KSÍ í dauðafæri Magnús Orri Marínarson Schram skrifar 22. febrúar 2022 07:31 Vanda Sigurgeirsdóttir var kölluð til starfa hjá KSÍ þegar sambandið logaði stafnanna á milli. Hreyfingin búin að missa allan trúverðugleika, og stuðningsfólk og styrktaraðilar kröfðust aðgerða. Reynslumiklum leiðtogi með mikla þekkingu á stjórnun og áratuga alhliða reynslu úr fótboltaheiminum var skipt inná. Vöndu hefur sannarlega tekist að skapa ró og sátt hjá sambandinu eftir stormasaman tíma. Nú nokkrum mánuðum síðar er komið að ársþingi KSÍ þar sem kjósa skal formann til tveggja ára. Þá stíga strákarnir fram - enda er þetta orðið ágætt. Konan er búin að taka til eftir „vesenið“. Fyrstu 74 árin var formaðurinn KSÍ karl úr KR eða Val. Svo kom kona að norðan. Í fjóra mánuði. Það yrði meiriháttar skandall fyrir knattspyrnuhreyfinguna ef þar ætti að láta staðar numið. Það er nefnilega þörf á nýjum áherslum til þess að bæta menningu fótboltans til framtíðar. Ef í vafa - spyrjið kvennalið Þróttar. Þriðjungur iðkenda innan KSÍ eru konur og þar er helsti vaxtarbroddur hreyfingarinnar. Framundan er að auka hlut kvenna í þjálfun og stjórnun félaganna. Á sama tíma upplifum við stórkostlega breytingu í jafnréttismálum og jöfn staða kynjanna verður mál málanna næstu misserin. Þar er fótboltinn ekki undanskilinn. Gamlar lausnir duga ekki á nýjan veruleika. Vanda kom og tók til. Kona með yfirgripsmikla reynslu og þekkingu til að takast á við margþættar áskoranir sem framundan eru hjá KSÍ. Þekkir hreyfinguna sem leikmaður og þjálfari, og með bakgrunn í æskulýðs- og menntunarmálum. Er einmitt með þær áherslur sem þarf til að bæta menningu knattspyrnunnar varanlega – með áherslu á fjölbreytni og að við öll tilheyrum. Það yrði íslenskri knattspyrnu mikil lyftistöng ef KSÍ, sem var fyrst knattspyrnusambanda í Evrópu til að kjósa konu sem formann, myndi veita henni brautargengi áfram. Það yrðu frábær skilaboð inní hreyfinguna, til foreldra og sjálfboðaliða, inní íslenskt samfélagið og ekki síður fyrir fótboltann í heiminum. Vonandi nýtir hreyfingin þetta dauðafæri. Höfundur er knattspyrnuunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti KSÍ Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir var kölluð til starfa hjá KSÍ þegar sambandið logaði stafnanna á milli. Hreyfingin búin að missa allan trúverðugleika, og stuðningsfólk og styrktaraðilar kröfðust aðgerða. Reynslumiklum leiðtogi með mikla þekkingu á stjórnun og áratuga alhliða reynslu úr fótboltaheiminum var skipt inná. Vöndu hefur sannarlega tekist að skapa ró og sátt hjá sambandinu eftir stormasaman tíma. Nú nokkrum mánuðum síðar er komið að ársþingi KSÍ þar sem kjósa skal formann til tveggja ára. Þá stíga strákarnir fram - enda er þetta orðið ágætt. Konan er búin að taka til eftir „vesenið“. Fyrstu 74 árin var formaðurinn KSÍ karl úr KR eða Val. Svo kom kona að norðan. Í fjóra mánuði. Það yrði meiriháttar skandall fyrir knattspyrnuhreyfinguna ef þar ætti að láta staðar numið. Það er nefnilega þörf á nýjum áherslum til þess að bæta menningu fótboltans til framtíðar. Ef í vafa - spyrjið kvennalið Þróttar. Þriðjungur iðkenda innan KSÍ eru konur og þar er helsti vaxtarbroddur hreyfingarinnar. Framundan er að auka hlut kvenna í þjálfun og stjórnun félaganna. Á sama tíma upplifum við stórkostlega breytingu í jafnréttismálum og jöfn staða kynjanna verður mál málanna næstu misserin. Þar er fótboltinn ekki undanskilinn. Gamlar lausnir duga ekki á nýjan veruleika. Vanda kom og tók til. Kona með yfirgripsmikla reynslu og þekkingu til að takast á við margþættar áskoranir sem framundan eru hjá KSÍ. Þekkir hreyfinguna sem leikmaður og þjálfari, og með bakgrunn í æskulýðs- og menntunarmálum. Er einmitt með þær áherslur sem þarf til að bæta menningu knattspyrnunnar varanlega – með áherslu á fjölbreytni og að við öll tilheyrum. Það yrði íslenskri knattspyrnu mikil lyftistöng ef KSÍ, sem var fyrst knattspyrnusambanda í Evrópu til að kjósa konu sem formann, myndi veita henni brautargengi áfram. Það yrðu frábær skilaboð inní hreyfinguna, til foreldra og sjálfboðaliða, inní íslenskt samfélagið og ekki síður fyrir fótboltann í heiminum. Vonandi nýtir hreyfingin þetta dauðafæri. Höfundur er knattspyrnuunnandi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun