Aguero gæti verið með Argentínu á HM en í nýju hlutverki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2022 08:00 Sergio Aguero og Lionel Messi fagna sigri Argentínu í Suðurameríkukeppninni síðasta sumar. Getty/Buda Mendes Argentínska knattspyrnugoðsögnin Sergio Aguero varð að leggja skóna á hilluna á dögunum vegna hjartavandamála en svo gæti farið að hann missi samt ekki að næsta heimsmeistaramótinu sem fer fram í Katar í nóvember og desember á þessu ári. Aguero segist vera að ræða við landsliðsþjálfarann Lionel Scaloni um að fá að taka þátt í mótinu en bara í öðru og nýju hlutverki. Aguero samdi við Barcelona í sumar en meiddist á síðustu æfingu fyrir tímabilið og varð síðan að leggja skóna á hilluna eftir að hafa fundið fyrir hjartsláttartruflunum í leik með Barcelona 30. október. Sergio Aguero insists he 'is going to the World Cup' with Argentina team https://t.co/Tc5aZa7nLq— MailOnline Sport (@MailSport) February 19, 2022 Sex vikum eftir þann leik tilkynnti hann um að fótboltaskórnir væru komnir upp á hillu en Argentínumaðurinn er enn bara 33 ára gamall. Aguero ætlaði sér alltaf að spila á sínu fjórða heimsmeistaramóti en ekkert verður að því. Hann hefur aftur á móti fengið tilboð um að vera í þjálfarateymi argentínska landsliðsins. „Ég vil fara á þetta heimsmeistaramót. Ég ræddi við Scaloni. Hann hringdi í mig og heyrði líka í strákunum í liðinu,“ sagði Sergio Aguero. „Við erum að horfa til þess að hittast í vikunni og sjá hvað er hægt að gera. Það er hugmynd um að ég verði hluti af teyminu. Ég gæti þá fengið að vera með leikmönnunum og taka þátt í æfingunum,“ sagði Aguero. Sergio Aguero is set to be part of the Argentina coaching staff at World Cup 2022 Their third highest scorer of all time will be part of the set up in Qatar for the 11/1 sixth-favourites pic.twitter.com/4aREAcDnhE— Betfair (@Betfair) February 21, 2022 „Ef hjartslátturinn eykst þá vita læknarnir allt um það. Ég er kominn með gangráð. Fyrir nokkrum dögum var ég að hlaupa á hlaupabretti og spilaði einn leik af fótboltatennis en eftir það var ég andstuttur,“ viðurkenndi Aguero. „Stundum velti ég því fyrir mér hvort ég geti nokkurn tímann sprett úr spori aftur. Ég er hræddur,“ sagði Sergio Aguero. Sergio Aguero skoraði 41 mark í 101 landsleik. Hann varð fimm sinnum Englandsmeistari með Manchester City og er markhæsti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 184 mörk í aðeins 275 leikjum. HM 2022 í Katar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
Aguero segist vera að ræða við landsliðsþjálfarann Lionel Scaloni um að fá að taka þátt í mótinu en bara í öðru og nýju hlutverki. Aguero samdi við Barcelona í sumar en meiddist á síðustu æfingu fyrir tímabilið og varð síðan að leggja skóna á hilluna eftir að hafa fundið fyrir hjartsláttartruflunum í leik með Barcelona 30. október. Sergio Aguero insists he 'is going to the World Cup' with Argentina team https://t.co/Tc5aZa7nLq— MailOnline Sport (@MailSport) February 19, 2022 Sex vikum eftir þann leik tilkynnti hann um að fótboltaskórnir væru komnir upp á hillu en Argentínumaðurinn er enn bara 33 ára gamall. Aguero ætlaði sér alltaf að spila á sínu fjórða heimsmeistaramóti en ekkert verður að því. Hann hefur aftur á móti fengið tilboð um að vera í þjálfarateymi argentínska landsliðsins. „Ég vil fara á þetta heimsmeistaramót. Ég ræddi við Scaloni. Hann hringdi í mig og heyrði líka í strákunum í liðinu,“ sagði Sergio Aguero. „Við erum að horfa til þess að hittast í vikunni og sjá hvað er hægt að gera. Það er hugmynd um að ég verði hluti af teyminu. Ég gæti þá fengið að vera með leikmönnunum og taka þátt í æfingunum,“ sagði Aguero. Sergio Aguero is set to be part of the Argentina coaching staff at World Cup 2022 Their third highest scorer of all time will be part of the set up in Qatar for the 11/1 sixth-favourites pic.twitter.com/4aREAcDnhE— Betfair (@Betfair) February 21, 2022 „Ef hjartslátturinn eykst þá vita læknarnir allt um það. Ég er kominn með gangráð. Fyrir nokkrum dögum var ég að hlaupa á hlaupabretti og spilaði einn leik af fótboltatennis en eftir það var ég andstuttur,“ viðurkenndi Aguero. „Stundum velti ég því fyrir mér hvort ég geti nokkurn tímann sprett úr spori aftur. Ég er hræddur,“ sagði Sergio Aguero. Sergio Aguero skoraði 41 mark í 101 landsleik. Hann varð fimm sinnum Englandsmeistari með Manchester City og er markhæsti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 184 mörk í aðeins 275 leikjum.
HM 2022 í Katar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira