi) 4 sigrar í röð - 25. ágúst 2010 til 9. mars 2011 (Tap á móti Bandaríkjunum) 4 sigrar í röð - 17. september 2015 til 14. febrúar 2016 (Jafntefli á móti Póllandi) 4 sigrar í röð - 12. apríl 2016 til 20. september 2016 (Tap á móti Skotlandi)
Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira