Sérfræðiráðgjöf og minni miðasala kostuðu KSÍ tugi milljóna Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2022 12:01 Færri áhorfendur mættu á landsleiki Íslands en gert var ráð fyrir, bæði vegna samkomutakmarkana og einnig vegna minni áhuga á karlalandsliðinu en áður. vísir/Hulda Margrét Tap var á rekstri Knattspyrnusambands Íslands á síðasta ári sem nemur 24,4 milljónum króna. Áætlanir gera ráð fyrir að vinna það tap upp að miklu leyti á þessu ári. Nokkrar meginástæður eru nefndar fyrir taprekstrinum, í greinargerð KSÍ. Miklu ræður til að mynda hve litlar tekjur voru af miðasölu á landsleikjum, sérstaklega vegna samkomutakmarkana vegna Covid-19 en einnig minni áhuga landsmanna á að sækja leiki. Tekjur af landsleikjum voru 25% lægri en gert var ráð fyrir, eða sem nemur 37 milljónum króna. Þá kemur fram að skrifstofu- og stjórnunarkostnaður hafi farið 16 milljónir fram úr áætlun, eða um 5%, þrátt fyrir að KSÍ hafi nýtt sér endurgreiðsluúrræði Vinnumálastofnunar vegna verkefnafalls. Vanda segir tapið eiga sér eðlilegar skýringar Þar ræður mestu aðkeypt sérfræðiþjónusta á stormasömum tímum um mánaðamótin ágúst-september, þegar á endanum formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér í tengslum við frásagnir af ofbeldismálum landsliðsmanna. Í greinargerð með ársreikningi segir að sérfræðiþjónustan hafi verið í formi almannatengsla- og lögfræðirágjafar, nefndarstarfa, skýrslugerðar og þýðinga. Við það bættist svo kostnaður við að halda sérstakt aukaþing 2. október þar sem nýr formaður og stjórn voru kosin til bráðabirgða. „Þetta var erfitt ár fjárhagslega fyrir KSÍ, eins og svo marga aðra innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir formaður í ávarpi í ársskýrslunni. „Tap var á rekstrinum upp á tæpar 25 milljónir króna. Tapið á sér þó eðlilegar skýringar í þeim aðgerðum sem gripið var til í kjölfar ástandsins sem skapaðist í ágúst og september. Til að tapið yrði ekki meira en raun bar vitni var hagrætt á ýmsum sviðum,“ segir Vanda. Gert ráð fyrir að útdeila lægri upphæð til aðildarfélaga í ár Þrátt fyrir það útdeildi KSÍ tæplega 145 milljónum króna til aðildarfélaga sinna, í samræmi við áætlanir. Hagnaður ársins, fyrir þessa ráðstöfun, var því um 120 milljónir króna en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 182 milljónum. Í áætlun fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að greiðslur til aðildarfélaga lækki og verði tæpar 118 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að eftir þær greiðslur standi eftir rúmlega 21 milljóna hagnaður. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Nokkrar meginástæður eru nefndar fyrir taprekstrinum, í greinargerð KSÍ. Miklu ræður til að mynda hve litlar tekjur voru af miðasölu á landsleikjum, sérstaklega vegna samkomutakmarkana vegna Covid-19 en einnig minni áhuga landsmanna á að sækja leiki. Tekjur af landsleikjum voru 25% lægri en gert var ráð fyrir, eða sem nemur 37 milljónum króna. Þá kemur fram að skrifstofu- og stjórnunarkostnaður hafi farið 16 milljónir fram úr áætlun, eða um 5%, þrátt fyrir að KSÍ hafi nýtt sér endurgreiðsluúrræði Vinnumálastofnunar vegna verkefnafalls. Vanda segir tapið eiga sér eðlilegar skýringar Þar ræður mestu aðkeypt sérfræðiþjónusta á stormasömum tímum um mánaðamótin ágúst-september, þegar á endanum formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér í tengslum við frásagnir af ofbeldismálum landsliðsmanna. Í greinargerð með ársreikningi segir að sérfræðiþjónustan hafi verið í formi almannatengsla- og lögfræðirágjafar, nefndarstarfa, skýrslugerðar og þýðinga. Við það bættist svo kostnaður við að halda sérstakt aukaþing 2. október þar sem nýr formaður og stjórn voru kosin til bráðabirgða. „Þetta var erfitt ár fjárhagslega fyrir KSÍ, eins og svo marga aðra innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir formaður í ávarpi í ársskýrslunni. „Tap var á rekstrinum upp á tæpar 25 milljónir króna. Tapið á sér þó eðlilegar skýringar í þeim aðgerðum sem gripið var til í kjölfar ástandsins sem skapaðist í ágúst og september. Til að tapið yrði ekki meira en raun bar vitni var hagrætt á ýmsum sviðum,“ segir Vanda. Gert ráð fyrir að útdeila lægri upphæð til aðildarfélaga í ár Þrátt fyrir það útdeildi KSÍ tæplega 145 milljónum króna til aðildarfélaga sinna, í samræmi við áætlanir. Hagnaður ársins, fyrir þessa ráðstöfun, var því um 120 milljónir króna en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 182 milljónum. Í áætlun fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að greiðslur til aðildarfélaga lækki og verði tæpar 118 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að eftir þær greiðslur standi eftir rúmlega 21 milljóna hagnaður.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira